Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.07.1907, Blaðsíða 8
24 BREIÐABLIK Það göfuga og góða vinnur sér gengí viö lánsins spil. Því jörðin til himins horfir og himininn jarðar til (142). Henn hugsar um hverfleika mannlegs lífs með dauðann sjálfan fyrir augum, en fár- ast ekkert: Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér, mót öllum oss faðminn breiðir (145). A8 sönnu eru mennirnir eins og börn að leikum, veraldarlániö valt, æfidagurinn kominn aö kveldi áöur varir og lífsfjör mannsins orðiö kalt. En svo eru vonirnar — vonir um líf, sem veldinu heljar ei lúti, þær lýsa oss hátt yfir kvalir og kíf — og kennist þá bernskan er úti. Þær tala um sífögur sólskinslönd og saklausa eilífa gleði. með kærleik og frið, engin fjötrandi bönd en frjálst alt, sem drottinn léði. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hrygðarefni, þó ljósin slokni og blikni blóm. Er ei bjartara land fyrir stefni ? (149—150). Hvað er þaö, sem breytir tilveru manns í kalt og ömurlegt eyðimerkur-lif? Hvað breytir böli og neyö í unaö og sælu? Því svarar hann svo: Er nokkuð svo helsnautt um heimsins rann, sem hjarta, er aldrei neitt bergmál fann og nokkuð svo sælt sem tvær sálir á jörð samhljóma í böli og nauðum? Em barnsrödd getur um fold og fjörð fallið sem þruma’ af hamranna storð, eins getur kærleikans almáttugt orð íshjartað kveðið frá dauðum (76—77). Aldrei hefir hann svo miklar auðnir fram- undan sér eöa mvrkur, að þetta almætti kærleikans geti ekki látið þar veröa grös- ugt og bjart. Hann biöur það að koma til meö landinu sínu og segir : Ljómaðu í hjörtunum ljóssins merki hjá landslýð, hjá valdsmanni og klerki (15). Hann hefir fulla einurð til að játa trú sína á almáttugan guö, og föðurlega stjórn og eilíft líf. Og hann virðist enga tilhneiging hafa til að tolla í tízkunni með að bann- syngja klerkunum. Fegurð og list eru hugsjónir, sem hann elskar heitt, af því þar birtist guðdóms- eðli mannsins. Þó alt annað sé fánýtt, er þar eitthvað, sem varanlegt gildi hefir. Hann situr í Rómaborg, sögustaðnum eilífa, sem hann, einn af fáum íslending- um, hefir orðiö svo frægur að líta og hugsar um ódauðleg listaverk fornaldar- innar. Komi hel og kasti mold og grafi, kvistist lífsins tré á dauðans arin, sökkvi jarðar-knör í myrkva marinn, myndasmíðar andans skulu standa (88). Eftir náttúrulýsingum er ávalt tekið hjá nýju skáldi. Hvergi verður ef til vill frumleika-hæfileikans betur vart en þar. Því náttúrunni hafaskáldin veriö aðlýsa frá aldaöðli og svo hætt viö, að þær lýsingar veröi fremur bergmál frá öðrum en vottur þess, að náttúran birtist skáldinu í nokk- uru nýju ljósi. Nokkur dæmi náttúrulýs- ingaúr kvæðuin E. skulum vér nefna og látum vér svo lesendur vora sjálfa um þaö dæma, hvort hér sé ekki eitthvaö nýtt og sérkennilegt á ferðum, sem beri vott um meiri frumleik en vér höfum átt aö venj- ast. Þegar skáldið horfir á landiö í nátt- myrkri, lýsir hann því svo : Eins og hreiður hrafnsins bringu undir hvíla í nótt og myrkri visnar grundir. Dalur fast í taðini heiða sefur (54). Þegar þokan hylur sólina á sumardegi, og að eins leggur glampa af henni á þokuúð- ann, er því lýst svo: Dögg og ljós, alls lífsins auður, leiðir bros um strönd og fjörð. Nú er sjálfur dauðinn dauður (58). Þegar brimið lemur ströndina að fótum skáldsins, finnur hann hjarta hafsins slá upp aÖ sínu hjarta. Volduga hjartaslag hyldjúpsins kalda, af hljóm þínum drekk eg kraft og frið. Eg heyri í þér skaminlífa, skjálfandi alda skóhljóð tímans, sem fram skal halda, og blóð mitt þýtur við brimsins nið. Eg tei mig í ætt við unnina köldu sem einn af dropunum mældu og töldu sem hljómbrot í eilífðar-hafsins gný (64). Landeyja-undirlendinu, sem var svo blóm- legt í fornöld, en eyðileggingaröfl náttúr- unnar hafa misþyrmt svo óskaplega, lýsir hann svo : Bygðin er jafnslétt við sand og sæ. Sem sögublað máð og lúið er landið uin Njáls og Bergþóru bæ, bæld er þess rausn og dáin.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.