Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 6
2 2 BREIÐABLIK. Veg"legasti klctturinn óg tilkomu- mcsti, scm risið hcfir úr íslénzku þjóðlífs-hafi. Glæsikgasti höfð- inginn og ágætasti fyrirliðinn, cr þjóð vor gétur hrósað sér af. Á öðrum stað í blaðinu prentum vér kafla úr hdztu ræðunni, scm flutt var, þar scm bcnt er á sumt hið hdzta, scm nafn þcssa ísRnzka þjóðmærings minnir oss á, træð snjöllum og sönnum orðum. EINAR BENEDIKTSSON. ^^FIR þjóS vora eru nýir tímar að renna. Umbrot til framfara eru nú svo mikil meö henni, að aldrei hafa þau verið önnur eins. Þrá djörfustu fullhuganna er að verða að framkvæmd. Vonin um að gfeta fylgst með í framsóknarbaráttu þjóðanna, þrátt fyrir allar hömlur, verður sterkari og sterkari. Löngunin til að færa sér auðsuppsprettur landsins í nyt og leysa dulin öfl náttúrunnar úr læðingi ákafari og ákafari. Sjálfstæðisþráin sárari og sárari. Hver er nú um fram aðra ljóðskáld þess- ara nýju tíma ? Skáld hinnar ungu tuttug- ustu aldar með þjóð vorri ? Vérfáum ekki betur séð en að sá maður sé Einar Bene- diktsson. Flestir munu hafa veitt því eftirtekt, að eitthvað nýtt og óþekt var að brjótast fram í íslenzkri ljóðagerð, þegar hann orti aldamótaljóð sín. Slíkri tröllatrú, sem þar kemur fram, höfum vér ekki átt að venj- ast. Svo sárt finnur hann til út af fram- faraleys: þjóðarinnar, að honum finst hún hafa ,,mist þúsund ár“. En hvað um það? Hver þekkir rétt hvert þjóðin kemst, þótt þúsund ár hún misti ? Oft seinastur varð settur fremst og síðastur hinn fyrsti (8). Á öldinni, sem nú er upp að renna, þarf þjóðin að finna : lykil hins g-ullna gjalds að græða upp landið frá hafi til fjalls, að grafa gull úr Qöllum, draga auð úr hafinu, fjötra afl fossanna o. s. frv. Og l>ann lykil skal fsland á öldinni finna (n). Hvað eftir annað kemur þessi tröllatrú fram í kvæðum hans. Hún er viðkvæði við þau flest. Hún er hinn nýi tónn, sem hann hefir fundið að syngja við, — tónn- inn hans, -— tónn hins nýja tíma. Efni og málmar — alt er grafið arðlaust fyr og síð. Fljótsins auði henda í hafið héruð breið og fríð. Arðlaust fossar aflið þreyta inni í klettaþröng. Grannar dreifðir gleyma að beita gullsins vogarstöng. En í framtíð, framtíð raðast fólksrík héraðslönd. Vélar stynja, stíflur hlaðast, stál slær bergsins rönd. Auðvald bænda af oss heggur eyðidrungans bönd, sveig af rækt um landið leggur, lífgar dauðans strönd. Nýrrar aldar framför fleygir fornum kröfum burt. Eimlestinni opnast v e g i r — ekki um símann spurt (26—27). Þegar skáldið situr undir Dettifossi og lætur sig dreyma, segir hann : Einn dag rís foldin gulls og gróðrarsnauð til gæfu nýrrar undir sólarblossa — og færir himni hærri, dýrri auð og hækkar sína vegsemd lífs og dauð með nýja turna, háa kirkjukrossa (69). Þessi framtíðardagur, þegar landið er orðið nýtt land og þjóðin ný þjóð, er stöðugt í huga hans. Annaðhvort sér íiann þenna dag blasa við, eins og væri hann þegar kouiinn, eða har)n lætur söng sinn breytast í herhvöt, snarpa og beitta, til að láta hann koma sem fyrst. Nemum hér aftur landnámsins lönd, lifum upp söguna á feðranna strönd. Hlöðum á grundvöll af hérlendri menning því heilbrigða, lífvæna í erlendri kenning, heimatryggir í hjarta og önd. Og köstum burt prjálinu í lærdómi landans, því lífið þarf ávaxta af fjársjóðum andans og starfs, þar sein inætist hugur t>g hönd (137). Þegar skáldið er statt á einhverjum yndisfögrum stað, þar sem blómadýrðin

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.