Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 3
Sylvia Stahlman er óefað ein fallegasta söngkona, sem sungið hefur
með sinfóníuhljómsveitinni. Við hlið hennar er herra Strickland.
a
sinfóníutónleikum
HINGAÐ er komin amerísk só-
pransöngkona, Sylvia Stahlman, og
mun hún syngja einsöng með Sin-
fóníuhljómsveit íslands næstkom-
andi fimmtudag. — Tónleikarnir
verða að vanda haldnir í Háskóla-
bíóinu og hefjast kl. 21.
Sylvia Stahlman kemur hingað
frá Frankfurt am Main, en hún
liefur staríað við óperuna þar í
fjögur síðustu ár, og er fastráðin
við þá sömu óperu tvö ár til víð-
bótar.
Hún er borin og farnfædd í
Tennessee, þar sem hún kom fyrst
WWlWtWMWVWWWW*
Kaupa hús
STYRKTARFELAG lamaðra
og fatlað'ra hefur nú fest
kaup á húsinu Reykjadalur í
Mosfellssveit. Fær félagið
þar. mjög góðan stað fyrir
starfsemi sína, þar sem land-
rými er nóg og heitt vatn.
Ilúsakynni eru einnig mjög
góð.
WWWWMMlmMIIHMMMmi
fram opinberlega. Síðan fór hún
til New York og þaðan hefur leið-
in legið frá einu óperuhúsinu til
annars víða um heim. Gefnar hafa
verið út hljómplötur með söng
hennar.
Þetta er ekki í fyrsta sinni, sem
Sylvia Stahlman syngur með hljóm
sveit sem herra Striekland, stjórn-
andi Sinfóníuhljómsveitar íslands,
stjórnar. Þau hafa unnið saman
áður, bæði í Bandaríkjunum og í
Berlín.
Blaðamenn ræddu við söngkon-
una í gærdag. Hún greindi frá því,
að hún mundi aðeins syngja einu
sinni- með sinfóníuhljómsveitinni
á opinberum hljómleikum, en auk
þess kæmi hún fram í útvarpinu.
Á sinfóníutónleikunum verður
fluttur forleikur og söngvar úr
Egmond-harmleiknum eftir Beeth-
oven, 7 ljóð eftir Alban Berg, og
tvær aríur eftir Puccini, — /mu
úr Turandot og Gianni Schichi.
Auk þessa leikur sinfoníuhljóm-
sveitin sinfóníu nr. 4 í A-dúr eft-
ir Mendelson, (ítalska sinfónían).
Söngkonan sagðist hafa mest dá-
læti á Mozart af öllum tónskáldum,
— en aðspurð um nútímatónlist,
Framh. á 14. síðú.
★ NÝJIJ DELHI: Nehru, forsæt-
isráðherra Indlands, sakaði Kín-
verja um það á þriðjudag, að
reyna að gera vinsamleg tengsl
Indverja og Pakstana að engu.
Hann kvað Indverja mundu ekki
geta viðurkennt hinn nýja landa-
mærasamning Kínverja og Pak-
istana, enda væri samningurinn
ólöglegur. Peking-stjórnin reyndi
að eyða vinsamlegum samskipt-
um þjóða í Asíu og koma vand-
ræðum af stað.
★ RABAT — Jarðskjálfti varð
á þriðjudag í þorpi einu um 90
mílur norðaustur af Rabat, höfuð-
borg Marokkó. Ekki er vitað um
manntjón eða skemmdir á eign-
um.
★ QTJEENSTOWN, Suður-Afr-
íku:: Afríkumaður nokkur hefur
verið dæmdur til dauða og 20 aðr-
ir til fangelsisvistar fyrir að hafa
reynt að ráða af dögum blakkan
embættismann, sem stjórn Suður-
Afríku hafði skipað. Fólk þetta
var fangelsað í Transkei-héraði
eftir bardaga við Iögreglu stjórnar
innar í desember. Það er sagt til-
heyra leynilegum samtökum
hryðjuverkamanna.
