Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 9
um þeirri síðustu, voru fremur
hörmuleg. Svo virtist sem bylt-.
ingarmaðurinn gamli, sem er rúm
lega sjötugur, stæði gagnvart
brostnum vonum. Ævistarf hans
virðist ekki lengur munu bera ár-
angur og það mun varla lifa eftir
daga hans. Af orðum hans sjálfs
má draga þá ályktun, að tilraun
hans. til þess að mynda „júgó-
slavneska þjóð“, Serba, Króata
Slóvena, Svartfellinga ÍMonte-
negromanna), Bosníumanna og
Makedóna, hafi mistekizt.
Ekki einu sinni minnihluti fylgi-
fiska kommúnista hefur komið til (
liðs við áætlun Titos, sem hann
taldi helzta pólitíska hlutverk
sitt. Þrjózka „stórserbneskra"
stjórnmálamanna, brjálæði Hitlers,
að því er snertir meðferð hans á
erlendum ríkjum, sameiginleg að-
stoð allra fjandmanna Þriðja rík-
isins; allt þetta hafði stuðlað að
.uppgangi Titos og komið honum
vel áleiðis. Ef horft. er um öxl,
hafa þessir þættir reynzt söguleg-
ir atburðir, sem hljóta að hafa
greitt fyrir einingarstarfinu í
'Júgóslaviu. En öll þessi gífurlega
og voldugu áhrif hafa ekki gert
kleift að neinu yrði áorkað gagn-
vart hinum miklu andstæðum
meðal, „suðyr-slavnesku“ þjóð-
anna.
Þót't vegurinn til sameiningar
hafi verið erfiður og sársauka-
fullur,- hafa jafnvel ekki grimmi-
legt vald tveggja einræðisstjórna,
serbnesks konungseinræðis og al-
þjóðfegs einræðis kommúnista, —
nægt ,til þess að yfirstíga menn-
ingarlegar, trúarlegar og söguleg-
ar andstæður þessara skyldu
þjóða, jafnvel ekki í litlum mæli.
Vegna þessara staðreynda, sem
Tito marskálkur hefur játað, birt-
ast bætt samskipti Júgóslava ann-
ars vegar og Sovétrikjanna og
annarra austantjaldsríkja hins veg
ar í algerlega nýju ljósi. Að sjálf
sögðu mun hinu einstæða fyrir-
bæri persónuleika Titos mar-
skálks og valdi hans takast að
halda hinum ólíku hlutum landsins
saman, með valdi ef nauðsyn
krefur. En mikilvægt einkenni
bætist við hinn óvenjulega per-
sónuleika þessa manns vegna
þeirrar staðreyndar, að hann sér
fyrir þær hættur, sem mun hylja
Júgóslavíu eins og stór skriða ef
hann mundi ekki lengur vera við
völd í Júgóslavíu einn góðan veð-
urdag.
Og áður en þessi dagur kemur
vill hann tengja örlög lands síns
höfuðborg kommúnista, Moskva,
nánum böndum og tryggja það, að
þróun mála eftir hans dag úti-
loki sérhvern möguleika á afskipt-
um afla, sem hann telur óæskileg
og hætluleg. „Leið Titos til kom-
múnismans” hafði hvað sem öðru
líður glatað mikilvægi sínu, til-
gangi sínum og hlutverki sínu, —
þegar þessi viljasterki maður varð
að gera sér grein fyrir og viður-
kenna, að „draumur hans um sam-
einaða Júgóslavíu" hafði farið út
um þúfur.
/ Frankf. Allgemeina”.)
(Úr „The German Tribune“
HVAÐ munduð þið halda að
stúlkan væri að gera? Fara í
bað til dæmis? Ónei, ekki al-
deilis. Hún er að auglýsa . . .
veggfóður. — Myndin er tekin
á alþjóðlegri vörusýningu I Ást-
ralíu og stúlkan er áströlsk, en
veggfóðrið (sem mestu máli
skiptjr) er enskt.
Verður hun-
ang norsk
útflutnings-
vara
Á einum fundi landbúnað-
■ arvikunni í Oslo var rætt
um býflugnarækt. Fyrrver-
andi formaður í félagi bý-
flugnaræktarmanna, T. J.
