Alþýðublaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 9
bókmenntir vorar víða frá því, að börn hafi verið tekin til fósturs oft í sáttaskyni eða til að treysta sætt og vinfengi. Réttarsögufræðingar líta svo á, að í reyndinni hafi munurinn ekki verið eins djúpstæður á ættleið- ingum samkvæmt rómverskum rétti og fósturréttinum eftir ger- mönskum rétti og formreglumar benda til. Á miðöldum gætti ættleiðínga lítið. Kirkjan hélt uppi andstöðu gegn ættleiðingum og taldi það brot á siðgæðisreglum, að foreldr- ar létu böm sín af hendi við aðra. Með stjómarbyltingunni miklu í Frakklandi í lok 18. aldar varð breyting á þessu sviði, eins og mörgum öðrum réttarsviðum. íslenzk lagafyrirmæli um ætt- leiðingar eru komin úr dönskum rétti. Með konungsúrskurði frá 1815 var danska kansellíinu heim- ilað að gefa út ættleiðingarbréf, þó með því skilyrði, að ættleið- andi ætti ekki barn eða afkom- anda fyrir. Þetta skilyrði var fellt niður með nýjum konungsúrskurði frá 1864. Að þessum gömlu á- kvæðum bjuggu íslendingar allt FYRRI HLUTl fram til gildistöku núgildandi laga um ættleiðingar nr. 19, 1953. í lagaframkvæmdinni hafa fjöl- margar venjur mót'azt og þannig orðið til fyllingar hinum fámálu lagaákvæðum. Á hinum Norðurlöndum var sett Rjggjöf um ættleiðingar um og eftir 1920, en sú löggjöf var endurskoðuð árið 1954, og hefur flestum lögunum verið breytt til samræmis við þá endurskoðun. Ættleiðing í norrænni löggjöf á sér þannig nokkra sögu að baki. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um öll önnur EvrópulönjJ. Þannig fengu Hollendingar fyrstu löggjöf sína um þetta efni árið 1956 og Bretar 1926. Austur-Ev- rópulöndin fengu nýja sifjaréttar- löggjöf, þar með talin ættleiðing- arlöggjöf, að lokinni síðari heims- styrjöldinni. Er sú löggjöf mjög sniðin eftir rússneskum sifjalög- um, en á því sviði er ekki mikill munur og á norrænni löggjöf um sama efni. í einu Evrópulandi, Portúgal, þekkist ættleiðing ekki. , -O- Næst má spyrja: Hvernig hefur lagaframkvæmdin verið hér á landi í þessum efnum? í hve rík- um mæli hefur ættleiðingarheim- ildin verið notuð? Á fyrstu fimm árunum eftir að veiting leyfanna var flutt inn í landið, þ. e. 1904-’08, að báðum ár- um meðtöldum, voru sex leyfi veitt, eða rúmlega eitt á ári hverju. Á næstu fimm árum, 1909-’13, voru þau þrjú á ári að meðaltali. Eftir heimstyrjöldina fyrri fjölgaði leyfunum, þannig, að tala þeirra var um tíu að meðal- tali á ári. Á tímabilinu 1931-40 hækkaði talan enn upp í fimmtán að jafnaði á ári. Á stríðsárunum byrjar vöxtur leyfanna fyrir al- vöru, því að á árunum 1943-’47, voru þau um fjörutíu árlega, og á næstu fimm árum, 1948-’52, urðu þau 52 að meðaltali árlega. Síðan hefur þeim farið sífjölg- andi, því að á árunum 1956-’58, að báðum árum meðtöldum, voru þau 85 á ári, og allra síðustu árin nálgast þau 100 á ári. Má því ætla, að dómsmálaráðuneytið gefi nú út að meðaltali ættleiðingar- bréf þriðja hvern virkan dag árs- ins. Þetta er há hlutfallstala, því að hún þýðir, að 2% lifandi fæddra barna sé ráðstafað með ættleið- ingarbréfum. Nú er íróðlegt að bera þessa ættleiðingartölur saman við hlið- stæðar tölur frá nágrannalöndun- um. Sá samanburður sýnir, að í Danmörku eru veitt leyfi um 2000, í Svíþjóð 3000 og í Noregi um 1000. Sést því, að Danir veita til- tölulega flest leyfin, en hér eru leyfisveitingar mun tíðari en í Svíþjóð og Noregi. Af framansögðu er ljóst, að ætt- leiðingar eru mjög algengar hér á landi, og fer þeim stöðugt fjölg- andi. Nærtæk er því spumingin: Hvaða félagslegar ástæður liggja til ættleiðinga? Svar við þeirri spurningu, ef vel á að vera, verð- ur að byggiast á rannsókn á hög- um kynforeldra kjörbarna, svo og högum ættleiðenda (kjörforeldra). Fullkomin rannsókn á þessum atriðum er því miður ekki til. — Hins vegar hefur Ármann prófess- or Snævarr, háskólarektor, gert athyglisverða könnun á ættleið- ingarleyfum, sem út voru gefin á árunum 1949-’58, að báðum ár- um meðtöldum. Má ætla, að hund- raðstölur, sem fram koma í þess- ari athugun prófessorsins, séu með þeim hætti, að þær hafi al- mennt gildi, enda ná þær yfir