★ HAVANA: Raoul Castro, bróð-
ir einræðisherrans, sagði á stjórn-
málafundi í Havana á þriðjudag,
að Kúbubúar yrðu að reyna að
leysa vandamál sín af eigin ramm-
leik. Ekki væri ávallt hægt að
biðja kommúnistaríkin um að-
stoð.
Athugun Bunche
i Jemen er Bokið
Aden, 5. marz. |
DR. RALPH Bunche, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SÞ fór áleiðis
til Kaíró í dag á leið sinni til New
York frá Jemen þar sem hann hef
ur dvalizt í þrjá daga að beiðni U
Thants aðalframkvæmdastjóra lil
þess að athuga hvað unnt sé að
gera til þess að minnka spennuna
á þessum slóðum.
Við brottförina frá Aden hóp-
uðust að honum fylgismcnn' lýð-
veldisstjórnarinnar í Jemen með
spjöld, sem á voru letruð ýmis
vígorð. Lögreglan fjarlægði
spjöldin.
Sallal forseti Jemen tjáði Bun-
chei að hann vildi frið milli Araba-
þjóða. Þeir ræddust við í þrjár
klukkustundir. Bunche mun gefa
U Thant skýrslu um ferð sína.
★ Sir Patrich Dean, fulltrúi
Breta hjá SÞ, sagði í dag, að ásak-
anir Jemen á hendur'Bretum um
árás gegn Jemen væru ósannar.
Jemenstjórn sagði í bréfi til Ör-
yggisráðsins í síðustu viku, að
Bretar hefðu sent hermenn inn í
Jemen til þess að hjálpa njósnur-
um frá Saudi Arabíu og bað ráð-
ið að koma í veg fyrir að Bretar
gerðu þetta.
Sir Patrick sagði, að Jemenbú-
ar hefðu sent hermenn inn í Sam-
bandsríki Suður-Arabíu, sem er
undir brezkri vernd, og skotið á
landamæravörð.
Frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana
Lýsa yfir alvar-
legri óánægju
MÁNUDAGINN 4. marz 1963 var j
haldinn almennur félagsfundur í!
Starfsmannafélagi ríkissSofnana'1
og var fundarefnið kjaramál ríkis-
starfsmanna.
í lok fundarins var borin fram
og samþykkt eftirfarandi tillaga:
Almennur félagsfundur Starfs-
mannafélags ríkisstofnana, hald-
inn mánudaginn 4. marz 1963, lýs-
ir alvarlegri óánægju sinni og
undrun yfir þeim tilboðum, sem
ríkisstjómin hefur lagt fram í yf-
irstandandi samningum, þar sem
verulegum hluta opinberra starfs-
manna eru ekki boðnar neinar
verulegar kjarabætur vog sumum
jafnvel ætluð lægri laun, en þeir
hafa nú. Er þetta því furðulegra
sem laun opinberra starfsmanna
eru yfirleitt mun lakari en tíðkast
á frjálsum vinnumarkaði, en í lög-
um um samningsrétt er einmitt
mælt svo fyrir, að við ákvörðun
launa skuli hafa hliðsjón af kjör-
um launþega, sem vinna við sam-
bærileg störf hjá öðrum en ríkinu.
í því sambandi má benda á, að
kjarasamningar ýmissa launþega,
sem starfa ekki hjá því opinbera,
kveða á um lágmarkslaun og gefa
því ekki rétta mynd af launakjör-
um.
Fundurinn vottar Kjararáði
BSRB þakkir fyrir, hvernig það
hefur haldið á samningamálum op-
inberra starfsmanna og gætt þess
að forðast áróðurskenndar yfir-
lýsingar og pólitíska togstreitu í
sambandi við þau. Væntir fundur-
inn þess, að hinn samningsaðilinn
hagi málflutningi sínum á jafn á-
byrgan hátt.
