Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 8
104 BREIÐABLIK inni, svo öllum sé lífsháski búinn, sem nærri eru. En sannasta framförin er í því fólgin að hjálpa smælingjunum, sem eru að gefast upp, til aS verða samferða, og láta sér betur líka sæluhúsið á heið- inni fyrir náttstað, með uppgefinn bróður á baki, en höllina niðri í dalnum — og hafa látið hann verða úti í bylnum. AÐ GEYMA SANNLEIKANN. Ymsir halda því fram, að æðsta hlut- verk mannanna, sé að geyma sannleik- ann, varðveita hann svo vandlega, að fullkomin vissa sé fyrir, að ekkert af honum glatist. Þetta er bygt á þeirri skoðan, að allur sannleikurinn hafi verið fenginn mönnum í hendur í einu, og svo hafi mennirnir ekki annað að gjöra en vaka yfir honum og sjá um, að ekkert fari forgörðum. í mesta lagi sé ætlunar- verk mannanna í því innifalið, að vefja hann úr umbúðum, reifum, ef svo má að orði komast. En þá sé vandinn sá, að vefja ekki utan af of miklu í senn, láta heldur liggja í umbúðunum bæði eitt og annað í lengstu lög, því það kynni að verða misskilið og koma sér illa, bæði á elnn veg og annan. Ekki skal því neitað, að ýmislegt getur verið rétt í þessu. Fyrst og fremst er að muna eftir því, að sannleikurinn er mann- anna helgasti dýrgripur, og með helga dóma er sjálfsagt að fara með allri var- færni. Lotningin er eitt hið fegursta í fari mannanna. Hvergi er lotningin eins sjálfsögð og þar sem sannleikurinn er annars vegar. En lotningin getur leitt afvega. Hún leiddi þann afvega, sem batt pundið (mínuna), sem honum var trúað fyrir, í sveitadúk og fól það í jörðu. Og þegar talað er um að geyma sann- leikann, helzt án þess að taka hann úr umbúðunum, ferst mönnunum nákvæm- lega eins. Það var syndsamleg vara- semi. Mjög mikið vafamál er, hvort nokkur maður hefir nokkurn tíma leyfi til að þegja yfir nokkuru, er hann hefir viðurkent sem sannleik í sálu sinni, svo framarlega sem hann hyggur, að það sé þroska sannleikans í öðrum mannsálum að einhverju leyti til stuðnings. Dæmi frelsarans er dregið fram, því til sönnunar, að stundum sé rétt að birta eigi allan þann sannleika, sem mönnum býr í hjarta. En margs er þar að gæta. Hann sá miklu lengra en vér. Hann þekti mennina miklu betur en vér. Hann sá inn í hjörtu þeirra, kunni að mæla skilningshæfileika þeirra. Hann vissi, á hverju þeir þurftu mest að halda og án hvers þeir máttu vera miklu betur en vér. Um alt þetta kunnum vér svo illa að dæma. Hvað eftir annað hafa mennirnir rekið sig á, hve vilt þeir fara í öllum þessum efnum. Mennirnir eru ekki færir um að standa í sporum forsjónarinnar, þó þeir sé oft að reyna til þess. Þeir taka því allt-oft af skammsýni sinni fram fyrir hendur forsjónarinnar, og þá fer ávalt illa. Hve mörg foreldri gjöra það, þar sem börn þeirra eru annars vegar og iðrast þess sáran. Eftir hverju eigum vér þá að fara í þessu efui ? Hve nær eigum vér að þegja yfir sannleikanum og hve nær eig- um vér að segja hann eins og hann býr oss í brjósti ? Vér getum ómögulega farið eftir því, þó hann kunni að verða misskilinn. Sannleikurinn hefir ávalt verið misskilinn. Hvert smávegis sann- leiksatriði, sem eitihver santileikselskur maðttr fær fram að bera, sýnist eigalanga og torvelda baráttu fyrir hendi við mis- skilning og hleypidóma mannanna. Aldrei hefði nokkurt nýtt sannteiksatriði verið dregið fram í dagsbirtuna, ef bíða hefði átt með það, þangað til því væri ó-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.