Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 3
> BREIÐABLIK 99 hvern hungraðan seður. Hungr- ið er ekki verulegt,heldur eitthvað, sem mönnunum er ætlað að ráða bót á. Hungur kemur, þegar meltingarfærin hafa unnið starf sitt og líkaminn þarf nýjasaðning. Engum er ætlað hungur. Jörðin geymir nóga saðning í skauti sínu handa öllum. En sumir hrifsa til sín margfalt meira en þeim er ætl- að; græðgin og sjálfselskan treður í belg sinn, þangað til hann rifnar, en smælinginn situr að hálfum hleifi og höllu keri við sult og seiru. Hér er mannfélagsins mesta mein. Stærsta viðfangs- efnið, sem mönnunum hefir verið gefið til úrlausnar- Hugsanir mannkynsfrelsarans eru hér eina úrlausnin. Hve nær sem þær fá fult vald yfir hjörtum rnanna, er hungrið í heiminum læknað. Hve nær sem mennirnir vilja kannast við, að þeir sé bræður og rétta hver öðrum bróðurhönd, jafnast þetta óréttlæti, sem nú hrópar til himins, og gjörir jörðina svo aum- an og óvistlegan bústað. Hver jól ætti að kenna mönnum að skilja, að í forðabúri náttúrunn- ar eru allsnægtir handa öllum, og að engum er ætlað þar að ganga hungruðum frá borði. Ríki mað- urinn þarf að læra að standa upp frá krásum sínum, bindaumkaun Lazarusar og setja hann til borðs með sér. Hér er eitthvað, sem hefir verið vanrækt, kristninni til tjóns og minkunnar. Sárt er til þess að hugsa, að svo lítið hefir í þessu efni þokað áfram, — eða réttara sagt, að enn skuli úrlausn vera svo langt undan landi, eftir nítján hundruð ár. Fáeinar spurning'ar. Er annars ekki hið illa í sjálfu sér skuggi, þar sem ljós hefir enn ekki verið kveikt? Örðugleikar, sem enn hafa ekki verið yfirbug- aðir? Skortur, sem enn hefir ekki verið bætt úr? Sársauki, sem enn hefir eigi fundist lyfjurt til að lækna? Dýrslegar hvatir, semenn hafa eigi verið tamdar? Kalt her- bergi, sem enn hefir eigi verið ilað upp? Hungur, sem fær saðning, þegar annar hættir að hrifsa bit- ann? Síngirni, sem á eftir að breytastíbróðurkærleika? Græðgi, sem lifir á annarra kostnað, en á eftir að breytast í fórnarkærleika ? Er eigi myrkrið fyrirheit um ljósið? Kuldinn fyrirheit um hita? Hungrið fyrirheit um saðning? Skorturinn fyrirheit um allsnægt- ir? Sorgin fyrirheit um fögnuð? Fjötrar fyrirheit um lausn ? Önnur jól. Ef eg á að lifa önnur jól, gef mér þá, frelsari minn, að skilja einhverja hugsan þína, semeghefi eigi áður skilið og gjöra öðrum eitthvað skiljanlegt, sem mér hefir áður ekki tekist. Láttu ljós skína í einhverjum afkima hugskots míns, þar sem enn er myrkur. Og ljá þú mér mátt og hjartalag til að kveikja ljós á einhverjum bletti kring um mig, þar sem enn ber skugga.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.