Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK. 3 Og í öðru lagfi, að íslendingar eigfi vald á öllum málum sínum sjálfir. Vitaskuld geta þeir falið Dönum eitthvað af þeim málum, eftir bví sem um semst, um lengri eða skemmri tíma. En þau mál geta þeir þá sjálfir tekið að sér úr hönd- um Dana, hve nær sem þeim sýn- ist. Og þegar Islendingar fela Dönum einhver erindi, er sjálfsagt þeir greiði þeim fult endurgjald fyrir rekstur þeirra, — til dæmis umsjón utanríkismála og strand- varna. Á hinn bóginn er jafn- sjálfsagt að Danir kannist við skuldir sínar við Island og standi skil á þeim. Aðrar kröfur, sem bygðar eru á þessum grundvelli, mætti nefna: Að ráðherra íslands sé tekinn út úr ríkisráðinu. Að þjóðin fái að hafa íslenzkan fána. Að hún hafi rétt til að senda ís- lenzka konsúla til annarra þjóða. Að hún hafi rétt til að hafa sjálf löggæzlu með fram ströndum landsins. Að hún hafi fullan rétt til að skipa fyrir um, hverir hafi réttinn- borinna manna í landinu. Að hún hafi rétt til að heimta, að konungur Dana nefni sig einn- ig konung íslands. Um samningsgrundvöllinn virð- ast nokkurn veginn allir sammála. Og allar líkur eru til, að þjóðin verði á skömmum tíma sammála um allar hinar kröfurnar. Oþarft er að leiða að því nokk- urar getur, hvort kröfum þessum verði veitt áheyrn eðaekki afhendi Dana. En réttlátar eru þær. Og réttlætið er óumræðilegasigursælt, þegar því er fylgt fram með still- ing, gætni og staðfestu. Og nú á þessum örlaga-þrungnu tímamótum ætti hver þjóðrækinn Islendingur að biðja drottin að gefa þjóð vorri giftu til þess. FARFRELSI. EITT sinn var mönnunum bannað að flytja sig úr stað. Stjórnir landanna gjörðu þeim að skyldu að hírast í því horni, er þeir voru fæddir, hvort heldur það var jörðin, sem foreldr- ar þeirra bjuggu á, eða sveitin, sem sú jörð var í. Á þeim bás voru þeir bundnir. Sá, sem sleit sig úr því tjóðri, varð að sæta þungri hegning. Eigi er ýkja-langt síðan ofur- lítið eimdi eftir af ólögum þessum á fósturjörðu vorri. Fátækur maður mátti ekki flytja í aðra sveit. Þá kynni hann að verða þar sveit- lægur. Því varð hann að hírast í fæðingarhrepp sínum, hve mikið sem hann þráði að flytjast þaðan. Þeir, sem fluzt hafa búferlum frá Islandi til Vesturheims hafa oft og einatt fengið til þess að finna, að farfrelsishugmyndin hefir verið næsta takmörkuð í hugum manna. Alloft hafa menn verið að velta því fyrir sér, hvernig reisa

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.