Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 1
SVONA ER FARIÐ AÐ ÞVÍ, STÚLKUR! París, 5. marz. Herdómstóll í París liefur fundið 14 OAS-menn seka um að hafa reynt að ráða de Gaulle for- seta af dögum í ágúst í fyrra og dæmt 6 þeirra til dauða, þar af þrjá að þeim fjarstöddum. Hinir voru dæmdir til fangelsisvistar. Friðrik vann FRIÐRIK Ólafsson vann. Inga R. Jóhannsson í þriðju umferð skák einvígis þeirra, en hún var tefld I Snorrasal í gær. Friðrik hafði hvítt, en Ingi svart. Gafst svartur upp í 35. leik. Báðir komust í tímaþröng, en þó Friðrik öllu meiri. Friðrik eyddi mjög miklum tíma í byrjun skákarinnar, en vann það svo aftur upp, er á leið. Hérna birtist skákin í heild, Iaus lega skýrð af Birni Þorsteinssyni. 1. e4 e5 4. Ba4 Ff6 2. Rf3 Rc6 5. o—o Be7 3. Bb5 a6 6. d4 exd Friðrik fer þarna lítt troðnar slóðir. 7. Hel o—o 10. Bb3 d5 8. e5 Re8 11. c3 Bf5 9. Bf4 bS Þarna býður hvítur upp á peð- fórn, sem svartur þiggur ekki. Framh. á 11. síðu. Einn mannanna, sem dæmdir voru til dauða, var Bastien-Thier- ry, ofursti úr flughernum, sem fundinn var sekur um að hafa skipulagt banatilræðið. Minnstu munaði að tilræðið tækist, en það var gert þegar de Gaulle ók í um eitt af úthverfum Parísar. Ein byssukúlan fór rétt fram hjá höfði hans. Verjendur sakborninga lögðu á- herzlu á, að þeir hefðu ekki ætlað að ráða forsetann af dögum, held- ur taka hann til fanga og dæma hann fyrir stefnu hans í Alsírmál- inu, sem OAS-hreyfingin var and- víg. ★í London var viðtal við Georges Bidault, fyrrverandi forsætisráð- Framh. á 14. síðu. Sæmileg ve/'ð/ Margir bátar voru að þorsk- veiðum í gær. Voru þeir aðal- lega út af Kirkjuvogi, Hafnar- bergi, Sandvík og norður fyrir Skagann. í gærkvöldi var vitað um nokkra báta með um 10 tonn en er blaðið talaði við Granda- j radíó um klukkan 7, voru bát- j arnir enn að kasta. Var 4 mílur fyrir innan UM helgina, er landhelgisgæzlu flugvélin SIF var á eftirlitsflugi, staðsetti hún brezkan togara, sem var 4 mílur fyrir innan mörldn út af Ingólfshöfða. Skipstjójrinn á togaranum sagði, að vél skipsins hefði verið biluð, en hann var með ólöglegan veiðarfæraútbúnað, og voru hlerarnir úti. Þegar eftir að flugvélin hafði gert mælingar, setti togarinn á fulla ferð til hafs. Mál þetta hefur nú verið staðfest fyrir rétti og fer síðan til Saksókn j ara. I garðagróður í hættu EINDÆMA veðurblíða hefur verið hér á íslandi undanfarinn mánuð, og er svo komið, að gróður allur er farinn að skjóta öngum og brumknappar koma í Ijós. Sagði garðyrkjustjóri, Hafliði Jónsson, í viötali við Alþýðublaðið i gær, að hann myndi ekki aðra eins veður- sæld á þessum tíma árs, og væri þess ekki dæmi, að gróð- ur „kæmist í slíkan vorliug" sem nú sýnir sig. Laukar eru víða farnir að koma upp, og grasflatir um bæinn orðnar frostlausar og viða farnar að skjóta nál. Brumknappar á trjám í húsagörðum fólks eru farnir að stækka og springa út, trjábeðin lifna við. Frost er svo að segja alveg komið úr jörðu. Grenitrjám, sem vana- lega er mikil hætta búin vegna vatnsskorts á þessum tíma, er nú góan tími hinnar mestu sældar, því vatn er nóg, þótt útgufun sé mikil. Þetta er á íslandi, á meðan Norðurlandabúar frændur okk- ar sitja með skip sín frosin föst í ís við mynni höfuöborganna, snjónum kyngir niður í Róm, vesalingarnir frjósa í hel undir brúm Signu, og karlmenn í Ber- lín fara ekki út í frostlð nema með spelda fyrir eyrum. Fyrr- verandi ljósmyndari Alþýðu- blaðsins er nú við nám úti í Englandi. Hann fór til Englands frá landinu sínu við heimskauts baug. Hann hringdi heim fyrir stuttu og kvaðst meðal annars ekki hafa getað farið i bað vegna vatnsskorts siðan um ára mót. En oft leynist flagð undir fögru skinni. Við fslendingar vitum sem sé, af aldagamalli reynslu, að vorið er ekki komið, þrátt fyrir þessa blekkingu blíð unnar. Það eiga eftir að koma páskahret og svo vorhret. Þéir kuldar og það frost getur á einní nóttu deytt allt það, sem hefur verið að lifna í náttúr- unni undanfarinn mánuð. Við þessa vitneskju vaknar spurn- ing í brjóstum allra þeirra mörgu, sem hafa séð laukana skjóta upp kollinum í garði sín um, tekið eftir grænni slikju á blettinum og fylgzt með hvern- ig brumknappar trjánna uxu og bólgnuðu. Þessi spurning er sú, hvað verði gert þessum gróðri til bjargar, þegar veðrið versnar á ný. Garðyrkjustjóri gaf nokkur heilræði, sem mega koma að góðum notum. Þó sagði hanu, að í sumum tilfellum, eins og með brumknappa stórra trjáa, þá væri ekkert að gera, aðeine taka þvi, sem að höndum ber. Hins vegar benti hann á eftir- farandi atriði: Þar sem grasflatir eru faru- ar að skjóta nál, er helzta ráðið til hlífðar, þegar frost koma, Framh. á 14. síöu. SAMA hvað hann blæs og hvernig hann lætur: það er bezta veður fyrir innan öll skinnin. Hitt er svo annað mál, að svona einangrun kostar nokkra peninga. Til dæm- is er loðhúfan ungfrúarinnar og hálsskjólið hvort tveggja úr rauðrefaskinnum, en jakk- inn úr völdu selskinni. Þið eigið reyndar að kannast við andlitið, sem stendur upp úr skinnahrúgunni. Þetta er auðvitað hún Eliza beth Taylor, sem um þessar mundir er vi» kvikmyndaleik í Englandi. — Hvað þá um stúlkuna á neðri myndinni? Hún barst okk- ur því miður bæði nafnlaus og . loðskinna- laus. Hún er bara sýningarstúlka að vinna fyrir kaupinu sínu, og er höfuðfatið enskt sýnishorn af vortízkunni. 44. árg. — Míffvikudagur 6. marz 1963 — 54. tbl. 14 DÆMDIR FYRIR TILRÆÐI DE GAULLE

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.