Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 14
I IO BREIÐABLIK hann geta fengið sér fiölu—hvar skyldi þær vera búnar til ? Ef þeir að eins vildi lofa honum að taka eina í hönd sér! Fífldjarfa hugsan! Hann mátti að eins hlusta. Svo hélt hann áfram að legfgfja eyrun við, þangað tíl han'n heyrði rödd vökumannsins að baki sér í myrkrinu: ,,Heim með þig, litli flækingur!“ Þá stökk litla, berfætta greyið aftur heim til kofans, ög fiðluraddirnar fylgdu honum alla leið: Við erum svöng, við erum þyrst, við lálum jrlösin glamra fyrst. Og djúpa röddin frá bass-fiðlunni drundi : Ef guð lofar ! Ef guð lofár ! Það var mikil hátíð fyrir hann að fá að hlýða á fiðluleik við uppskeru-gildi eða brúðkaup. Eftir á skreið hann á bak við ofninn og kom ekki dögum saman orð af munni. Hann einblíndi að eins fram fyrir sig glóbiörtum augum, eins og köttur í myrkri. Loks bjó hann sér til fiðlu úr þakspón- um, og hafði hrosshár fyrir strengi. En það kom ekki eins fagurt hljóð úr hljóð- færinu hans og fiðlunum á gistihúsinu. Það lét svo lágt í strengjunum — mikils til of lágt. Þeir suðuðu eins og flugur eða mý. Samt sem áðttr lék Jankó á fiðlu síua frá morgni til kvelds og fekk hann þó högg svo mörg og hnippingar, að hann var eins og óþroskað epli með einlæguin meiðslum. En honum var þetta í blóðinu; hann gat ekki gjört að því. III Drengurinn varð æ holdgrannari, brjóst og kinnar féllu samati meir og meir. Belgingurinn í maganum varð meiri, hár- lubbinn enn þykkri, augun starblíndu enn þá meir og vcru oft döpur aftárum. Hann var ekkert líkur öðrum börnum; hánn var líkari fiðlunni hans, sem söngl- aði og suðaði, svo að tæplega heyrðist. Og fyrir uppskeruna var hann nærri dauð- ur úr hungri, af því hann hafðí nálega ekki annað að leggja sér til munns en hráar tiæpur, en sat tneð þrá eftir að eign- ast fiðlu. En því miður, þráin hans hafði engar góðar afieiðingar. Kjallaravörðurinn á höfuðbólinu átti fiðlu, sem hanu lék stundum á í rökrinu til að þóknast laglegu griðkonunum. Jankó skreið gegn um skíðgarðinn fast upp að kjallaradyrunum til að hlusta eða minsta kosji til að koma auga á fiðluna. Hún hékk á veggnum beint gegnt dyrunum. Það var eins og sál drengsins flygi til fiðlunnar út um augun. Því honum fanst hún helgidómur, sem ekki mátti nálgast og hann eigi vera verður að snerta, jafn- vel þó ekkert á jörðu væri honum jafn- kært. En sárari þrá fekk nú vald yfir honum. Hann fór að langa til að fara höndum um hana, að minsta kosti eitt skifti, og virða hana gaumgæfilega fyrir sér eins nærri og þurfti. Vesalings barnshjartað skalf af fögnuði við tilhugsanina eina. Kveld eitt var enginn i kjallaranum. Fólkið hafði verið að heiman um nokkurn tíma og húsið var tómt. Kjallaravörður- inn sat því hinum megin götunnar hjá einhverri blómarós bæjarins. Umfeðmingsviðurinn faldi Jankó, þar sem hann horfði lengi gegn um opnar dyr, á markmið vona sinna. Tunglið skein í fyllingu gegn um glugg- ann inn í herbergið, beint á vegginn, sem gegnt honum var. Smám saman færðist skinið nær fiðlunni og loks lýsti það hana upp alla líka. Hún varð svo björt, að Jankó nærri svimaði. Hann gat nú virt fyrir sér hverja smá- ögn á hljóðfærinu, bognu hliðarnar, strengina, ibjúga handfangið. Typpin glóðu eins og eldflugur, boginn var eins og silfursproti. Ó, það var alt svo indælt, nærri töfr- andi ! Jankó blíndi með meiri og meiri

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.