Alþýðublaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 8
) fiSlM VORIÐ 1957 varð ung og ógift stúlka bamshafandl. Ekki virðist samband hennar við hinn tilvon- andi bamsföður hafa verið með þeim hætti, að hún gæti vænzt hjónabands eða hjálpar frá honum í þeim erfiðleikum, sem bams- burðurinn hlaut að hafa í för með sér. Atvinnu og öðrum þjóðfélags- legar aðstæðum stúlkunnar var þann veg farið, að hún leit með vaxandi kvíða á framtíðina, eftir því sem á meðgöngutímann leið. Um haustið leitaði þessi ein- stæðings stúlka athvarfs hjá bróð- ur sínum norður ° í Húnavatns- sýslu. Hún tjáði honum þann hug sinn að gefa barnið, þegar það fæddist, og virðist jafnvel hafa óskað eftir aðstoð hans í þeim efnum, að ganga frá þeim mál- um. Þvi var það, að bróðirinn færði það. í tal við barnlaus hjón þar í sveitinni, hvort þau vildu taka barnið að sér. Eftir nokkra umhugsun fengu hjónin áhuga á málinu og ■ vildu gjarnan leysa það á þennan hátt. Sennilegt er, að á þessu stigi málsins hafi það ekki borið á góma, með hvaða hætti eða skilmálum, þau tækju barnið í umráð sín. Hjón þessi höfðu mjög gott orð á sér og heimili þeirra til fyrirmyndar í alla staði. Hinn 1. desember 1957 komu hjónin á heimili bróður stúlkunn- ar, en þar dvaldi hún þá. Svo virðist sem frúin hafi verið aðal- lega í fyrirsvari fyrir hjónin gagn vart stúlkunni. í einrúmi tjáði stúlkan henni, hver væri faðir barnsins, og jafnframt skrifaði stúlkan undir svolátandi yfirlýs- ingu: „Eg undirrituð afsala mér móð- urrétti yfir bami minu.“ Yfirlýsing þessi, sem síðar átti eftir að hafa örlagarík áhrif, var handskrifuð á ómerkilegan blað- snepii, ódagsett og óvottfest. ■ Stúlkan fæddi fullburða svein- barn hinn 28. jan. 1958. Þremur dögum síðar kómu áðumefnd hjón í sjúkrahúsið, þar sem bam ið fæddist, og fóru með það heim til sín. Þetta gerðu þau með sam- þykki móðurinnar, sem þó í fyrstu hafði neitað tökunni á baminu og taldi það vilja sinn, að hafa bam- ið hjá sér. Þegar hamið var um það bil mánaðar gamalt, óskuðu fóstur- foreldrarnir eftir því við móður- ina með milligöngu bróður lienn- ar, að þeim væri heimilað að láta skíra bamið. Þessu neitaði móð- irinn þegar og kvað það vera á- setning sinn, að taka barnið aftur til sín og ala það upp. Nú virðast hiónin næst hafa snúið sér til sýslumannsskrifstof- unnar og spurzt fyrir um réttar- stöðu sína í málinu. Þar munu þáu hafa fengið þau svör, að rétt- ur þeirra væri miklum takmörk- unum háður, nema þau fengju barnið ættleitt. Fulltrúi sýslu- manns samdi fyrir þau ættleiðing- arbeiðni til dómsmálaráðuneytis- ins. Slíkri beiðni verða lögum samkvæmt að fylgja allmörg vott- orð, ef ættleiðingarbeiðendur vænta þess, að hún verði til greina tekin. Svo er að sjá, sem fylgiskjölin með hinnf húnvetnsku ættleið- ingarbeiðni hafi ekki verið í hinu fullkomnasta lagi. Samþykki móður innar var staðfest með afriti af bréfsneplinum frá 1. des. 1957. Um afstöðu föðursins greindu fylgi- skjölin ekkert. Vottorð skóla- nefndar var látið koma í stað vottorðs barnaverndarnefndar, eins og venja er. Þrátt fyrir augljósan vanbúnað málgagna gaf dómsmálaráðuneytið í umboði Forseta íslands út ætt- leiðingarbréf hinn 9. maí 1958. Eins og áður kemur fram, hafði móðurinni orðið hughvarf og vildi nú endurheimta bam sitt og naut í þeim efnum samstöðu barnsföð- ursins. Þegar hún kom á heimili fósturforeldranna þessara erinda, fékk hún ekki að sjá bam sitt, kröfunni um afhendingu á bam- inu var vísað á bug og henni sjálfri nánast vísað á dyr. Þá fyrst fékk hún vitneskju um ætt- leiðingarbréfið. Móðirin vildi ekki una þessum gangi mála og höfðaði mál til ó- gildingar ættleiðingarleyfisins. Hún krafðist jafnframt að fá um- ráð barnsins í sínar hendur. Meiri hluti Hæstaréttar hratt þessum kröfum móðurinnar. Þessi meiri- hluti taldi, að framangreind yfir- lýsing hennar og framkoma henn- ar næst éftir barnsburðinn yrði ekki skilin á annan veg en þann, að hún hefði gefið hjónunum barnið. Sú háttsemi dómsmála- ráðuneytisins að leita ekki eftir umsögn barnsföður var eðlilega á- liti.n vera skortur á formreglum við afgreiðslu málsins, en þó ekki svo mikilvægur. að hann varðaði ógildingu leyfisins. Héraðsdómarinn og minnihluti Hæstaréttar voru hins vegar þeirr- ar skoðunar, að meta bæri ætt- leiðingarleyfið ógilt. Þessi miður skemmtilega og all- viðkvæma saga vekur þá spurn- ingu hiá mörgum, hvort íslenzkri réttarskipan sé ekki eitthvað á- bótavant á þessu sviði, og hvort ættleiðingarvandamálið sé ekki komið í ógöngur. Það dómsmál, sem hér að fram- an hefur verið skvft, er því mið- ur ekkert eindæmi um beizkju- blandinn ágreining varðandi ætt- leiðingar. Má bár sérstaklega nefna ættleiðingar, sem leyfðar eru gagnstætt vilja barnsföður, en slíkar ættieiðínear tíðkast nokkuð nú á síðari tímum. Ættleiðingum fer sífjölgandi hér á landi, svo að segja ár frá ári. Tölnr svna. að nálægt því tvö börn af hverium hundrað eru ættleidd. Mikilvægi ættleiðinga er því lióst frá bióðfélagslegu sjón- armiði. Af bessum ástæðum rm a. hefur ættieiðinear borið hátt í umræðum manna að undanförnu. Þykir biaðinu bví hiýða, að ræða nokkur helztu atriðin í sambandi við þetta mikilvæga mál. -O- Ættleiðing er býðing á orðinu adoption. sem notað er í flestum tungumálum Evrópu. Orðið er af latne^kum uppruna, en uppistaða þess er stofninn optio, sem merlc- ir kiör eða val. Þessara áhrifa gætir á íslemku, t. d. kjörbarn, kjörfaðir o.s.frv. Fræðimenn erxf sammála um það, að ættleiðing verði rakin til rómversks réttar. í forngermönsk tim rét.ti var ættleiðing í þessum skilninei ekki notuð, en þar var hins veear boitt þvf úrræði, að taka börrt í fóstur. Má í því sam- bandi nefna. að í lögum hins forna ’s1enzka lýðveldis, Grágás- arlögnnum. voru athyglisverð á- kvæði um samband fósturbarna og fósturforeldra. enda greina forn- g 6. febrúar 1963 - ALÞYÐUBLAÐIÐ •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.