Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 12
28 BREIÐABLIK rækilega um áhrif sólarbirtunnar á hvíta menn í brunabeltinu. Heldur hann því fram, að þeir, einkum hinir ljóshærðu, þoli það alls ekki. í fyrstu líði þeim vel ; um nokkurn tíma, sé heilsan g'óð. En er fram í sæki, fái þeir óbeit á allri vinnu, taugakerfið sýkist, og loks bili þeir með öllu, líkamlega og andlega. Prestur einn, Rev. Heustisy hefir haldið því fram í lækn- isfræðistímariti hér í Vestur-Kanada, að taugasjúkdómar sé hér óvanalega al- mennir og kent það sólskininu. En í sama tímariti hefir læknir einn, dr. Welsford, mótmælt því, að þetta sé áhrifum sólar- ljóssins að kenna, nema að því leyti sem það kunni að örfa starfsfjörið ofmikið. New York-tímaritið álítur, að dr. Wels- ford hafi ekki sannað mál sitt og að þeir muni hafa réttara fyrir sér Woodruff og Heustis. En landnámið hér í Kanada og framtíð þess muni bezt skera úr þessari deilu. Hafi Woodruff rétt fyrir sér, muni þeir, sem nú eru að nema landið og margir eru ljóshærðir Norðurlandabúar, falla í valinn og landnám þeirra verða yfirgefið, og lönd þeirra svo numin af nýju af öðr- um innflytjendum. sem ekki hafi hugmynd um þann annmarka, er hér sé um að ræða. En haldi velmegan Norðvesturlandsins áfram að blómgast og bólfesta landnáms- manna verði stöðug, verði Woodruff að bæta einum kapítula við sína hugðnæmu bók og sýna fram á, að kuldinn eða eitt- hvert náttúruafl annað hafi gagn-verkandi áhrif, sem gjöri að engu skaðsemi sólar- birtunnar. Vér vonum, að sú skaðsemi reynist hugarburður. ÚR HEIMI FAGURRA LISTA. Laa - =il Oskar Matthiesen. Voldug riddaramynd, sem sagt er að enginn mnni gleyma, er hana virti fyrir sér á nýlegri lista- sýning í Berlín, á að vera eins og dýrlegt söng- lag uin unað lífsins, æskukraft og fegurðarfögnuð. Á sólríkum sumardegi fer málarinn með áhorf- endur til bæjarins Ystad á suður-strönd Svíþjóðar. Loftið er fagurblátt með fáeinum þunnum ský- hnoðrum hér og þar. Yzt út við sjóndeildarhring sést hafið glampa og glitra, þar sem það laugar fjarlægar strendur og láð og lögur rennur saman í eitt fyrir auganu í sólarglampanum. Á þessari sólskinsflöt sýnir málarinn flokk sænskra undir- foringja úr riddaraliðinu, allsnakta, á baki fjör- ugra eldishesta, og er fyrirkomulag og niður- skipan af mestu snild og listfengi.* Hinir ítur- vöxnu, vöðvastæltu líkamar, sem allir eru í meir en fullri stærð, sveiflast fram og aftur á baki göf- ugra gæðinga, sem þessir efldu reiðmenn eiga fult í fangi með að hemja, en morgunblærinn og ilmandi hafgolan þýtur um þá á reiðinni. Sandur og hvít sjávarfroða þyrlast um fætur hestanna og með kátínu-galsa miklum er riðið út í hafið, vold- ugt og ólgandi. I tvö ár starfaði Oskar Mathiesen að þessu mik- ilfenglega listaverki, en meir en hnndrað drátt- myndir, smáar og stórar, og alls konar krítar- mynda-tilraunir hafði hann gjört áður en hann kom öllu fyrir eins og honum líkaði. Hér er eigi um vanalegar myndir að ræða, heldur er bæði hestum og mönnum lyft upp í æðra veldi. Hest- arnir eru kynbætishestar eins og beztir gjörast og mannslíkaminn eins og hann getur orðið þreknastur og tullkomnastur. Þess vegna er alt látið vera í yfirnáttúrlegri stærð ; með því hefir málaranum tekist betur að láta í Ijós skilning sinn og hugmynd um fullkomna líkamsatgervi, bæði manna og dýra. Málarinn er ættaður frá Slésvík. Móðir hans er af aðalsættinni Staffeldt frá Holstein ; af þeirri ætt er skáldið Schack v. Staffeldt. Lista- nátn slundaði hann við listaskólann í Kaup- mannahöfn og varð fyrst frægur fyrir málverkið Kaífas. Eftir það kom frá hans hendi hvað á fætur öðru Faust og Margrét, Dante og Vergil og Griffenfeldt í dýflizu; öðlaðist hann gullmeda- líu skólans fyrir þetta síðastnefnda málverk. Fyrirmálverkið ,,Æfing leiksins Erasmus Montan- us í viðurvist Holbergs“, sem þótti snildarverk, voru honum veitt há verðlaun. Síðan fór hanti til Parísarborgar og er einna frægast af málverkum hans þaðan Hestarnir við Signu í náttúrlegri líkamsstærð. Á seinni tíð hefir hann einkum lagt sig eftir að prýða skrauthýsi með fresko-málverkum og hefirhonum betur tekist að komast að leyndarmáli hinna fornu fresko-málara en nokkurum öðrum ; hafa þó margir beitt allri skarpskygni anda síns til, en ekki hepnast. Prússneska stjórnin kallaði hann til Berlínar og þar hefir hann kent fjölda manns við listaskólana. Fyrir risavöxnu riddara- myndina, sem hér hefir verið sagt frá og nú er um talað um heim allan, var honum veittur hinn mikli verðlaunapeningur úr gulli fyrir vísindi og listir, sem er heiðurinn mesti, er listamanni getur hlotnast á Norðurlöndum.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.