Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 7
BÆKUR GAMLAR ! CM þessar mundir stendur sfir í Leningrad sýning, sem haldin er í tilefni þess, að nú eru 650 ár liðin frá fæðingu hins fræga ítalska rithöfundar Giovanni Bocaccio. Á sýningunni eru til sýnis ýmis af verkum hans, sem gefin voru út á Ítalíu á fimmtándu öld. Þar á meSal er feneyska útgáfan af bók- inni „Um fjöll, skóga og læki“, sem kom út árið 1473, Ameto, sem i kom út fjórum árum síðar, Ætt- 1 fræði guðanna, frá 1487 og meist- araverkið, sem aflað hefur honum mestrar frægðar, Decamerone,- sem kom út 1498. Á sýningunni eru einnig nokkur af verkum hans í rússneskum þýð- ingum, og sömuleiðis verk rúss- nesfcra fræðimanna um þennan ítalsfca skáldjöfur. MISTÖK ÞAÐ vildi nýlega til í Prag, aff járnbrautarvagn hlaðinn jarðar- berjasafa var tengdur rangri lest viff tékknesku landamærin. í staff þess að fara til sultuverksmiðju í Berlín lenti vagninn hjá rafleiðslu verksmiðju i Tékkóslóvakíu. Verkamennirnir þar athuguff ekkert nánar, — töldu sjálfsagt að í honum væri ein- angrunarefni utan um rafleiðsl- umar. Innihaldi vagnsins var þvi hellt í sjóðandi olfu eins og venja um það efni sem átti að vera í vagninum. Kommúnista- sem gefið er út í þessum verksmiðjubæ, hefur nú sett of- aní við verkamennina, sem ekki athuguðu hvað stóð á vagninum. í blaðinu stóð: „Á það ber að leggja áherzlu, að æt(ð verður að fylgja hinni sósíalisku afstöðu viff vinnuna“ þá vitum við það. Helgi Hjörvar mun sennilega kunnastur útvarpsmaður allra núlifandi íslendinga. Undanfarið hefur Helgi lesið útvarps- sögu barnanna, Vistaskipti, eftir Einar H. Kvaran. í kvöld klukkan 18.00 er fjórði lestur sögunnar og sögulok. STARFSMENN flugfélagsins ! virtust ekkert kippa sér upp við það þátt handtaska Gene Bank fyndist ekki. Gene Bank belð í tvær klukkustundir á flugvellin- tim í San Fransisco og allt kom fyr ir ekki, það bólaði ekkert á hinni týndu tösku. Að tveim klukkustund «m liðum komu starfsmenn flug- félagsins meff sérstat eyðublaff, Nú er þa!f svart mamma. Pabbi er farinn tii Washington og hefur tekið skóSatöskuna mína í misgripum fyrtr skjala- töskuna sína. fyrir týndan farangur, sem hann skyldi útfylla. Hann útfyllti eyffublaðiff í ró- legheitum, en nokkrum mínútum eftir að hann hafði fyllt þaff út kom taskan í leitirnar. En nú var annað svipur á starfsmönnum flug félagsins og nú var lögreglan kom in í máliff. Þar sem skýrt skyldi frá inni- haldi töskunnar á eyffublaðinu hafði Bank skrifað: Fjögur pund af heróin, 6 marijuana vindling- ar, 8 rakettur og rauður innislopp ur. Allir voru fullir eftirvæntingar, þegar taksan skyldi opnuð. í henni reynist aðeins vera einn rauður innisloppur. — Ég beið í tvær klukkustund- ir, sagði Bank, og ekkert var gert. Ég vildi bara koma svolitlu fjörl í leitina, — og það tókst. Einn af þeim sem önnuffust leytina sagði: Ég skil þetta vel. Hann gerðist ekki brotlegur viff nein lög, þótt hann færi svona aff þessu. Ég hef sjálfur lent f því að týna tösku á þennan hátt, og hann á samúð mína óskipta. ÞRJÁR NÝJAR KVIKMYNDit MiCHAEL Cacoyannis tilkynnti nýlega að hann byggðist á næst- unni gera þrjár kvikmyndir í Grikklandi. Vonast hann, að sjálf- sögffu til, að þessum kvikmyndum verði jafnvel tekið og „Elektru". Þessar kvikmyndir verffa: „Grikkinn Zorba“ meff Antony Quinn í aðalhlutverkinu, „Iphing- ene “ Evrípídesar með Elli Lam- betti og „Captain Mihalis", en í þeirri mynd