Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 15
Leyndardómsfuil
skáldsaga eftir
Hugh Pentecost
„Hún passaði bara vel í hlut-
verkið,“ sagði Nieky. „Auk þess
mundi hún vita um aukalykla.
Hún mundi vita hvar ætti að
ganga að þeim. Svo að hún tekur
lykilinn að bakdyrunum, rennir
sér niður þakið, opnar dyrnar og
fer inn, drepur Peg, og fer sið-
an upp aftur — og getur ekki
sett stólinn aftur fyrir dyniar.
Svo tekur hún aukalykilinn að
mínum dyrum, og opnar þær, svo
að það líi þannig út, að ég gæti
hafa gert það. Henni mundi þykja
vænt um, ef hún gæti söðlað mig
með þessu. Það var einu sinni,“
og það kom háðsblær í röddina,
„að ég saurgaði hinn göfuga kar
akter hennar með því aðreyna að
kyssa hana í aftursætinu á bíi
í partýi. Hún lét, eins og ég væri
holdsveikur. Ég var ekki nógu
góður fyrir hana.“
Læknirinn brosti með sjálfum
sér. Það var eins gott, að liann
liafði haldið Jeff fyrir utan þetta
samtal. „Þú sagðir okkur áður,
Nicky, að þú hefðir ekki heyrt
neinn opna læsinguna á dyrun-
um hjá þér.“
„Ég heyrði það ekki,“ sagði
Nicky. „En það varð ógurlegt
umstang, þegar Paul byrjaði að
æpa. Hún hefur sennilega orðið
fyrst út úr herberginu sínu og
þotið að mínum dyrum. í há-
vaðanum hefði ég ekki tekið eft-
ir neinu.“
„Hvers vegna tókstu Fern mcð
þér upp? Þú minntist ekki á
það.“
„Ég hafði hana ekki með mér
í fyrra skiptið,“ sagði Nicky.
f~ —
„Þegar ég fann lyklana, vissi ég,
hvað mundi gerast. Einmitt það,
sem gerðist Þau mundu segja,
að ég hefði sett þá þar sjálfur.
Svo að mér datt í hug,“ og hann
brosti sínu klóka brosi, „að rétt-
ast væri að finna þá aftur. Ég
fór niður og fékk Fern til að
koma upp með mér. Aumingja
fyilibyttan! Ég gerði mér ekki
grein fyrir, hvað hún var orðin
full. Hún var verri en ekkert
vitni.“
»>Og þú heldur, að Kay hafi
verið að ljúga, þegar hún sagði,
að lyklarnir hefðu ekki verið
þama fyrir tveim tímum?“
„Hvað. annað? Hún gat ekki
viðurkennt ,að þeir hefðu verið
þar allan timann, eða hvað?“
„Og þegar henni tókst ekki að
skrifa á blaðið, hvað Mark hefði
gert?“
„Ertu vitiaus?" Hlátur Nickys
var hár og óskemmtilegur. „Göf-
ugmannleg athöfn er göfugmann
leg athöfn, en hefði liún skrifað
á blaðið það, sem hún vissi, þá
var úti um hana. Enginn gerist
svo göfugur. Það var vel leikið.
Það kom þér og öllum öðrum til
að halda, að hún væri saklaus.**
„Að mínu áliti," sagði læknir-
inn, ,,er enginn saklaus ennþá.“
Hann horfði rólega á Nicky.
„Hvað var það, sem þú vissir um
Mark, sem valdið hefur því, að
hann hefur þolað þig öll þessi
ár?“
Það kom bros á munn Nickys.
„Ég er ekki viss um að mér gerðj
ist að því, hvernig þú orðar þetta,
læknir.“ Hann tók sígarettu upp
úr vasa sfnum, kveikti í hennl
og saug hana áfergjulega nokkra
stund. „Ég býst ekki við, að það
skipti svo miklu máli úr þessu,"
sagði hann. „Það kemur ekki að
gagni úr þessu. Og svo er það
djöfulinum fyndnara, þegar mað-
ur fer að hugsa út í það.“
Dr. Smith þagði og beið.
„Það var gamli maðurinn,"
sagði Nicky. „Litli tinguðinn hana
Marks. Blessaður karlinn hann
pabbi.“
„Hvað með hann?“
„Þú þekktir hann ekki, lækn-
ir — montinn og sjálfsánægður
gamall lilunkur. Náungi, sem gat
látið söfnunardiskinn ganga í
kirkjunni á sunnudögum og skor
ið mann svo á háls á mánudög- |
um. Jæja, hann hafði vandamál,
skal ég segja þér. Það var kven-
fólk. Honum geðjaðist að þeim,
en þeim ekki að honum. Hann
gat ekki leyft sér að káfsast upp
á þær, sem hann umgekkst. Svo
að, ja — niður hjá gamla járn-
brautarhótelinu í Riverton er, að
öllu heldur var, staður, gekk und
ir nafninu „Stofnunin". Fínar
frökenar, sem ekki kúguðu fé
út úr postulum bæjarins, en
höfðu stórfé út úr þeim með öðru
móti. Dómarinn var viðskipta-
vinur — góður viðskiptavinur."
