Breiðablik - 01.12.1907, Qupperneq 12
io8
BREIÐABLIK
W
JANKO OG FIOLAN.
Eftir HENRYK SIENKIEWICZ.
TJANN kom í heiminn veikbygður og
veill. Konurnar stóðu í hnapp
utan um rúmiö hans og hristu höfuð yfir
móður og barni. Konan járnsmiðsins
þóttist þeirra glöggskj'gnust og tók að
hughreysta veiku konuna eins og bezt
hún mátti.
„Vertu nú ekki óróleg,“ sagði hún.
,,Eg skal kveikja á vígðu kerti fyrir þig
— því öll von er úti. Bú þig nú undir
annað líf. Við verðum að senda eftir
presti, til að þjónusta þig. “
,,Guð komi til!“ sagði önnur, ,,það
verður að skíra drenginn þegar í stað.
Líf hans treinist líklega ekki þangað til
presturinn kemur. Hann er heppinn, eg
segi ykkur satt, ef sál hans verður ekki
á sveimi um jörðina, eins og óskírður
andi. “
Með þessum orðum kveikti konan á
vígðu kerti, tók barnið, stökti vígðu
vatni á það, og kom augunum litlu til að
depla. Svo hafði hún skírnarorðin yfir.
„Egskíriþig í nafni föður, sonar og
heilags anda — og þú átt að heita Jón—.
Farðu nú, kristna sál, til þeirra heim-
kynna, er þú komst frá. Amen.“
En kristna aálin hafði alls enga löngun
til að hverfa aftur til þeirra heimkynna,
er hún var komin frá, né til að yfirgefa
tenglugranna líkamann. Hún fór þvert
á móti að sparka með litlu líkams-fótunum
eins hraustlega og henni var unt, og að
skæla, lágt og raunalega, svo skírnar-
vottarnir fóru að segja, að barnið mjálm-
aði eins og köttur.
Presturinn var sóttur. Hann kom,
framkvæmdi athöfnina og fór. Sængur-
konan hrestist, og að viku liðinni var hún
farin að vinna.
Líf barnsins hékk á veikum þræði.
Menn urðu naumast varir við, að dreng-
urinn drægi andann. En þegar hann
var á fjórða árinu gól gaukurinn nokk-
urum sinnum um vorið yfir þakinu; hon-
um fór að fara fram og á tíunda árið
komst hann með þolanlegri heilsu.
Grannur var hann samt og linur.
Maginn var belgdur upp, kinnarnar falln-
ar inn, og hárlubbinn eins og bampur á
lit — eða jafnvel hvítari — og hékk niður
í björtu augun, sem störðu út í veröldina
eins og ómælilegan geim.
Á vetrum skreið hann á bak við ofninn,
stynjandi af kulda og eigi sjaldan af
hungri líka. A sumrum hljóp hann fram
og afturí skyrtunni með vaðmálsbelti um
mittið, hampkenda hárið lafði fram undan
hatti, sem fléttaður var úr hálmi; en hann
bar litla höfuðið hátt, eins og fugl.
Móðir hans var blásnanður leiguliði,
sem sjaldan hafði til næsta máls, og kúrði
eins og svala undir annarra þaki. Henni
þótti líklega vænt um hann, eftir sínum
hætti, þó hún lemdi hann æði-oft og væri
vön að kalla hann umskifting.
Er hann var átta ára gamall, var hann
þegar sendur burt til að hjálpa fjármanni
til að gæta fjár. Eða hann var sendur
langt út í skóg til að tína gorkúlur, ef
ekkert var matarkyns heima fyrir. Það
var mesta hepni, að úlfurinn gleypti hann
ekki.
Hann var ekki neitt sérlega gáfaður
drengur. Ef einhver talaði við hann, stakk
hann fingrinum í munn sér, eins og