Alþýðublaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 4
a'fifiwffiiMli £ins og skýrt var frá í blaðinu < sunnudag liefur heildverzlunin 31 íkla nú. flutt í ný og glæsileg 3 sakynni við Laugaveg, skammt mótum Laugavegs og Nóatúns. :3ið nýja húsnæði gerir fyrir- •:: -kinu ídeift að efla mjög og bæta *<’iía þjónustu við viðskiptavini ;a, og jafnframt skapast í þessum sakynnum stórbætt aðstaða * ' irfsmanna fyrirtækisins. Teiknmgar að hinu nýja húsi •f rði Guðni Magnússon í samraði V t Þór Sandholt, auk þess lögðu «- irharður Þorsteinsson og Har- «-l«ur Águstsson þar einnig hönd i' plóginn. I Y SÍGFUS BJARNASON forstjói Heklu. ’ Það, sem byggt hefur verið, er ekki nema hluti þess, sem vonir etinda til að síðar verði, því ætl- tn in er að byggja þrjár hæðir of- ®r á álmuna, er liggur við Lauga- Veg, nýja álmu austast á lóðinni Og hækka elztu bygginguna. - Nú er gólfflötur alls um 4.200 fcrmetrar í um 18.400 rúmmetra fcMggingum. En með þeim viðbót- tUi sem að ofan greinir, bætist V ð um 18.000 rúmmetrar. Hreint •Vsrkstæðisrými er um, 1.600 fer- Bietrar (7.850 rúmmetrar), og er . SjA talin með smurstöð í Brauíar- b íltsálmunni, þvottahús fyrir bíla Og;bílageymsla. ' Hér fara á eftir upplýsingar um fcin nýju húsakynni heildverzlun- Rrinnar Heklu og dótturfyrirtækja Ser þarna verða til liúsa: Jrhisnæði verkstæðisins, er alls um 1.600 fermetrar. Verkstæðið annast éingöngu viðgerðir á Volks- Wagenbifreiðum, Land-Rover og Porsche, og tekur til starfa í byrj- un þeissa mánaðar. Verður því skipt í deildir, sem eru: þvottur, kvoðun, smurstöð, mælingar, skyndiviðgerðir, aðalviðgerðir, vélaviðgerðir og réttingar. Auk þess eru þar húsakynni fyrir mót- töku- og biðstofu viðskiptavina, sem er um 40 fermetrar skrif- stofu verkstjóra og fatageymslu og kaffistofu vcrkstæðismanna. Úr bið’stofu sinni getur við- skiptavinurinn haft samband við móttökumann verkstæðisins, skrif- stofu þea|£ og varahlutaverzlun. Þar er sérstakur fulltrúi verkstæöis ins, sem annast alla fyrirgreiðslu viðskiptavina. Allt fyrirkomulag verkstæðisins er í fuilu samræmi við Volkíwagen og Land-Rover viðgerðakerfin eins. og þau eru skipulögð í Þýzkalandi og á Norð- urlöndum. Lýsing verkstæðisins er eins og bezt gerist á Norðurlönd- um, og meiri en þekkst hefur á hér áður. Loftræstikerfi verkstæðis.ins er athyglisvert og gert sainkvæmt ströngustu kröfum, sem gerðar eru í Þýzkalandi. Sjálfstætt kerfi er í gólfi fyrir afgas frá vélum, sem eru á vinnustaðnum, og flj-tur kerfið útblástursgasið út úr verkstæðinu. Annað loftræsíi- kerfi er væntanlegt á næstunni, og er hlutverk þes<s að endurnýja loft- ið á verkstæðinu og flytja þang- að hreint loft, hæfilega heitt og með réttu rakastigi. Geislahitun er í gólfi, sem heldur jafnfrapit gólfinu þurrara en ella. Sjálfvirk- ir hita- og rakastiilar eru alls stað- ar í verkstæðinu. Verkstæðið er búið mjög góð- um tækjum til starfseminnar. Helztu tækin eru þessi'- í þvottadeild eru tæki til að þvo bilana, bæði nýja bíla og þá, sem koma til viðgerðar. Þvottatækið er þrýstiúðari, sem heldur þvotta- leginum hæfilega heitum, og að loknum þvotti er bíllinn þurrkaður í kvoðunardeild er undirvagn- inn kvoðaður til ryðvarnar og hljóðeinangrunar. Tækið, sem þar er notað, er einnlg þrýstiúðari. Smurstöð hefur lyftur og annan útbúnað fyrir þrjá bíla, sérstaka biðstofu fyrir viðskiptamenn og skrifstofu. Þessi hluti byggingar- innar verður ekki