Breiðablik - 01.07.1907, Qupperneq 3

Breiðablik - 01.07.1907, Qupperneq 3
BREIÐABLIK. J9 verða mætti frjósamar, ef þær væri látnar falla í akur þjóðlífs vors. Hljóðnæmt eyra er hvarvetna einkenni andlegs lífs. Engin hugsan, sem nokkurt hald er í, er látin fram hjá fara, án þess henni sé gaumur gefinn. Hún er eins og smásteinn, sem kastað er úr fjöru fram á spegilfagra vatns- flöt. Hann myndar ótal ölduhringi, einn stærri en annan, svo naumast er unt að sjá, hvar hreyfingin nem- ur staðar. Eða hún er eins og berg- mál, sem kastast milli fjallshlíða, — knöttur, sem einn hamravegg- urinn kastar til annars, eins og vaskir drengir að leikjum á velli. Svo á það að vera. Svo er það þar sem andlegt líf er vakandi og með fullu fjöri. Ollu andlegu lífi fylgir mein- ingamunur. Skiftar skoðanir hljóta að koma fram, hvar sem sjálfstæðir menn eru saman að verki. Ekkert laufblað í skógi er með nákvæm- lega sömu gerð og annað. Enginn maður til, svo að í eðli hans sé ekki eitthvað sérstakt, er gjörir hann öðrum ólíkan. Þetta sérstaka má hann ekki kæfa né bæla. I því liggur ef til vill hið sérstaka pund, sem honum er ætlað að ávaxta. H ann nýtur sín bezt, er það fær að koma fram. Þegar hann fær að bera fram bróðurlóð sitt og ávaxta það með því móti og á þann hátt, sem hið sérstaka manneðli hans knýr hann til, er hann trúastur og beztur þjónn. Með því móti mynda hugsanir hans flesta ölduhringi á vatnsflöt andlega lífsins og verða um leið til mestrar blessunar. Yfir því ætti sjálfstæðir menn ávalt að fagna, kunna að meta kosti hvers annars, og eigi æðrast um vegginn, þó eigi sé allir steinar í hann lagðir með sama lagi. En ef hverjum þeim er aðsúgur gjör, er að einhverju leyti bindur ekki bagga sína eins og samferða- menn, eða hefir djörfung til að benda á eitthvað, sem varhugavert sé og betur mætti fara annan veg eða reynt á nokkura lund að beita ofríki eða reka úr lest, — þá eru með því stíflaðar uppsprettur and- legs lífs í því mannfélagi. Og það rennur þáeinhvern tíma upp sú stund, að sagt verður með raunasvip og niðurlútu höfði: Hér gat ekki þrifist neitt andlegt líf, því það fekk enga framrás. MINNING FEÐRANNA. Fátt er það sem meiri and- legan arð hefir í för með sér fyrir þjóðlífið en það, að minning þeirra ágætismanna, er uppi hafa verið með hverri þjóð, sé dyggilega á lofti haldið. Sérhver ný kynslóð í landi þarf að gjöra sér Ijósa grein fyrirdags- verki þeirra. Hún þarf að skilja, í hverju ágæti þeirra var fólgið, hvaða hugsjónir það voru, sem þeir elskuðu og helguðu líf sitt, hver heillarík áhrif þeir hafa haft

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.