Læknirinn hristi höfuðið hægt.
Þegar komið var inn úr ytra borð
inu á bæjarfélagi, gat það, sem
undir leyndist, verið stórfurðu-
legt.
„Ég átti heima í þessu hverfi,"
sagði Nieky. „Satt að segja var
ég oft vanur að sendast fyrir
þennan stað. Einn daginn sagði
bróðir minn mér, sem er lögga
að gera ætti allsherjarrannsókn
á staðnum. Ég gat ekki sagt þeim
frá þessu á staðnum, annars hefði
mér aldrei framar verið sagt
neitt. En ég liékk þarna í grennd
inni til að sjá, hvað gerðist. Um
fimm mínútum áður en árásin
skyldi gerð, sá ég Dómarann
ganga tígulega upp að bakdyr-
unum. Eins og ég sagði, þá verð
ur maður að taka tillit til alls.
Dómarinn var veigamesti og á-
hrifamesti náunginn í Riverton.
Ef ég nú gerði honum greiða?
Þá væri ég kominn í fína að-
stöðu, ekki satt?“
„Svo að þú aðvaraðir hann?“
spurði Dr. Smith.
„Ég kom lionum þaðan út um
það bil þrem mínútum, áður en
hálft lögregluliðið og öll salat-
fötin komu á staðinn", sagði
Nicky. „Það munaði litlu fyrir
gamla hlunkinn, og hann vissi
það vel.“
„Komdu á skrifstofuna til mín
um ellefu leytið í fyrramálið“,
sagði hann við mig. Ég er þér
mjög skuldbundinn, ungi mað-
ur, á meðan þú heldur þér sam
an um þetta mál.“
„Svo að ég hafði svolítinn
tíma til að hugsa minn gang. Ég
vissi, að hann mundi bjóða mér
peninga. Mér datt í hug, að
betra mundi vera fýrir mig að
hugsa lieldur um framtíðina, svo
að þegar hann situr þarna við
skrifborðið með ávísanaheftið
fyrir framan sig og segir mér
að nefna einhverja tölu, þá var
ég búinn að sjá hann út.
„Mér kæmi ekki til hugar að
taka við peningum", sagði ég
lineykslaður.
„Ég er starfsamur' ungur mað-
ur, sem er að reyna að komast
áfram í bænum. Það elna, sem
ég þai-f, er tækifæri til að hitta
rétta fólkið."
„Kirkjustólamir heim
n
Frh. af 16. síðu.
alls konar hús, — allt frá stór-
um kirkjustöðum niður í úti-
húsalireysi. Við eigum eftir að'
ná myndum og teikningum af
mörgum þessara húsa, áður en
þau verða rifin, öðrum þurf-
um við að halda við og endur-
byggja að einhverju leyti.
Að mínu áliti ber nauðsyn til
að varðveita eitt af hverri teg-
und í sinni upprunalegu mynd,
hin hljóta að hverfa. Stjórnir
byggðanna hafa eftirlit með við
haldi þesara friðuðu bygginga
undir yfirstjórn ákveðinnar forn
minjanefndar, þar til húsin hafa
verið ljósmynduð, teiknuð eða
þá endurbyggð, og þá er um
tvennt að ræða að Iáta þau
standa, þar sem þau hafa allt-
af staðið, eða flytja þau til
Þórshafnar, þar sem greiðari
aðgangur er að þeim fyrir fleiri.
Að mínu áliti á ekki að flytja
nema sum hús í slíka sýningar-
þyrpingu. Önnur hús eru eins
og vaxin upp úr því Iandslagi
þar sem þau voru reist í önd-
verðu, og þaðan má ekki flytja
þau. Þá tapa þau uppruna sín-
um. Önnur þola flutning frá
stað til staðar, án þess að
nokkru sé glatað.
— Og Kirkjubær er þessa
merkastur?
— Kirkjubær er kapítuli út
af fyrir sig. Þar er um að ræða
stórt biskupssetur frá miðöld-
um, þar sem bæði eru rústir
steinbygginga og timburstofur.
Allsherjarviðgerð fór fram í
sumar á timburstofunum 4~cim:
reykstofunni og stokkastofunni,
á kostnað Skógeigendafélags
Noregs.
— En eruð þið ríkir af grip-
um á þjóðminjasafninu í Þórs
höfn?