WMWWMMWMWWMWWWW
Verkfallið í Frakk-
andi breiðist út
París, 5. marz.
500 ÞÚSUND verkamenn lögðu
niður vinnu um tíma í dag í sam-
úðarskyni við verkfall námaverka-
manna.
Franska stjórnin hefur skipað
námaverkamönnum að hefja vinnu
á ný. Ef skipunum hennar verði
ekki hlýtt eigi þeir á hættu að
sæta refsingu og liafna í fangelsi.
Verkfallið hófst sl. föstudag og
krefjast verkamenn hærri launa,
en einnig vilja þeir verja verk-
fallsrétt sinn.
Það voru póstmenn, símastarfs-
menn, rafvirkjar og járnbrautar-
starfsmenn, sem lögðu niður vinnu
í nokkrar mínútur í dag, en jafn-
framt þessu breiddist verkfall
námaverkamanna meira út. Neð-
anjarðarjámbrautarlestir gengu
ekki í stundarfjórðung af þessum
sökum.
De Gaulle forseti segir, að
verkamennirnir verði að snúa aft-
ur til vinnu vegna þess, að kola sé
þörf á heimilum og í verksmiðj-
um.
Sigurður Bernd-
sen
SIGURÐUR Berndsen, fjármála-
maður, er látinn. Hann lézt að.
heimili sínu I gærmorgun eftir að
hafa legið veikur af inflúenzu.
Indónesar ásaka
Búlgaríustjórn
Jakarta, 5. marz.
MÚHAMEÐSTRÚARSTÚD-
ENTAR í Indónesíu hafa sent
Búlgaríustjórn bréf og skor-
að á hana að hjálpa Afríku-
stúdentum í landinu í stað
þess að breyta gegn þeim.
í bréfinu er búlgarska
stjórnin sökuð um grimmd í
garð afrískra stúdenta í Iand
inu. Einnig er hún sökuð uni
að neyða þá til þess að Iæra
um kommúnisma.
Um 100 afrískir stúdentar
hafa farið frá Búlgaríu síð-
astliðinn hálfan mánuð vegna
kynþáttamisréttis. Þeir hugð
ust stofna samtök með sér,
en var bannað það.
Í /,' ' ■
HER SÞ. í KONGO
FLUTTUR BURTU
New York, 5. marz.
FRÁ því hefur verið skýrt í aðal-
stöðvum SÞ, að brottflutningur
hersveita SÞ í Kongó sé hafinn.
5.600 indverskir hermenn eru
reiðubúnir að fara um borð í tvö
bandarísk skip, sem flytja munu
þá heim til Indlands.
Alls hafa Sameinuðu þjóðirnar
13 þús. hermenn í Kongó og er
talið, að um 7 þús. verði fluttir
burtu. Auk indversku hermann-
anna munu hermenn frá Malaya
og Indónesíu fara frá Kongó.
★ Kíkisstjórn Ghana hefur farið
þess á leit við Öryggisráð SÞ, að
hafin verði ný rannsókn varðandi
lát kongóska stjórnmálaforingj-
ans Patrice Lumumba 1961. Sér-
stök rannsóknanefnd SÞ hefur
rannsakað dauða hans, en Ghana-
stjórn mun vilja nákvæmari rann
sókn.
BALDUR ÓSKARSSON
„DAGBLAÐ"
ný skáldsaga
NÝ ÍSLENZK skáldsaga er ná
komin á markaðinn. Heitir þún
„DAGBLAÐ", og er eftir ungan
blaðamann og rithöfund, Baldur
Óskarsson. Bók þessi fjallar um
blaðamann og blaðamennsku. Hún
er 125 bls. að stærð, og er allur
frágangur mjög glæsilegur. j
Baldur Óskarsson sendi fyrir
nokkru frá sér smásögur, og nefnd
ist sú bók „HITABYLGJA". —
Vakti hún á sínum tíma mikla
athygli. , >
- 6. marz 1963 3