Breiðablik - 01.12.1907, Qupperneq 9
BREIÐABLIK
105
hætt fyrir misskilningi. Þá liefði Páll
postuli þagað, Lúter þagfað og; allir for-
vígismenn í leit mannkynsins eftir að
komast í skiltiing um sannleikann. Nei,
sá elskar ekki sannleikann mikið, sem
þegir yfir honum, af því að hann tnuni
verða misskilinn í bili. Það kemur sú tíð
að menn skilja.
Á að þegja yfir sannleikanum af því,að
hann kunni að koma sér illa ? Nei,
sannleikurinn kemur sér ávalt. illa. Hann
kemur sér oftast lakast hjá þeim, sem
bezt þykjast yfir honum vaka og varleg-
ast geyma hann í margföldum umbúðum.
Á að þegja yfir sannleikanum fyrir vináttu
nokkurs manns ? Eða lotningu fyrir
nokkurum manni ? Þá þegir maður af
þrælsótta. Þá elskar maður mennina
meir en guð og ber meiri lotningu fyrir
þeim en sannleikanum. Á maður að
þegja ef manni sýnist, að sannleikurinn
komi ófrið af stað og styrjöld ? Nei, þá
hefði frelsarinn þagað. Hann sagði læri-
sveinum sínutn fyrir um ágreittinginn og
baráttuna, sem hann myndi valda. Þá
hefðu postularnir þagað, einkum ef þeir
hefði séð fyrir allar ofsóknir og blóðsút-
hellingar, sem kristnir menn urðu að þola.
Þá hefði Lúter þagað, einkum ef hann
hefði séð fósturjörð sína Þýzkaland, sem
hann elskaði svo heitt, eins og það var
eftir þrjátíu ára stríðið, er svo mátti að
orði kveða, að blóðstraumur fiyti um það
alt og af 16 miljónum manna voru þar að
eins eftir fjórar. Á maður að þegja, þó
einhver veiktrúaður hneykslist? Allur
fjöldi trúaðra manna í Israel hneykslaðist
á frelsaranum, á meðal þeirra móðir hans
og bræður, samt talaði hann eins og hann
gjörði. Sannleikann urðu menn að vita,
hvað sem það kostaði. Svona var það,
þar setrt hann átti hlut að máli. Svona
liefir það verið, hvaða sannleiksvitni, sem
hlut hefir átt að máli.
Hve nær á þá að tala? Hve nær vera
svo djarfur að koma fram með það sann-
leiksatriði, sem manni er ant um ? Þegar
manni finst, að nú megi hann ekki lengur
þegja. Þegar manni finst, að þetta sann-
leiksatriði vera orðið svo þroskað í sálu
sinni, að hann geti gjört öðrum mönnum,
ekki öllutn, en svo-svo mörgum sannleiks-
elskum mönnum Ijóst, að þetta sé ekki úr
lausu lofti gripið, heldur hafa sannleikann
sjálfan í sér fólginn. Þegar guð þrýstir,
á maðurinn að tala. Og guð þrýstirmeð
þessu móti, að hann lætur manninn ekki
hafa frið fyrr en hann hefir sagt það, sem
honum býr í brjósti.
Það er og verður hvers manns sök að
komast að niðurstöðu um, hve nær hann
eigi að bera fram eitthvað, sem í hjarta
hans býr eins og heilagt sannleiksmál.
Vandinn er allur í því fólginn, að hugsa
um sannleikann fratrtmi fvrir augliti guðs
og ráðfæra sig við hann. Páll postuli
sagði: I tíma og ótíma. Sumum finst
sannleikurinn ávalt koma á réttum tíma.
Oðrum ávalt, að hann komi í ótíma.
Varasamt er því að vanda um við
nokkurn tnann út af því, að hann þegir
ekki. Látum það vera mál milli guðs og
hans. Það, sem oss kann að sýnast ótími,
er ef til vill guðs tími. Látum oss heldur
hugsa um, hvort maðurínn hefir satt að
mæla.