Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 13
ÚTBOÐ Þeir, sem gera vilja tilboS lun að byggja vatnsgeymi á Öskjuhlíð (Golfskálahæð), vitji uppdrátta og útboðslýsingar í skrifstofu vorri, Tjarnagötu 12, III. hæð, gegn 3.000,00 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavikurborgar Tiíboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verSa sýndar í Rauðarárporti fimmtudaginn 7. þ. m. kl. 1 til 3. Tilboðin verða opuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd vamarliðseigna 5f m MYNDIN sýnir baðströnd á Kanaríeyjum, en þang að er ferSinni heitiS mc-Sai annars f páska- för Ferðaskrifstofunnar Sunnu. jií Páskaferð til mín er flutt á Skóiavörðustíg 3A, miðhæð. Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður. — Sími 11344. óskast strax hálfan eða allan daginn. Prentsmiðjan HÓLAR H.F. Þingholtsstræti 27 ÞAKJÁRN 5—11 fet. Garðar Gíslason h.f. v Hverfisgötu 4. — Sími 11500« ASE: Vil taka að mér hreinritun á handritum eða aðra vélritun I aukavinnu. Einnig þýðingar á smósögum eða öðru. — Tilboð, merkt „Aukavir na“, sendist á afgreiðslu Alþýðubl. ÚTSÖLUNNI lýkur á laugardag. Ferðaskrifstofan Sunna efnir um páskana til skemmtiferðar til Kanarieyja og Mallorka. Páskaferð ir SUNNU hafa verið farnar ár- lega til Suðurlanda við miklar vin- sældir, allt frá því að skrifstofan tók til starfa. Hefir jafnan verið fullskipað í þessar ferðir og venju lega færri komizt en vildu. Hefir samtals um 500 manns tekið þátt í páskaferðum SUNNU. Eru ferðir þessar líka tiltölulega ódýrustu utanlandsferðir sem völ er á til Suðurlanda, vegna þess að heilar flugvélar er leigðar til ferðarinnar og þær látnar bíða farþeganna á Mallorka tog Kanarieyjum. Auk þess, sem allt að því helmings af- sláttur fæst á beztu hótelunum, þegar samið er um dvöl fyrir stóra hópa til margra daga dvalar. í fyrra var páskaferð SUNNU í fyrsta sinn til Kanarieyja og tóku þátt í ferðinni um 80 manns. Hef- ir talsverður hluti þessa hóps þeg- ar pantað far í næstu ferð og er þegar búið að ráðstafa nærri helm- ing sætanna í næstu ferð áður en hún er auglýst. Tekur talsverður hópur íólks þátt í Páskaferðunum ár eftir ár til þess að fá sér skemmtilegan sumarauka í sól- ríkum. Suðurlöndum, meðan svalt er á Norðurslóðum, en hins vegar margir frídagar, sem mörgum verður annars lítið úr. Beztu hótel sem fáanleg eru. Að þessu sinni verður Páskaferð- in 13 dagar, eða einum degi leng- ur en í fyrra. Verður flogið með íslenzkri flugvél til Kanarieyja með viðkomu, á írlandi eða Lissa- bon og þaðan beint til Kanarieyja. Dvalið verður á stænstu eynni, Tenerife,, þar sem gróður og nátt- úrufegurð er mest. Verður búið á glæsilegustu hótelum, sem þar eru til, Valle-Mar og Tenerife Playa, sem hefir einkasundlaug fyrir gest- ina, en hefir auk þess lálið nú breyta klettóttri strönd í baðstað með hvítum sandi, auk þess sem stórar sjólaugaf eru fyrir þá, sem ekki vilja synda í Atlantshafinu. Þar er dvalið í viku. Síðan flýgur vélin til Mallorka, þar sem dvalið verður í f jórar næt- ur á Hotel Bahia Place, sem er eitt bezta liótelið í Palma, höfuðborg Mallorka, stendur alveg við ,sjó- inn í miðborginni en hefir auk þess einkasundlaug. Þaðan er svo flogið