Breiðablik - 01.07.1907, Side 7

Breiðablik - 01.07.1907, Side 7
BREIÐABLIK. 23 er óvanalega mikil eins og í Slútnesi við Mývatn, langar hann til aö þenja þenna gróðurblett yfir landið a1t og vefja urð og mel, eyrar og hamrabelti frá fjalla- tindum og niður að sjó í þessu litfagra blómskrúði. Hve frítt væri aö sjá frá heiöum til hafna stráÖ hólmans blómum um alt þetta land ; breiðast hans skraut um hvern blásinn sand og- brekkurnar klæöa til efstu hæða. Þá hækkaði og fríkkaði Ijallsins mynd, ef frjósemi daisins snerti þess tind. Hve gott væri reitsins gróðri að jafna um grýtta landiö frá fjöllum til hafna ; sjá grösin vefa sinn vermandi feld - — og vernda og fela lífsins eld undir klakanum kalin og feld með kjarna, sem aftur skal dafna. — Með nýrri sjón yfir hauður og haf sá horfir, sem blómin skilur (52—53). Svo hugsa og tala einungis hinir útvöldu. Glöggsýnt er skáldið á spilling og þjóð- lífsgalla. Einkum finnur hann sárt til þess, hve mentanin fer illa með margan íslend- ing. Við Njálsbúð kveður hann : I andans skini hjá Islands kyni er eins og hjartans gróður visni. En hann huggar sig við, að aðallinn lifi enn með alþýðu landsins : Vor forni aðall endurrisni við kotin lág, við húsin há ber hug- sinn enn og lund, ef á er reynt (20). Þegar honum blæðir í augum, hve for- ustan er léleg og krosstrén ónýt, verður honum þetta að orði: Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígisins síðasti hamar. Vaknaðu, reistu þig, lýður míns lands ! (137). Syndir feðranna á löngu liðnum öldum hafa valdið böli niðjanna. Þann raunalega örlagaþráð sögu vorrar ætlum vér, að hann sjái flestum skáldum vorum glöggar: Yfir fólksins píslarstríð lifa gömul glöp og syndir. Gjaldskyld er hin nýja tíð. Óstjórn, heift til allra valda, oksins klóm varð síðar hremd. Anda og listum hömlur halda, hreppakóngar borðum falda. Heiting þúsund þýja er efnd þunglega meö nefnd við nefnd — fyrir vistráð fyrri alda (41). Þetta kemnr honum til hugar út af drápi þrælanna, er gullið var grafið, eins og frá er sagt í Egils sögu. Og þegar hann virðir Napóleon fyrir sér og hina stór- fenglegu harmsögu lífs hans, er niðurlagið svona : Svipur Napoleons miklu myndar minnir fast á verðlaun dauðans syndar, heimskuþótta, er frá sér hjálpráð flæmir, feigðardrambs, er sjálft til hels sig dæmir (113). En hina miklu stórsynd Napóleons lætur skáldið vera þá, að hann smáði Fultons konungshugsan, eimvélina. Sterkasti þátturinn í sálarlífi skáldsins ætlum vér að sé trúin, — trúin á alla góða vætti, — trú á sterkan, almáttugan, rétt- látan guð, sem verndar land og þjóð og einstakling og lætur blessan, hamingju og farsæld í té, hve nær sem mannanna börn hrinda því ekki frá sér í blindni, — trú á hið góða og sigur hins góða, — trú á kærleikann og almætti hans, — trú á skyldleik mannsins við guð og varanlegt gildi listarinnar, sem einmitt ber óhrekj- andi vott um þann skyldleik —, trú á hið sameiginlega í manneðlinu, sem mitt í allri sundrung dregur þá saman og lætur þá þekkjast eins og bræður. Hann hugsar um land og þjóð, sem hann elskar svo heitt, og segir: Vörð um heill þess, hag: og frelsi heldur guö vors lands (27). Hann hugsar um dauðann, mannsins síð- asta óvin, og segir: Og víkja skal hel viö garðsins grind, því guð vor hann er sá sterki (144). Hann hugsar um leyndardóma lífsins úti við Hljóðakletta og ,,leggur bæn huga síns við fót hins blakka bergs“, en að síðustu lyftir hann huga til himifts og hrópar: Hljómspegill anda míns, hvelfing blá, í hæð þína snýr sér mín leyndasta þrá. Minn hugur er bylgja með hrynjandi fall sem hnígur aÖ Ijósvakans ströndum ! Og hjartað á lífsviljans hrópandi kall. Himinn gefðu mér bergmálsins svar. Heyröu mitt orð við hinn yzta mar í ódáins söngvanna löndum. Hann hugsar um lífsbaráttuna, sem ligg- ur fyrir framan hvern mann, og verður þetta að orði:

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.