Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 14
30 BREIÐABLIK. skal veðja tuttugfu dölum viö ykkur, aö Douglas er raggeit. “ „Stiltu þig, gæöing-ur,“ sagði eg byrstur. ,,Ef þú veöjar, skaltu veðja við mig. Hvar er þetta reimleika-bæli?“ spurði eg White. ,,0, þetta var eintóm ertni, Douglas,“ sagði Steinmeyer, urrandi. ,,Sú ertni kostar þig tuttugu dali,“ svaraði eg. „Komdu með þá !“ Við hlógum allir, en Allington, Bur- chard vinur hans og White voru þeir einu, sem hlógu í einlægni. Roðinn framan í Steinmeyer hafði furðulega breyzt við um- hugsanina um að verða af með tuttugu dali, og eigin hugsanir mínar, eg verð að játa það, voru í rauninni lausar við allan galsa, er þær dvöldu við þenna ókunna nætur-stað. II. Hér um bil klukkan ellefu lögðum við af stað til hússins fimm saman. Svo var kátínan mikil í hópnum eins og við hefð- um verið boðsgestir í brúðkaups-veizlu. Ótal vofur voru manaðar fram fyrir mig. Með mikilli lýsingar-íþrótt sagði White sjálfur frá móður þriggja barna, sem fundist hefði kyrkt til dauða í sæng sinni í framherbergi í húsi hans sjálfs. Enginn hávaði hafði heyrzt um nóttina. Yngsta barnið hafði sofið í rúminu hjá móður sitini og annað barn í barnarúmi í sama herbcrgi. Blöðin höfðu álitið þetta glæp, framinn af vitstola manni; en hurðin og glugginn voru læst, þjónustustúikan var auðvitað saklaus og aldrei hafði nokkur lykill fundist að þessu leyndarmáli. White fjölyrti sem mest um smáatriði í sambandi við þetta sjaldgæfa morðmál og þá ekki síður um ógnir þær, er þeir fjórir hefði orðið að reyna, sem ætlað hefði að vera heila nótt í húsinu. Svo lifandi var ímyndunaraflið og svo hræði- legar en þó um leið sennilegar myndir tókst honum að draga upp, að mér fór að detta í hug, að hann væri farinn að sjá eftir boðinu. Næturmyrkrið var biksvart. Frá Kvrra- hafinu hafði þokan læðst inn á löppunum og svift mann einu ánægjunni — stjörnu- ljósinu. Gulu ljósin í húsunum með fram strætinu sýndust býsna björt og vingjarn- leg, þó þeirra gætti lítið í myrkrinu. Mér fanst sem hefðum við gengið allar götur bæjarins. Þetta hús hlaut að vera allra-yzt eins og White sagði — út í undirborginni. Við yfirgáfum nú jafnvel skímuna nota- legu frá húsi og húsi á strjáli og vorum nú komnir langt út á landsbygð, — eða vorum farnir að synda í þessu kalda út- hafi órjúfandi myrkurs. Einungis ljós- kerið hans White, sem dinglaði fram og aftur með svo argvítugri reglusemi við fætur hans, varpaði ofurlítilli glætu á sefið í kring. Þunnu borðin í gangstéttinni skræktu fáránlega undir fótum okkar og þessir heimsku félagar mínir héldu áfram stað- lausu rugli um dularfulla og hræðilega glæpi og ráfandi kynja-vofur. Til hægri handar, einhvers staðar langt niðri í gili, beljaði straumharður lækur skelfing raunalega. Alt í einu stigum við af brotnu gang- stéttinni og út á mjúka jörð og djúpt gras. ,, Húsið er hérna rétt við, ‘ ‘ sagði White. Ekkert var sjáanlegt í þeirri átt, sem hann benti, en eftir tvö hundruð skrefa gang gægðist flatur gafl á hrörlegu timb- urhúsi fram úr myrkrinu. Við ljóskersbirtuna las eg á litla hliðinu á brotinni rimla-girðing: „Variðykkur á vofum!“ Það var rissað með krít. Garðurinn var vaxinn háu, daunillu ógresi og stéttin var full visnum laufum og alls konar rusli. Mikill umfeðmings- rósaviður, óþriflegur þó, hélt sér dauða- haldi í borðin framan á húsgaflinum. Við hliðið snerist eg snögglega mót förunautum mínum, sem ekki fóru lengra. ,,Jæja, drengir. Þetta gamla hús lítur

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.