Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK 29 “"DUGL !“ hrópaði eg; upp, og’ leit um leiö upp úr vöru-pöntunar-blöð- um mínum framan í þrjá farand-sala, sem sátu letilega með fætur sínar upp við ofn- inn. ,,Á, þú hefir þá ekki trú á vofum?“ spurði Steinmeyer, sem eg hafði sérlega mikið ógeð á ; hann talaði með urrandi nasahljóði og minti mig á röddina í veik- um húshundi. ,,Eg? Á vofum ? Hvers konar fáráð- lingur heldur þú að eg sé ? Engin vofa hefir nokkurn tíma til verið, nema hún hafi verið fædd og alin í heila þess, sem þóttist sjá hana. Hefir þú nokkurn tíma heyrt getið um hundrað menn, sem allir einu hafa séð vofu ? Eg hugsa ekki ! Heilar hundrað manna verða ekki allir vitlausir á þann hátt. Lestu ofurlítið sálarfræði og munt þú sannfærast um, að alt þess konar er tómur hugarburður. “ Steinmeyer, sem vanalega var sí-tal- andi og þrætugjarn, steinþagnaði. ,,Jæja, eg vildi, að sumt af fólkinu hérna í Eureka fengi sér ofurlítið af þess- ari heimspeki, þegar dimt er á kveldin,“ sagði White, tígulegi ráðsmaðurinu frá gistihúsinu: Gylta uglan; hann stóð fram í anddyrinu. ,,Því þá?“ var Allington fljótur að spyrja inni við ofninn. ,,Er reimt í bæn- um ?“ ,,Ekki í bænum — í einu húsinu.“ ,,Tarna!“ urraði Steinmeyer hróðugur, eins og þó orðrómur um reimleika í einu húsi hefði öldungis kollvarpað allri heim- speki, sem rituð hefir verið. „Verst er,“ hélt White áfram, ,,að eg á húsið. Hefi borgað skatt á eigninni í tvö ár og fæ enga leigu. Enginn fæst til að vera í því nóttina út. “ ,,Himmel/“ hrópaði Þjóðverjinn. Því selur þú ekki ?“ Þetta efnalega tjón kom við hjartað í honum. ,,Get það ekki. Eg hefi boðið hverjum manni tuttugu dali, sem sofa vildi í hús- inu eina einustu nótt, til að eyða þessum hugarburði. “ „Himmel! Það hlýtur að vera slæmt!“ „Enginn þeirra fjögurra, sem reynt hafa, hafa nokkurn tíma haldist við til sólaruppkomu. “ Hrollur kom í Steinmeyer. Hann sneri sér til mín með sínu glepsi-gjarna hunds- urri. „Heyrðu, Douglas, þú munt ekki vilja tuttugu dali og góða sæng, kaup- laust ?“ Velgjulega brosið og dylgjurnar gjörðu mig reiðan. „Ekki þegar eg er hér í öðrum erindum,“ sagði eg með dá- litlum hita og fór að keppast við vöru- pöntunar-eyðublöðin. „Ha! ha!“ hló Burchard, „þú munt hafa skilið þessa heimspekis-skruddu eftir í San Francisco ?“ „Heldur þú,að eg sé nógu heimskur til að fara í eltingaleik við draumsjónir ann- arra manna?" hreytti eg út úr mér. „Nei, en hér er vofa, lokuð inni í þessu reimleika-bæli, einmitt handa þér, Dou- glas. Gjörðu þér nú hægt um hönd og rotaðu hana með sálarfræðinni þinni.“ „Rugl, segi eg ykkur enn. Það hafa aldrei verið vofur og verða aldrei. Þess konar vættir eru ekki til.“ „Getur verið ; en þig brestur hug til að sanna það. “ Svo sneri Steinmeyer sér til Allington og sagði hlæjandi: „Eg

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.