Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 16
" viðtal við Sverri Dahl SVERRIR DAHL ÞAÐ er víst ekki gott að ná ; teki á hálum ál, en ekki virðist auðveldara að ná tali af þjóð- minjaverði Færeyja, Sverri Dahl, sem staddur er hérlendis þessa dagana. Hann kom, sem kunuugt er, til þess að vera viðsíaddur afmælishátlð Þjóð- minjasafns íslands. En Dahl á hér margt góðra viiía; og margt er það, sem hann vill skoða á íslandi, áð- ur en hann leggur aftur úí á úfnar öldur Atlantshafs ins með Alexandrinu drottn ingu. Fyrirlestrahöld og kvik- myndasýningar fyrir Færeyja vini taka einnig sinn tíma. : Þaö var því hægara sagt en gert að ákveða einhvern tíma til viðtals, — en þolinmæuln þrautlr vinnur allar. —■ Hvenær var þjóðminja- sáfn Færeyja stofnað? Bmgó í Hafn- — Ja, nú er ég búinn að segja þetta svo oft, að ég veit varla hvernig ég á að koma or<7 um að því. Um síðustu aldamót vaknaði fyrst með þjóðinni til- finning fyrir gildi fornminj- anna og vörzlu þeirra. En þjoo- minjasafnið varð ekki opinber stofnun fyrr en árið 1952. — Og þú varðst þá strax þjóðminjavörður? — Já, ég varð það, én ég er fyrsti Færeyingurinn, sem lærir fornleifafræði. — Hvernig kom þér þaö þá í’hug? — Ja, það er ekki gott að segja. Ég ólst nú upp í gömlu húsi frá 1879, prestseturshúsi í Þórshöfn, og ég fór strax sem strákur að hafa áhuga á þessu gamla. — Faðir þinn, Jakob Dahl, var prófastur Færeyja, var ekki svo? — Jú. Hann var fyrst prest- ur á Suður-Straumey, síðar prófastur Færeyja og sat alla tímann í Þórshöfn. Hann þýddi hluta af gamla testamentinu á færeysku svo og nýja-tesfa- mentið. Auk þess orti hann tals vert af sálmum. — Þú yrkir ekki? — Nei, bróðir minn yrkir aft- ur á móti. Hann hefur fengið það allt í arf. — Viðvlkjandi fornminjun- um. Hefur ekki talsvert af forn minjum ykkar farið til Dan- merkur? — Jú, mikið. . — Og annað hefur glatazt og týnzt? —Já. Eitt af því fyrsta, sem lögþingið gerði, þegar við feng- um heimastjórn og löggefandi þing í sérmálum árið 1948, var að setja lög um friðun ýmissa gamalla bæja og húsa út um allar eyjar. Þetta eru Framhald á 15. síðu. s£mm> 44. árg. - Miðvikudagur G. marz 1963 - 54. tbl. Póstmeistari um óánægju bréfbera: kki lai skerðin „SVO sem yður er kunnugt, hafa riði er, að bréfberum er skipað verið örðugleikar á útburði pósts- að bera út póst einu sinni á dag ins, sem stafa af þvl, að starfsliðið I tvö hverfi I vinnutíma sínum, í hefur ekki verið fullskipað, ekki stað þess, að bera út póst tvisvar fengizt hæfir menn til starfa og j I sama hverfi I vinnutíma. Ákvæði ennfremur vegna veikindaforfalla þetta er aðeins sett til bráðabirgða, starfsmanna. Af þessum ástæðum verður ekki hjá því komizt að gera nokkrar breytingar á fyrirkomu- Iagi útburðarins um stundarsakir. Hefur því verið ákveðið I sam- ráði við póst- og símamálastjóra, að bréf verði borin út einu sinni á dag I stað tvisvar, í þeim tilfell- um og I þeim útburðarhverfum, sem það verður talið nauðsynlegt hverju sinni“. „Þess skal getið, að þegar vinna bréfbera gengur fram yfir klukkan 17,30, en þá hefur hann lokið föst um vinnatíma plús Vs klst. um- saminni yfirtíð, skal yfirvinna reiknast frá þeim tíma sem áður, en í þeim tilfellum skal bréfberi mæta I pósthúsinu að lokinni vinnu til afstimplunar“. Þannig hljóðar boðunarbréf það, er póstmeistari, Matthías Guð- mundsson, sendi varðstjórum bréf beradeildar Pósthússins. Bréf þetta hefur valdið deilum milli bréfbera annars vegar og yfirmanna hins vegar. Álíta bréfberar, að einkum tvö ákvæði þessa bréfs skerði kjör þeirra og réttindi. Annað þetta at- vegna mikilla veikindaforfalla, og þess að ekki hafa fengizt hæfir menn til starfans. Venjulega hef- ur þeim hverfum, sem voru án bréfbera, verið þannig sklpt á milli starfandi bréfbera, að þeir hafa borið I "hverfin eftir vinnutima sinn á kvöldin, eða eftir kl. 17,30. Hefur þá pósturinn borizt seint i þau hverfi, sem vantaði bréfbera til útburðar I. Á þessu var ráðin Framh. á 11. síðu tJHIfi VINSÆLA bingó Alþýðu- ♦ílokksfélagsins I Hafnarfirði verð- *«r næstkomandi fimmtudag, 7. •anarz, og hefst klukkan 8.30. Meðal , vinninga er til dæmis armbands •túr, staiidlampi og „transitor“- út- i varþstæki. Miðapantanir I síina '60499, STJÓRN MÚRARA MEISTARAFÉLAGS- INS ENDURKJÖRIN MÚRARAMEISTARAFÉLAG Reykjavíkur hélt aðalfund sinn 25. febr. síðastliðinn. Á fundinum var stjórn félagsins öll endurkjörin, en hana skipa þessir menn. Formaður Guðmundur St. Gísla- son. Varaform, Jón Bergsteinsson. Ritari Þórður Þórðarson. Vararit. Sigurður .1. Helgason. Gjaldk. Ólafur Þ. Pálsson. Fundurinn var vel sóttur og rikti áhugi og einhugur um mál- efni stéttarinnar. Ostasýning KJÖRBÚÐ SÍS í Austur- stræti hafði í gær ostakynn- ingu, sem var vel sótt. Fengu þeir sem vildu, að bragða á þeim ostategundum, sem þarna voru á boðstólum, og hefur það ugglaust ekki dreg ’íáð' úr aðsókninni. Margar tegundir osta voru þarna til sýnis og virðist framleiðsla á þessum mjólkurafurðum hafa aukist töluvert að und- anförnu, en hingað til hefur ekki verið um mjög auðugan garð að gresja. Kynningar, sem þessar mælast yfirleitt vel fyrir hjá húsmæðrum og eru til eftirbreytni. WWWWVWWWWWWWVWVWWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.