Breiðablik - 01.07.1907, Síða 4

Breiðablik - 01.07.1907, Síða 4
20 BREIÐABLIK á þjóðlíf og- hugfsunarhátt og hvað eftir þá lig'gfur í einu og öðru. Með því móti heillar dæmi þeirra og fyrirmynd hug"i einnar kynslóð- ar eftir aðra og hvetur og stælir til metnaðar og eftirbreytni. Við það margfaldast tala slíkra manna í þjóðfélaginu. Ungir gáfumenn fyllast brennandi þrá eftir að verða þessum mönnum að einhverju leyti líkir. Þeim verður það brennandi áhugamál, að leysa af hendi ætl- unarverk samtíðar sinnar með eins miklum dugnaði og trúmensku og þessir afreksmenn, sem fyrir löngu eru fallnir í valinn. Mikils til of lítið höfum vér ís- lendingar af því gjört að halda minningu ágætismanna vorra á lofti. Saga vor er gullnáma ekki síður en saga annarra þjóða. Saga vor á seinni öldum, sé hún rétt lesin, hefir eigi síður frá afburða- mönnum að segja en fornaldarsaga vor. En vér höfum þar miklu síður eftir gullinu grafið. Með ýmsum mentaþjóðum hefir sá siður lengi verið við lýði, að minsta kosti við skóla- og menta- stofnanir þeirra, að helga einhvern ákveðinn dag á ári minning feðr- anna. Með ræðum og fyrirlestrum er þá ýmsra þeirra manna minst, sem mestir hafa þótt ágætismenn á sinni tíð, og minning þeirra heiðr- uð með öllu móti. Minnisvarðar eru þeim reistir eða bautasteinar. Á torgum bæjanna og öðrum skrautstöðum standa myndastytt- ur þeirra. Bækur þeirra og rit eru hvað eftir annað látin birtast á prenti og stráð út um land, þangað til þau finnast á flestra manna færi. Og út af æfisögum þeirra og æfi- starfi eru nýjar ognýjar bækur rit- aðar, svo mynd þeirra fyrnist ekki, heldur verði gleggri og gleggri í huga þjóðarinnar. í öllu þessu erum vér skamt komnir. En byrjan er nú að verða með þjóð vorri í þessa átt og er hún hverjum sönnum íslendingi fagnaðarefni eigi lítið. Vaxandi þjóðernismeðvitund og sjálfstæðis- þrá hefir það í för með sér. Minning tveggja ágætismanna þjóðarinnar hefir nýlega verið heiðruð í höfuðstað íslands á sér- lega viðeigandi hátt. Föstudaginn 7. júní var hundrað-ára-afmæli síra Tómasar Saemundssonar, sem fæddur var þann dag árið 1807 og dó lítið yfir þrítugt. Þá kom út bók eftir hann, ferðabréf lians sunnan úr löndum, og hafði dótt- ursonur hans, síra Jón Helgason, prestaskólakennari, búið þau til prentunar. Og þann dag voru um hann fluttir tveir fyrirlestrar, ann- ar af Guðm. Finnbogasyni, cand. mag. og hinn af Benedikt Sveins- syni, ritstjóra. Síra Tómas er einn allra-merk- asti maður þjóðar vorrar í nýrri tíð, þótt hann félli frá í broddi lífsins. Hann var ef til vill ákaf- asti hugsjónamaðurinn, er vér höfum átt. Með brennandi áhuga og hvíldarlausri elju reyndi hann að hrinda þeim hugsjónum út í

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.