Bakken yfirlæknir, greindi
frá þeim möguleikum, sem
býfiugnaræktin hefur upp á
að bjóða. Núverandi formað-
ur félagsins, Per Hoel, skýrði
frá umbótum og aukningu á
þessu sviði.
Hann sagði, að miklir
tekjumöguleikar væru fyrir
hendi að auka þessa atvinnu-
grein, sérstaklega í Suður-
Noregi. Reynsla síðustu ára
■ héfur sannað, að Norðmenn,
•: geta hér náð miklum árangri.
Odd Rosenberg gerir þetta
mál einnig að umtalsefni í
blaöinu „Bóndinn og smái
neytendur“. Hann segir m.a.;
„Norska lyngið hefur þá kosti
til að bera, að við erum fær-
ir um að framleiða sérstaka
tegund hunangs, sem orðið
hefur mjög vinsæl í Þýzka-
landi og Englandi. En sem
stendur höfum við ekki get-
að í ríkum mæli gefið okkur
að útflutningi á hunangi, því
að ‘. innanlandsmarkaðurinn
hefur gleypt alla framleiðsl-
una og vel. það. En hér eig-
um við kost á útflutningsvarn
ingi, ef þessari framleiðslu
verður sinnt sem skyldi. Hér
þarf að leggja áherzlu á gæði
vörunnar. Til að ná þvi
marki höfiun við öll ytri skil-
yrði, eri helzt er það kunn-
áttufólk í þessum iðnaði, sem
okkur vantar. Þessi fram-
leiðsla byggist mjög á sér-
fræðilegri þekkingu.“
Það sýnir mikilvægi hun-
angsframleiðslunnar í Noregi
að þessi framleiðslugrein
skuli hafa verið tekin á dag-
skrá norsku landbúnaðarvik-
unnar.
Nauðsyn á heildarskipu-
lagi vinnuhagræðingar
FYRIR Skömmu var minnst á
nýjar kaupgreiðsluaðferðir hér í
þessum þætti og þann síaukna á-
huga, sem nú er fyrir ákvæðis-
vinnu.
Þessi alda hefur ekki aðeins ris-
ið hér á landi, heldur eru faldar
hennar sýnilegir í flestum löndum
Evrópu. Víðast livar eru gerðar
raunhæfar ráðstafanir til að mæta
þessarri breyttu tillögun.
Þeir, sem taldir eru hafa bezt
mætt þeim byrjunarörðugleikum,
sem slíkar nýjungar hafa óhjá-
kvæmilega í för með sér, eru Norð
menn og Hollendingar.
Undirstaða hins breytta fyrir-
komulags er að sjálfsögðu gagn-
kvæm samvinna vinnukaupenda og
vinnuseljenda. Norðmenn hafa
með hliðsjón af þessum staðreynd-
um þegar gert sérstaka málefna-
samninga til styrktar samstarfinu
og hinu nauðsynlega trúnaðarsam-
bandi.
Enginn, sem komizt hefur í snert
ingu við þessar nýjungar í vinnu
rannsóknartækni, efast um að hún
muni hér á landi fara ört vaxandi
á næstu árum og ber því brýna
nauðsyn til að skipuleggja nauð-
synlégan undanfara þess, að svo
geti orðið.
Tortryggni og eðlisbundin vara-
semi beggja aðila, mun hér reyn-
ast örðugasti hjallinn, eins og
reynsla undanfarinna ára sannar
um samskipti þessara aðila._
Brýna nauðsyn ber því til að
ijndirbúningur sé ekki dreginn á
langinn, þangað til hnútarnir hafa
herzt svo að þeir eru vart leys-
anlegir — og grípa verður til
hnífsins og skera á hnútana með
valdboði ofari frá.
Þetta ástand gæti hæglega skáp
azt, ef einstakir vinnustaðir fara
: með „prívat“ samkomulagii við
I fólkið á þeim vinnustað að prófa
'sig áfram í þessum efnum, án
Iþess að um nokkurt heildarskipu-
lag þessara prófana sé að ræða,
i af beggja hálfu. Hér er e.t.v. sam_-
i ið um allt annan hlut en í Hafn-
1 arfirði. Þriðja útgáfan kemur svo
á Akureyri eða í Vestmannaeyj-
um. Þannig hefði þróun þessara
mála hlaupið fram fyrir. hugsan-
leg yfirráð verkalýðssamtakanna
og vinnuveitenda, með þeim af-
leiðingum að hvorugur aðilinn
fengi nokkru ráðið um frekari
framvindu þeirra.
