Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK. 27 A Hofmannaflöt. <= W. J. Stead. Eftir dauSann. Bréf frá Júlíu. Ritað ósjálfrátt. Þýðing eftir Einar Hjörleifsson. Rvík T907. 208 bls. Verð í bandi 1 doll. Bók þessa skyldu menn hvorki nálgast af forvitni né með hleypidómum. Sá sem nálgast hana af forvitni um lífið eftir dauðann, mun alls eigi finnast hann fá forvitni sína sadda. Hann á von á að fá að vita hluti, sem í einskis manns hug né hjarta hafa komið. Og þá hluti fær hann ekki að vita. Hann leggur bókina frá sér með ólund og hugsar ef til ví 11 með sjálf- um sér : Þetta hefði eg alt getað látið mér hugkvæmast sjálfur. — Sá, sem nálgast hana með hleypidómum, hefir hetinar lítil not. Jafnvel hið fegursta í henni — og af ljómandi fögrum hugsunum er þar mikið — fer fram hjá eftirtekt hans eða snýst við í huga hans sökum hleypidómanna. Og svo er hann stöðugt að leita þar eftir ein- hverri villikenning, einhverju, sem gæti orðið honum gagn í höndum gegn þessari óhæfu, gjörir úlfalda úr hverri mýflugu og fleygir bókinni frá sér með vonzku, taut- andi eitthvað ljótt um andatrú. —Hleypi- dómalaus maður hugsar með sér : Hér er bók um annað líf. Hvaða umhugsunarefni ætti mér að vera kærara en það ? S vo les hann bókina og lætur hana hjálpa sér ti að hugsa um annað líf. Það er ekkert víst hann sannfærist um það, að orð bókarinnar sé runnin úr huga látinnar veru, er tali þau yfir móðu dauðans inn í sálu lifandi manns, sem ritað hafi þau ósjálfrátt. En hann sannfærist um, að óumræðilega mikið hefir sá maður orðið að hugsa um annað líf, sem slíka bók gæti skrifað og sannar- lega hafi hann guðs anda í hjarta sínu. Hann finnur til þess, að hugsan hans er hjálpað og leiðbeint, að trúin, vonin og kærleikurinn eflist í sálu hans við lestur bókarinnar, að hann kemur guði og frels- ara sínum nær, að kærleiksmálið, sem bókin flytur frá upphafi til enda, gagn- tekur sálu hans með nýjum eldi og hann hugsar með sjálfum sér : Hvernig fæ eg bygt kærleiksleysinu út, en veitt kærleik- anum inn í líf mitt og búið mig þannig undir annað líf? Sá maður hefir grætt við lesturinn og leggur bókina frá sér með þakklæti. Þýðingin er prýðilega af hendi leyst. Of mikið sólskin. Að öllu má eitthvað finna. Nú er farið að finna að blessuðu sólskininu hér í Manitoba og ímynda sér, að það spilli framtíð landsins. Vonandi reynist það hugarburður einn. Samt sem áður kemur það úr vísindalegri átt. í hinu merka læknisfræðistímariti í Nevv York, Medical Record, hefir það nýlega verið gjört aö umtalsefni af ritstjórnarinnar hálfu. í brunabeltinu álíta menn, að það sé í raun og veru ekki hitinn, sem sé hvítum mönn» um til fyrirstöðu að yrkja landið, heldvr sólarljósið, sem þar er svo óumræðilega bjart. Nú er því haldið fram, að hið sama muni verða uppi á tening hér. Bygðin muni ekki haldast við, því sólskinið sé hér svo mikið og hér um bil jafn-bjart og í hitabeltinu. En sjálfsagt er of mikið úr þessu gjört, þar sem því er haldið fram, að hér sé skýjalaus himinn. Rithöfundur einn, Woodruff að nafni, hefir ritað al 1 -

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.