— Við eigum lítið frá vík-
ingaöldinni. Við höfum ekki
sömu aðstöðu og þið íslending-
ar og Norðmenn, sem hafið’
fundið víkingagrafir og þar í
alls konar fornminjar. Við fund
um fyrstu víkingagröfina árið
1956 og þar í hringprjón, sem
algjörlega ákvarðaði aldur graf
arinnnar. En það er líka það
eina, sem við höfum fundið,
scm talizt geta leifar víking-
i anna. Skammt þarna frá fund-
ust að vísu 12 grafir, — en
þar eð þetta var í sandi, hafði
j lítið sem ekkert varðveitzt.
I Enginn uppblástur hefur vís-
j að okkur veginn, og þessi elzta
I deild safnsins er fátækleg. Við
eigurn til dæmis ekkcrt einasta
sverð.
Svo kemur að þjóðlífsdeild-
inni, sem raunar er tvískipt.
Annars vegar eru ýmis konar
búsáhöld ög amboð frá byggð-
unum eða úr sveitinni. Hins
vegar er svo sjóvinnusafnið og
það er okkur mjög dýrmætt.
Þar eru ýmis konar veiðarfæri,
bæði til að veiða fisk og fugl.
Loks er ein deild með kirkju
gripum. Þar eigum við að vísu
fátt, en sumt gott, t. d. sér-
staklega merka Maríumynd og
Kristsmynd frá Kirkjnbæ. Þess-
ir gripir urðu eftir í Færeyjum,
þegar kirkjan í Kirkjubæ var
cndurbyggð árið 1874, — en
annars fóru þá flest allir kirkjn
gripimir á þjóðminjasafn Dana,
þar eð við áttum ekkert safn.
Nú er mikill áhugi á þvf f
Færeyjvm að fá þessa gripi
heim aftor. og eins og þið hróp-
ið Haiidritin heim, J)á berjast
Færeyíxxgar fvrir því að fá
þes«a gSmi'i prini heim. Það eru
ekki hvað sízt kirkjubekkimirj
sem mik*ð er um talað a3
þyrftu að koma. og við vonumst
til að endurheimta þá innaif
tíðar.
— En hvernig gengnr með
söfnvn forngrinanna, sem enn
hljóta að fvr»rfinnast hér ogí
þar um evíarnar? Iíafa erlend-
ir rænt þeim frá
ykkur?
— T»að gildir hið sama nm
Færeviar og cilt hefur hér á
íslandi. að v„s(i!r fær fiest það,
sem hann biðnr um. þótt heima
manni s.é hað ekki veitt. Því
miður hef'»r verið talsvert nnii
það, að útlendingar bafa keypt
hitt oir annað merkilegt fyrir
lítið v*»rð og far*ð með það úr
landi. Við vitum um ýmislegt,
sem hannig er giatað. Þar fóni
margir þeir gripir, sem ekkl
áttu að fara. en sífellt glæðist'
skilningiir fólksins á því, aH
þessir gripir eiga heima í Fær-
eyjum.
En það er vissulega margt,
sem er ógert og ekki þolir neina’
bið.
— Já, það er margt, — bæði
á andlega og verklega sviðinu.
Ömefnasöfnun, söfnun kvæða,
ævintýra, laga, ljóða, — við-
hald, endurbygging og ljós-
myndun hinna gömlu bygginga,
fleira og fleira, öllu þessu er^
óaflokið. Við erum að byrja..
En, það má ekki seinna vera að,
setja á fulla ferð, — liið gamla,
hverfur og glatast með hverj-,
um ný.ium degi. ,
— Og svo er það forngripnr-:
inn ykkar, sem ekki verðnr,
geymdur í koppum né kimuntt
ekki einu sinni á þjóðminja-M
safni, hversu veglegt sem það.i
kann að verða, — dansinn! Er
hætta á að erlendu ferðamenn-t
irnir, — nýir straumar utan úr
heimi, ~ kveði hann niður? J
— Vlð óttuðumst það um >
tíma, að dansinn væri að leggj t
ast niður, — en nú gætlr sí« i
vaxandi áhuga ungs fólks á t
dansinum og kvæðunum, svo >
að ekki er útlit fyrir, að hann 't
deyi, — að minnsta kosti ekki
um sinn.
— En er dansinn þá ekkt
hluti frelsisbaráttu hinnar upp
rennandi kynslóðar? 'I
— Það má vel vera. Ég tek ,
oft eftir því, að ungir menn '
koma á Landsbókasafnið og
biðja um hin gömlu kvæðl.
Þeir setjast niður, skrifa þau
upp, læra þau og dansa.
Það er alltaf dansaður fær-
eyskur dans eixtu sinni f vik*
i Þórshöfn og svo auðvitað oft-
ar, ef eitthvað sérstakt stenðor
til í hófum i heimahúsum o. Si
frv. Það er dansað árið um
kring, — nema ekki á föstunol.
— Nei, aldrei á föstunnl — og
aldrei á iangardögnm. — H.
ALÞÝÐUBLAÐH) — 6. marz 1963 15