mun Burt Lancaster Ieika aðalhlutverkið. FJÓRIR tilvonandi amerískir geim farar munu innan skamms verða lokaðir inni í einu herbergi, — og þar verða þeir að dúsa hvorki meira né minna en hálft ár. Er þetta einn liffur í þjálfun þeirra til undirbún- ings ferðalögum tii fjarlægra hnatta. u. -SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLK - Hvers konar náungi er Siggi að þínum dómi? — Hann flýtir sér alltaf a3 þrífa stólinn ef þarf aS flytja píanó. I ★ Hún: í hvert skipti, sem ég lít á þið verður mér hugsað til eins af mikilmennum sögunnar. Hann. Hver er það? Hún: Darvvin. ★ — Kalli var að koma heim og hafði fengið sér einum of mikið. j — Ef þetta væri í fyrsta skipti, ■ sem þú kemur fullur heim, sagði frúin, þá gæti ég fyrir gefið þér. En þú komst draugfullur heim einu sinni í nóvember árið 1916, ★ - Hverig gengur konunni þinni að grenna sig? — Alveg prýðilega. Hún hvarf í fyrradag. ★ Jóna: Svo þið Tom ætlið að fara að gifta ykkur. Ég hélt þetta væri bara daður hjá ykkur. Jóna: Það hélt nú Tom líka.^ Læknir víð ríkan sjúkling: Þér eruð hörmulega á yður kominn. Ég ráðlegg yður að hætta aö leika golf um tíma, og hvíla yður heldur á skrifstofunni. ★ Yfirþjónninn: Vill herrann spánsk an, ítalskan eða franskan mat? Viðskiptavinur: Mér er alveg sama. Ég ætlaði að fá eitt soðiö egg- ★ Rithöfundurinn: Húrra, ég fékk fimm hundruð krónur fyrir síðustu sömma mína. Vinurinn: Frá hverjum? i Rithöfundurinn: Frá póststjórn- inni. Þeir týndu henni nefnilega fyrir mér. ★ Gesturinm Lekur þakið hjá ykk- ur alltaf svona? Hótelhaldarinn: Nei, herra minn- Aðeins þegar rignir. ★ Heyrið þér mig þjónn. Þessi flibbahnappur var í súpunni minni. Þakka yður kærlega fyrir. Ég er mikið búinn að léita að honum. Frúin: Hvaða refsing væri réttlát á mann, sem biður sér konu og neitar svo að giftast henni? .. Bóndinn: Nú hvað annað en, að neyða hann til að giftast henni. Miffvikudagur 6. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl, —• 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 9.10 Vfr. — 9.20 Tónl.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Viff vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Annar lestur sögunnar „Gestir" eftiv Kristínu Sigfúsdóttur. -15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.00 Vc'ð'- urfregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleíkar). 17.40 - Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Vistaskipti" eftir Einar H. Kvaran; IV. , (sögulok) (Helgi Hjörvar). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19,30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Sæmundur Auðunsson skipstjóri talar um örýggl á sjó. | 20.05 Tónleikar: Lúðrasveit útvarpsins í Leipzig leikur; Otto Kayser stjórnar. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafs saga helga; XVIII. (Ósfcr ar Halldórsson cand. mag.). b) Sigurður Jónsson frá Brún fei* með frumort kvæði. 21.00 Föstuguðsþjónusta í útvarpssal. — Prestur: Séra Sigurður Pálsson á Selfossi. Organleikari: Jón Þ. Þórarinsson. Stúlkur úr BaiTiamúsikskólanum syngja. 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (21). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið“ eftir Fred Iloyle; V. (Örnólfur Thorlacius). 22.40 Næturhljómleikar: Dr. Róhert Abraham Ottósson stjórnar tónleikur í Jerúsalem 15. nóv. sl. — 23.25 Dðgskráriok. HIN SfÐAN ALÞÝÐUBLAÐI0 - 6. marz 1963 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.