Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 2
i8 BREIDABLIK. ast því að ala aldur sinn í stöðug- um sólmyrkva. t>ar hefir ísland ávalt staðið betur að vígi. Andlegt líf hefir aldrei kulnað þar út með öllu. Bókmentir vorar hafa haldið því við. Nú er runnin upp sannarlegf bókmentaöld með þjóð vorri. Aldrei hefir andleg't líf hennar verið jafn-gdæsilegt og nú, þó marg"t megi að því finna. í bundnu máli og óbundnu hefir aldrei jafn- mikið verið ritað og aldrei afjafn- mörgum til þess vandað. Einkum teljum vér það ánægju- lega framför, hve óbundnu máli fleygár fram. Hver rithöfundurinn birtist nú á fætur öðrum, er lætur hugsanir sínar í ljós í vönduðu og fögru máli. Það er alveg furðan- lega mikið hugsað með jafn-lítilli þjóð nú á síðustu tíð. Og það ber minna og minna á barnaleg'um hugsunum og óþroskuðum. Yfir hugsana-heim þjóðar vorrar er sýnilega að færast þroski og dóm- greind fullorðinsáranna. Að lesa það nokkurn veginn niður í kjöl, sem nú er ritað á ís- lenzku, bæði í bókum, blöðum og tímaritum, er orðið býsna mikið ætlunarverk. Sá, sem það ætlar sér, þarf bæði töluverðar tóm- stundir og lag á að verja þeim vel. En hann finnur líka til þess, að hann hefir af þessu meiri og meiri ánægju og sí-vaxandi ávinning. Oft er eftir því spurt, hvernig andlegu lífi sé háttað með oss Vestur-íslendingum. Hvort hefir það heldur dofnað eða dafnað síð- an vér komum hingað til lands ? Hefir oss farið tiltölulega iafn- mikið fram að andlegri sjálfstæði og efnalegri ? Hugsum vér þeim mun hærra, sem híbýli vor eru prúðari ? Spurningum þessum skulum vér láta ósvarað að sinni. En eftir einu höfum vér þózt taka. Andlegt líf virðist oss vera lang- blómlegast ineð þeim mönnum, sem annast láta sér um að lesa hið bezta, er út kemur á íslenzku. ís- lenzkar hugsanir vekja meira berg- mál í huga íslendingsins en það, sem hann les á öðrum málum. Það, sem lesið er á ensku t. d. ber mestan ávöxt þar að vorri ætlan, sem kunnugleiki er fyrir í eigin fræðum. Enda er það engin furða. Við samanburðinn fæðist ávalt eitthvað nýtt í huga manns. Sá meltir bezt þungmeti annarra bók- menta, sem bezt kann að íæra sér í nyt móður-mjólk sinna eigin. En hvað sem um það er, þurfa Vestur-íslendingar að taka á af öllu afli, eigi andlegt líf hjá þeim að verða með blóma jafn-miklum að sínu leyti og nú er það á fóstur- jörðu vorri. Þeir mega ekki með neinu móti láta hugsanirnar þaðan fara fram hjá sér. Þeir verða að vega þær með sér og bera þær saman við hugsanirnar, sem ber- ast þeim úr ensku þjóðlífi um- hverfis þá. Með því móti á að geta vaknað eitthvað sjálfstætt og að gagni, — nýjar hugsanir, er

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.