Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK 9 MEGINREGLA SIDBÓTARINNAR. (' ULLVÆG er setningin, sem Mar- teinn Lúter barðist fyrir og nefnd hefir verið meginreg'la siðbótarinnar: ,,Hvorki páfi né biskup né nokkur maður hefir rétt til þess g-agnvart kristn- um manni að skipa honum fyrir um eitt einasta atkvæði, án þess hann veiti því samþykki sitt. “ Barátta siðbótarinnar var um fram alt barátta gegn öllu valdboði í andlegum efnum. Sú barátta myndaði stærstu timamótin í mankynssögenni, sem orðið hafa, síðan kristindómurinn ruddi sér til rúms. Áður trúðu menn samkvæmt valdboði. Páfakirkjan rómverska ætlast til þess þann dag í dag, að menn trúi samkvæmt valdboði. Hún heldur, að alt sé á förum, trúi menn ekki valdboði hennar í einu og öllu. En siðbótaröldin hófst handa og gjörði uppreist gegn þessu valdboði. Fyrst og fremst var sýnt fram á, að maðurinn hlyti að hafa fullkomið samvizkufrelsi í trú- málum. Hann gæti með engu móti trú- að samkvæmt skipan einhvers annars. Hann bæri sjálfur ábyrgð frammi fyrir guði. Þá ábyrgð gæti einginn af bonum tekið. Trúin væri frjáls samfæring mannssálarirtnar um kærleika guðs. Frjálsri samfæring einstaklingsins var haldið fram gegn valdboðinu. Og sam- vizkufrelsið vann dýrmætan sigur, sem aldrei verður aftur frá mönnunum tekinn. Það er jafn-rauðsynlegt og ómissandi í öllum efnum bæði andlegum og verald- legum. Samvizkufrelsi er um leið sann- færingarfrelsi—þau einkaréttindi hvers manns að halda fast við samfæring sína, þangað til hann í frjálsræði felst á aðra réttari. í þeim efnum getur ekkert vald- boð átt sér stað og má ekki eiga sér stað. Löngu síðan er siðbótaröldin gengin um garð. Síðan hafa menn teygað til sín frelsis hugmyndirnar, sem hún hafði til brunns að bera. Þjóðirnar hafa háð og eru að heyja látlausa frelsisbaráttu í borgaralegum og andlegum efnum. Og alt snýst um þetta: Hefir nokkur leyfi tit að drotna yfir öðrum og kúga sam- vizku hans á einhvern hátt með drottin- valdi sínu? Siðbótaröldin sagði nei. Og allir rétthugsandi menn á öllutn öldum segja nei. Og eftir þessu ætti allir þeir að muna, sem eru að reyna að sannfæra hver ann- an. Það gjörist aldrei með valdboði. Mörgum sýnist valdboðsleiðin styzta leið- in og margir ganga hana. Samt tefur hún ávalt fyrir sannleikanum. Sann- færingarleiðin er löng. En það er sann- leikans leið, og hann ratar enga aðra. NÝJA TESTAMENTID í nýrri þýðing. Stórviðburður er það álitinn með hverri þjóð, er ný þýðing heilagrar ritningar birtist. Enda er til slíkra þýðinga vand- að meir en nokkurs bókmentalegs fyrir- tækis annars með öllum mentaþjóðum heims. Hinum eldri biblíuþýðingum öllum hefir verið mjög ábótavant, þó ágætar hafi þær þótt á þeim tímum, er þær komu fram. Bíblíuþýðing Lúters hefir verið sönn bókmentagersemi með Þjóðverjum og þýzka málið á henni fyrirmyndarmál. Enda má svo að orði komast, að Lúter sé höfundur hins há-þýzka bókmáls, sem síðan á hans dögum hefir verið eitt ágæt- asta bókmentamál heimsins. Ritstörf hans voru geisimikil eins og kunnugt er; en h vergi hefir hann vandað mál sitt jafn- mikið og á biblíuþýðing sinni. Eldri biblíuþíðingin enska(iöii) var

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.