Breiðablik - 01.08.1907, Qupperneq 8

Breiðablik - 01.08.1907, Qupperneq 8
40 BREIÐABLIK lágu djúpt, svo ekki var gott að sjá hvaS í þeim bjó. Allur virtist maöurinn hafa eitthvað það við sig, sem ekki var hvers manns eign. Hann sagði okkur að taka lestrarbækurnar, því hann ætlaði að reyna okkur í lestri. Síðan settist hann niður, tók bókina af borði kennarans og fór að lesa : This is the forest primeval; the mumiur- ing pines and the hemlocks, Bearded with moss, and in garmenls green, indistinct in the twilight, — Rómurinn sterkur, djúpur og hreinn, orðin skýrt borin fram, ekkert uppgerðar- söngl eða áherzlu-tildur, en lesturinn all- ur og látbragðið hispurslaust og blátt áfram. Þegar eg heyrði hann lesa þetta, fanst mér eg aldrei hafa skilið það áður. Það var varla von á því heldur. Menn verða ekki hrifnir af neinu fögru málverki með því að skoða hvern ferhyrnings-þuml- ung í gegn um stækkunargler, mæla hverja boglínu, og reikna út líkingu þá, sem hún fer eftir. Sönn kensla er ekki smásmugleg mötun á einhverju lap-þunnu fróðleiks-gutli; hún er rafmagnsstraumur, sem berst frá manni til manns, hvort sem það er enska eða latína, sem kent er. Jæja, ef vér eigum endilega að láta fornmálin gjalda glópsku þeinar, er þau verða fyrir af mannanna hálfu, þá er bezt að gera hreint fyrir sínum dyrum, og fara eins með allar þær námsgreinir, sem svipað er ástatt með. En þá er eg hrædd- ur um, að fátt Verði eftir sumstaðar, jafn- vel á okkar ágætu Manitoba-skólum. En þurfum vér að brenna bækur vorar, þó ryk hafi sezt á þær ? Eða er ekki hægt að hleypa út þessu andleysis-mollulofti án þess að rífa skólaherbergið niður til grunna ? Þó kenslan sé stundum léleg og oft slegið slöku við námið í einhverri lær- dómsgrein, þá ætti það ekki að vera næg ástæða til þess, að hún sá afnumin. Það þarf að gera hverjum, sem viljann hefir og máttinn, mögulegt að komast fram úr letingjunum á skeiðvelli menta og menn- ingar. Sumir virðast ætla, að enginn framgjarn unglingur myndi líta við ,,uglunum“ gömlu, ef hann mætti ekki til. Þeim mönnum vil eg benda á háskólana í Bandaríkjunum. Þar eykst ár frá ári tala þeirra, er velja latínu í staðinn fyrir ein- hverja aðra námsgrein. Þessi flokkur stækkaði um helming á síðastliðnu ári. I honum eru menn, er vér megum búast við að sjá síðar meir í broddi fylkingar hjá þeirri þjóð, er fremst er talin meðal framfaraþjóða heimsins. Guttormur Guttomisson. Catulle Mendés. Svo heitir skáldið og rithöfundurinn frakkneski, sem ritað hefir sögukorn það,, er stendur í blaði þessu. Hann er fæddur 1841. Um búning þann, sem hann færir skáldsögur sínar í, er það sagt, að hann sé svo snildarfagur og ofinn af svo mikilli list, að honum megi helzt líkja við feg- urð kniplinga-hannyrða, þar sem kven- leg smekkvísi, hyggjuvit, listfengi og skrautgirni hefir hjálpast að til að gjöra hagleiksverkið eins létt og veigalítið og skýjaslæður á himni á sumardegi. En líkt er honum varið og flestum öðrum frakkneskum skáldum, sem nú eru uppi, að stundum eru efnin, sem hann velur, fögur og heillandi fyrir hugann, en stund- um Ijót og nærri því hryllileg. Sagan, sem hér er þýdd, er barnsleg og saklaus. En hið saklausa barnseðli verður ávalt fegursta yrkisefnið. Enda er hún sögð snildarlega blátt áfram, en gefur þeim, sem um hana vill hugsa, göfugt efni til að láta hugann dvelja við.

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.