Vinnugreining, tímarannsóknir,
framleiðslunefndir (eða samstarfs-
nefndir), starfsmat, allt eru þetta
l undirstöðuatriði þeirrar þróunai-
að breytt verður um kaupgreiðslu-
aðferð með hliðsjón af afköstum.
— Allt verða þó þetta vafasöm at-
riði án þess að um fullt og samn-
ingsbundið samstarf sé að ræða.
Norðmenn hafa gert um þetta
sérstaka samninga þannig að sam-
tökunum er tryggð forysta og á-
hrifaréttur um gang mála og
framkvæmd þeirra er í höndum
beggja aðila.Upplýsingar um samn
inga þessa eru mjög ýtarlega skýrð
ar í Tímariti Iðnaðarmálastofnun-
arinnar IÐNAÐARMÁL 4. hefti
1961 og 4-5 hefti 1962, og ættu all
ir sem mál þessi láta sig skipta að
kynna sér vel og rækilega, því að
í þeim er mikill fróðleikur sem
sjálfsagt mætti nokkuð af læra.
Þessar línur eru til þess skrifað-
ar að vekja athygli á málum, sem
ekki þola langa bið um skipulagð
ar framkvæmdir.
að um allmörg fyrirtæki sem samið
jhafa í einhverju formi um frum-
prófanir í þessum málum og nær
er mér að halda, að heildarsamtök-
in hafi þar lítil áhrif á gang mála.
— Þannig má við því búast psS til
alvarlegra árekstra geti komið,
sem erfiðara verði að leysa, og
kunni a að reyriast lítt leysanlegir
ef samningsbundið samkomulag um
frámkvæmdina er ekki gert hið
fyrsta
Slík óheillaþróun verður þjóð
inni allri til tjóns og þá mest'
þeim, sem minnst mega sín fjár-
hagslega.
wwwvwmrwwwwwwwirwwwwwwmrvwTyvrmrwvwitrvi*
TveSr
styrkir
til sum-
arnám-
skeiða
ÞÝZK stjórnarvöld bjóða fram
tvo styrki handa islenzhum stúd-
entum eða kandidötum til að
sækja þriggja til fjögurra vikna
sumarnámskeið við háskóla í Sarii
bandslýðveldinu Þýzkalandi á
sumri komandi. Hvor styrkur
nemur 500 þýzkum mörkum, en
_ auk þess fá styrkþegar 580 mörk
Þegar er vit- til greiðslu ferðakostnaðar. Uni-
' sækjendur skulu vera á aldrinum
20—30 ára.
Námskeið þau, sem hér um ræð
ir. eru haldin við ýmsa þýzka há-
skóla og eingöngu ætluð útlend-
ingum. Fjalla þau um mismunandi
efni varðandi þýzka tungu, menn
ingu, listir, efnahagsmál o. fl.
Þess skal getið, að ungum hljóm-
listarmönnum, sem styrk hljóta,
gefast kostur á að sækja hljómlist
arhátíðir í stað námskeiða. f stað
þess að veita tvo styrki til að
sækja framangreind námskeið,
kemur til greina að veita einn
styrk til að sækja tveggja mánaða
þýzkunámskeið á vegum Goethe-
Institut, og mundi styrkfjárhæðin
þá nema 1.200 mörkum auk 580
marka til fargjalda.
Skrá um námskeiðin, sem um
er að velja, og nánari upplýsingar
um þau, fæst í menntamálaráðu-
neytinu, Stjómarráðshúsinu við
Lækjartorg. Þar fást og sérstölc
umsóknareyðublöð, og skal um
sóknum, ásamt tilskildum fylgi-
gögnum, komið til ráðuneytisins
eigi síðar en 15. marz n.k.
(Frétt frá Menntamálaráðuneyt
inu).
v
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. marz 1963 $f}