Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 15
BREIÐABLÍK i5 hægt er aö telja. Annan láta þau setja sér þaS, þegar hann gengur um strætin, aö komast að tilteknum ljóskersstaur áö- ur en leigmvagriinn, sem á eftir kemur, nái honum, eöa áður en síðasta hög'gið heyrist frá klukkunni, sem er að slá. Annan knýja þau til að raða niður ýms- um hlutum í kring um sig, skoða ein- hverjar myndir, og horfa ofan í einhverj- ar öskjur, á hverju kveldi áður hann hátti. Þau eru veikur ómur í heila nútíð- armannsins, frjóangar einæðis og brjál- semi, sem ganga í erfðir frá kyni til kyns, og festa að lokum djúpar rætur í manneðlinu. Við vorum öll að játa upp á okkur þessa bresti, þessar hjátrúar-grillur. Játning hinna gaf hverju okkar nýjan móð. Okk- ur þótti vænt um,að hinir voru engu betri, eða janfvel verri, en við sjálf. En þar var kona ein ung, er ekki hafði sagt neitt. Hún hlustaðþog það var ekki frítt við, að undrunar-svipur hvíldiyfir andlitinu fagra, sem greipt var í umgjörð úr hrafnsvörtum hárlokkum. “Og þér, frú mín góð, “ sagði einn okkar við hana. Hafið þér farið varhluta af þessum nútíðar-tryllingi? Getið þér ekki sagt frá neinu undarlegu í fari yðar? Hún virtist hugsa sig vandlega um. “Nei” Hún hristi höfuðið. “Nei” Okkur fanst hún hljóta að segja satt, því alt sem við vissum um hana bæði af sjón og viðkynningu, látbragðið prúða, mannorðið óflekkaða, gerði hana öðruvísi en drósir þær, sem ný-búnar voru að játa bresti sína. En svo varð hún víst hrædd um,að það væri of mikið stærilæti af sér, að taka svona þvert nei fyrir, þar sem allir hinir voru búnir að kannast við veik- leika sinn. Hún sá sig um hönd. ,,Eg er hrædd um, að eg geti ekki kannast við það, að eg sé vön að telja vagnana, eða líta ofan í öskjurnar áður en eg fer að hátta. En þó kom dálítið atvik fyrir mig hérna um daginn, sem virðist mjög svipað því, er þið voruð að tala um — ef eg skil ykkur rétt;—það var einhver innri hvöt, sem knúði mig með ómótstæðilegu afli til að framkvæma dálítinn hlut, eins og líf lægi við. “ Að ósk okkar sagði hún söguna með yndislegri hæversku. Það var eins og hún vildi beiðast afsökunar á því að hafa leitt athygli okkar allra að svo lítilfjör- legu atviki. „Þetta er sagan í fám orðum. Fyrir fimm eða sex dögum síðan fór eg út með dóttur minni, henni Súsönnu litlu. Hún er á níunda árinu, eins og þið vitið. Eg var að fylgja henni til kennarans, þar sem hún átti að skila lexíunni sinni, því litla telpan mín er farin að læra ýmislegt, Veðrið var svo fagurt, að við ásettum okkur að ganga fram hjá Champs Elysées og grasvöllunum að húsi kennarans, sem er í La Fitte stræti. Það lá vel á okkur á leiðinni; og við vorum að masa saman, þegar smádrengur einn haltur skreiddist í veg fyrir okkur, og rétti út höndina þegjandi. Eg hélt á sólhlífinni í annari hendi, en hinni um kjólinn minn, og eg verð að játa það, að eg nenti ekki að stanza til þess að fara að leita að peninga- buddunni. Svo eg hélt áfram, án þess að gefa drengnum ölmusu. ,,Við fórum ofan eftir Champs Elysées, hún Súsanna og eg. Barnið hafði alt í einu hætt að tala; og eg mundi ekki held- ur eftir neinu umræðuefni, þó að eg vissi ekki hvernig á því stóð. Frá því að við mættum beininga-barninu og þangað til við komum á Place de la Concorde,hafði hvorug okkar sagt eitt einasta orð. Smám saman fór mér að verða órótt, eins og eg hefði valdið einhverju óbætanlegu tjóni, og það vofði yfir mér einhver hulinn voði fyrir þá sök. Eg reyni æfinlega að líta hlutdrægnislaust á það, sem eg hefi gert, svo eg hélt próf yfir sjálfri mér þarna á leiðinni. ,,Það er ómögulegt!“ sagði eg við sjálfa mig, að eg hafi framið stórt brot móti boðorðum kærleikans, þó að eg gæfi

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.