mikilvægt tímabil. Könnun þessi svnir, að 80,6% kiörbarna eru fædd óskilgetin, en. 19.6% eru skilgetin. Ef nú þessi tala ættleiddra og óskilgetinna barna er borin saman við heildar- fæðingatölu óskilgetinna barna í landinu, þá kemur í ljós, að sú hlutfallstala er fremur lág, milli 5 og 6 af hundraði. Hliðstæð tala frá Noregi er hiris vegar um 40%, cn þar er fæðing óskilgetinna barna miklu fátíðari hlutfallslega en hérlendis. Sé nú litið til þess, hvaða á- stæður hafi í revndinni ráðið ætt- leiðingunni á þessum óskilgetnu börnum, verður svarið í lang- flestum tilfellum þetta: Fyrir hendi er alger ómögulegleiki eða stórkost.legir erfiðleikar fyrir móðurina að ala upp barn sitt. — Þessir erfiðleikar eiga rót sína að rekia til þess, að móðir er ein- stæðingur, sem engin tök hefur á uppeldinu án aðstoðar. Faðern- ið er e.t.v. óvist. eða enginn styrk- ur er að föðurnum að þéssu leyti, og ættmenni móður eru ófús eða vanmegandi til hjálpar. Einnig koma hér fram þær ástæður, að móðurinni er ekki treyst fyrir upneldinu, og getur þá komið til ráðstöfunar eða millígöngu opin- berra aðila, einkum barnavemd- arnefnda. Ástæðan til ættleiðingar skil- getihna barna er langoftast skiln- aður föður og móður. Skýrsla Snævars svnir, að svo er í 52%. Er þá miðað við lögskilnað eða skilnað að borði og sæng. Hlut- fallstalan ætti í rauninni að vera verulega hærri, því að oft er um Framh. á 11. síðu SEGGA VIGGA OG TILVERAN „Ég hugsa að ég verði efst í mínum bekk, mamma. Kennarinn segir að ég sé eins og öll hin til samans“. KÓLNANDI VEÐURFAR SfDUSTU TUTTUGU ÁR Samkvæmt kenningum banda- rísks yeðurfræðings J. Murray Mite hell jr. fer veðurfar hér í heimin- um nú kólnandi með ári hverju. Mitchell segir, að á árunum frá 1885 til 1940 hafi loftslag hér á jörðu farið hlýnandi. Meðalárshiti á þessu tímabili hækkaði um það bil eina gráðu. Á vetrum hækkaði hitinn um, hér um bil eina og hálfa gráðu. En síðan 1940 virðist þetta hafa. snúizt við. Meðalárshiti hefur lækk að um Vs úr gráðu á þessu tímabili. Talið er óhugsandi að þetta sé að kenna tilraunum með kjarna- sprengjur í andrúmslpftinu. Flestir mundu freistast til að halda að þessar kjarnasprengingar mundu heldur auka á hitann Stærsta kjarnasprengjan sem sprengd hefur verið til þessa, en hana sprengdu Sövétríkin á árinu 1961, var hún 50 megalestir að stærð, Hitinn, Sem myndaðist við sprengingu hennar var nægilegur til að bræða ísjaka, sem hefði ver- ið 800 metrar á livern veg. Til þess að auka hitastig andrúmsloftsins um eina gráðu hefði þurft fimmtáa þúsund slíkar sprengjur, og mundi það þó varla hafa dugað til, því svo mikið hitamagn berst út i geiminn við hverja sprengingu, og hætt er við að fljótlega sækti í sama horf um hitastigið. Sumir halda því fram, að við þessar sprengingar myndist rykský, r.em hindri. sólargeislana í að ná til. jarðarinnar. Ekkj telur dr. Mitchell þá skýringu líklega. Við spreng- ingarnar skapast að vísu rykský, en þau eru langtum nýnni en þau sem skapast við venjuleg eldgos. Á síðustu árum hefur verið all- mikið um eldgos í heiminum, og vera má að þau eigi sinn þátt í bví að nú er orðið kaldara en áður var, en önnur öfl ættu þó að vega á móti áhrifum þeirra. Síðan á 19. öld hefur mengun andrúmsloftsins stóraukizt, útblást ur. frá bifreiðum og reykur /úr verksmiðjum hefur áhrif í þá átt að.auka hitann í andrúmsloftinu,. Ef til vill er svarið við þessari spurningu að linna í hafinu. -Heims- höfin eru miklir „hitageymair". Þau taka til sín hita og veita honum frá sér, að því er virðist á tilviljaria- kenndan máta. Hér er orðið tilvilianákenridur notað vegna þess að vísiudir. hafa enn ekki komizt að raun um livað það er sem þarna á sér stað. Vísindamenn vonast til uð finna hver áhrif sóiblettir hafa á veður farið 1964, en þá verður skilyrði til slíkra athugana sérstaklega hag stæð. Á því ári munu vlsj .idamerin um heim allan einbeita scr að rannsóknum á sólinni með ölirim hugsanlegum hjálpartækjúm, s.em þeir hafa sér til aðstoðai-. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. febrúar 1963 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.