til London, þar sem dvalið er einn sólarhring, áður en flogið er til Reykjavíkur. Hvlldar- og skemmtiferðir. SUNNA hefir valið þessi glæsi- legu hótel til dvalar, vegna þess að árleg viðskipti skrifstofunnar við þau fyrir stóra hópa gera það að verkum að tiltölulega ódýrt er fyrir SUNNUFARÞEGA að búa á þessum lúxushótelum, sem annars eru fokdýr, eins og margir vita. Meðan dvalið er á Kanarieyjum og Mallorka getur fólkið notið sólar, sjóbaða og hvíldar að vild, milli _þess, sem það tekur þátt í skemmtiferðum á landi, sem skrif- ; stofan gengst fyrir. Er margt fag- urt og skemmtilegt að sjá á þessum Paradísareyjum Suðurlanda. Fólk er þó alveg frjálst ferða sinna meðan dvalið er á Kanari- eyjum, Mallorka og Landon. En geta hins vegar notið aðstoðar og leiðsagnar hins íslenzka fararstjóra ef það vill og tekið þátt í ferðum þeim sem skipulagðar eru . Vika á Kanarieyjum, 4 nætur á Mallorka. Farið vcrður frá Reykjavík að morgni skírdags 11. apríl, og kom- ið til Kanarieyja að kvöldi sama dags. Komið er aftur til Reykja- víkur árdegis 23. apríl, sem er þriðjudagur. Þannig er ekki nema um fimm fulla vinnudaga að ræða, sem fólk missir í þessari 13 daga ferð, vegna þess hve margir frí- dagar falla til um þetta leyti. Að fenginni fyrri reynslu um vinsældir páskaferða SUNNU má gera ráð fyrir að þessi ferð verði fljótt fullskipuð og því vissara fyr- ir þá sem ætla að taka þátt í henni að panta timanlega. íslenzkir far- ar6tjórar eru að sjálfsögðu með í öllum páskaferðum SUNNU, svo að þátttakendur þurfa ekki frem- ur en þeir vilja að tala annað en íslenzku alla ferðina á enda. Gera má ráð fyrir því, að á Kan arieyjum verði hitinn um 30 stig. Þessar fögru eyjar veðursældar árið um kring var þegar á dögum Forn-Rómverja gefið nafnið „Para« dísareyjan" og mun flestum þykja það sannmæli, sem þeim hefir kynnst, og alla, sem þangað komf ast einu sinni langar þangað afturi Vegna þess hve eyjarnar eri. skammt fyrir norðan Miðjarðarlíni t undan ströndum Vestur-Afríki; er hiti svipaður allan ársins hrinc og vetur óþekkt fyrirbæri í rík. náttúrunnar. Á Mallorka-er hins vegar ekk nema 24-28 stiga hiti, en þó ei sumarið örugglega komið þangaf á þessum tíma síðari hluta apríl. | Islenzk flugvél alla leið lækkar ferðakostnaðinn um helming. | Eins og í fyrri páskaferðumi SUNNU er flogið með milliianda- flugvél frá Flugfélagi íslands, og bíður hún eftir farþegunum á stöð- unum. Með því móti flýgur véliri aldrei neitt tóm og því um fuli- komna sætanýtingu að ræða, sem gerir það að verkum. að ferðin öll er um helmingi ódýrari er vera myndi ef flogið væri með áætlun- arvélum og hver einstaklingur greiddi sinn hótelreikning sjálfur. Fargjaldið eitt á þeirri leið sem flogið er, kostar um 18.500 eftir hækkunina 1. apríl, en Páskaferð- ^ Frh. á 14. síðu. Í wwwtwwwwwwww „Dimmuborgir" ÞJÓBLEIKHÚSIÐ sýnir um þessar mundir nýtt íslenzkt leikrit, sem heitir Dimmu- borgir og er eftir Sigurð Bó- bertsson. Verkið hefur vakið verðskuldaða athygli, eins og ný islenzk leikrit gera að ölln jöfnu. Næsta sýning er í kvöld. — Myndin er af Vali Gíslasyni og Ævari Kvaran í hlutverkum. ALÞÝÐUBLADIÐ - 6. marz 1963 |,$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.