tilbúinn fyrr en áð þrem vikum liðnum. | Mælingarstöðin rúmar tvo bíla. |Þar fer fram gagnger athugun á rafkerfi og raftækjum bílsins. Einnig er gerð athugun á starfsemi hinna einstöku ganglima vélarinn- ar almennt. Stöður allra hjóla eru mældar og starfsemi stýrisút- búnaðar, reynd hemlun hvers hjóls og þau jafnvægisprófuð á miklum 1 snúningshraða. Þá er og mældur Ijósstyrkur og stefnur allra ljósa bílsins. Skyndiviðgerðir fara fram í áér- stöku þriggja'bíla húsnæði við hlið mælingastöðvarinnar. Þar eru verk færi til allra minniháttar lagfær- inga og stillinga. Réttingarverkstæðið rúmar átta bíla auk bílahluta, og eru þar tæki til allra réttinga og samsetningi, m.a. nýjustu tæki til punktsuðu. Á aðalverkstæði er mjög gott rúm fyrir átján bíla, og þar eru fram- kvæmdar allar meiri háttar við- gerðir. Á vélaverkstæðinu er gert við vélar, gírkassa og drifbúnað, einn ig framás með stýrisbúnaði og fjaðrabúnaði. Þar eru hin full- komnustu tæki til þessara nota. Þá er þar stór þvottavél, þar sem vél eða drifbúnaður er þvegin í heilu lagi áður en viðgerð hefst. Þessi vél gjörbreytir þrifnaði við viðgerðirnar. í vélaverkstæðinu er einnig tæki, «em roynir vélarpar eítir að viðgerð hefur farið fram. Þar er vélin keyrð allt upp í há- markshraða áður en hún er sett i bílinn að nýju, og sýnir tækið hvort nokkra frekari viðgerð þarf að framkvæma. Bifreiffavarahlutaverzlun. Þar verður verzlað með vara- hluti í Volkswagen og Land-Rover bifreiðir ásamt hlutum í Cater- piUar tæki. Verzlunin er haganlega innrétt- uð, enda allt fyrirkomulag sniðið eftir ströngustu kröfum, sem fram lelðendur gera í heimalöndum sín- um. Öllum varahlutum er raðað í sérstaka skápa, sem cru meters breiðlr og tveggja metra háir. Skáp ar þessir eru alls 160, og hólf- aðir niður þannig að I hverjum þeirra má geyma 117 mismunandi hluti. Stærð hólfanna má oreyta hvenær sem er með lítilli fyrir- höfn ef þörf- krefur. ÖHum varahlutum er raðað upp eftir númerakerfi, sem er á sér- stakri spjaldskrá, þannig að af- greiðslumenn geta á svipstundu fundið umbeðinn hlut. Milli skápanna er hvergi minna en meters breiður gangur, og er er það gert til þess að unnt verði síðar meir að nota sérstaka vagna tll þess að safna varahlutum á þeg- ar um stórar afgreiðslur er að ræða. Þess skal getið að skápam- ir eru smíðaðir hjá -einu dóttur- fyrirtæki Heklu. Um þessar breytlngar lijá fyrir- tækinu segir Sigfús Bjarnason: TUgangurinn meff þessu stórhýsi er aff koma upp höfuðstöffvum allra fyrirtækjanna. Gerir húsið þaff kleift aff breyta algjörlega allri starfstilhögrun. Þótt húsiff viff Hverf isgötu 103 hafi veriff afar rúmgott fyrir tíu árum, hefur starfsemin aukizt svo gífurlega, aff undanfarin tvö til þrjú ár hefur hver starfs- maffur orffið aff skUa tvöföldu dags- verki viff hin erfiffustu skUyrði. Vil ég sérstaklega láta í ljósi inni- Framh. á 14. síff'u Svona verkfærakistu hefur hver viðgerffarmaffur á hinu nýja verkstæffi Heklu. Eins og sjá má á myndinni er kistan vel búin verkfærum og sjálf stendur hún á hreyf anlegum vagni til hagræðis fyrir viffgerffarmanninn. í þessari klstu, scm í raun- inni er þvottavél, eru vélar- hlutir þvegnir áður en þeir eru teknir til viffgerffar, gef- ur þaff augjleiff hversu mik- inn þrifnaff þessi þáttur he'- ur í för meff sér, og mættu fleiri Bifreiðaverkstæ’íi koma upp hjá sér slíkum búnaffi. $ 6. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.