Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 10
IO BREIÐABLIK einnig' ágaet í sinni röö og sérlega vönd- uð. Frá bókmentalegu sjónarmiði þykir hún fyrirtaks-vel at' hendi leyst og hefir haft áhrif óumræðilega víðtæk á þroska ogf vöndun ensks ritmáls. Svo mikið ástfóstur hafa enskar þjóðir við hana tek- ið, að hún er víðast notuð enn, þótt hin endurskoðaða biblíuþýðing, er svo frá- bærlega var vandað til (n. t. 1881, g. t. 1885) sé miklu nákvæmari og réttari. Um undanfarin árhefirverið starfað að nýrri biblíuþýðing íslenzkri og nú er nýja testamentið þegar útkomið,en gamla testamentið væntanlegt svo sem að ári liðnu. Biskup íslands, herra Hallgrim- ur Sveinsson, hefir átt göfugan þáttí þýð- ingarstarfi þessu og mikið á sig lagt til þess, aðþað yrði heppilega af hendi ieyst. Kennarar prestaskólans hafa starfað að þýðing nýja testamentisins. En guðfræð- is kandidat Haraldur Níelsson þýttgamla testamentið. Oll hefir þýðing þessara einstöku manna svo verið yfirskoðuð og gjörhugsuð af nýju af nefnd manna og hefir biskupinn verið þar helzti maður. Árangurinn hefir orðið bæði mikill og góður. Sú biblíuþýðing er vér áður áttum og höfum hingað til notað, er að mörgu leyti næsta ófullkomin og lítt við- unandi. En með þessari nýju þýðing eignast þjóð vor biblíuna í eins vönduðum og veglegum búningi og nokkur þjóð önnur. Erum vér þess fullviss, að hún mnni hafa mikla blessan í för með sér fyrir alda og óborna. Eigi munu allir hinir eldrifella sig þeg- ar í stað við hið nýja orðalag, enda er á- valt hægt um það að deila, hvort eithvert orð eða orðatiltæki sé heppilegt eða ekki. í þessari nýja testamentis þýðing hefir öll aðal áherzlan verið lögð á nákvæmni þýðingarinnar, en fegurð málsins fremur verið látin sitja á hakanum. Aftur má búast við snildarfrágangi á gamla testa- mentis þýðingunni, einnig frá málfegurð- arinnar hlið, eftir þeim sýnishornum að dæma, sem út hafa komið. Málgalli einna mestur finst oss í fljótu bragði í þvi fólginn, að forsetningar eru látnar fara á undan sögnum en ekki eftir t. d. n i ð u r brjóta, í staðinn fyrir brjóta n i ð u r , upp Ijúka f. ljúka u p p , ú t taka f. taka ú t o. s. frv. Að meðtaka einhvern er naumast gott mál; að taka við einhverjum segja allir, sem hugsa á íslenzku. Einstöku fornyrði eru notuð, þó málið yfirleitt sé alls ekki með neinum forneskjublæ. Lýsingarorðið lami (e. lame = haltur) kann sumum að finnast nokkuð fornt; það hefði þá líka mátt segja d u m b i í staðinn fyrir mál- laus. Æðimargir munu ekki skilja orðið s p ö r v a r (þér eruð meira verðir en margir spörvar Matt. 10, 31); finst oss spörfuglar hefði þar verið heppilegra af því það skilst betur. ,,Mun þá alt það, sem skrifað er af spámönnunum, f u 11- gj ö r a s t á mannsins syni” (Lúk. 18,31). Er það heppilega að orði komast?— Mál- lýti, sem allir eru að varast eins og heit- an eldinn, furða menn sig á að finna í svo vandaðri þýðing; t.d. Galíleumönnunum, h v e r r a blóði Pílatus hafði blandað (Lúk 13,1). Þar eð sézt nú naumast í nokkurri bók,en það er lífgað við hér aft- ur, en e g e m, sem er svo fagurt og fornt og skilst af öllum, látið fara veg allr- ar veraldar. Lýsingarorðin ó k r e n k i- legur (1. Tím. 1,17) og tvítyngdir (= tvöfaldir 1. Tím. 3,8) eru fremur óvið- feldin. Eins að taka viðbragð (um fóstur Lúk. 1,41)1 st. f. að hreyfast,sem er stöðug málvenja. En alt þetta er tekið nokkuð af handa hófi Og bókin að eins lít- inn tíma verið í höndum vorum. Langan tíma og mikla umhugsaii þarf til að átta sig þar á öllu. En þó þýðingin sé ekki fullkomin frem- ur en aðrar þýðingar og mannaverk, eru kostir hennar svo stórmiklir í samanburði við þá þýðing, sem vér höfum áður haft, að það er hverjum manni fögnuður að

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.