Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK 111 ákafa. Hann hnipraf'i sig saman innan um vafningsviðinn, studdi ölnbogum á mögru knén og hélt augunum föstum við blettinn. Eitt augnablik var hann eins og negldur til jarðar af ótta; næsta augna- blik hratt óviðráöanleg löngun honum á- fram. Voru gjörningar í spili? í geisla- dýröinni sýndist fiðlan þokast næreins og hún væri að fljóta gegn um loftið til hans. Stutta stund hvarf glampinn, einungis til þess að koma aftur enn bjartari en áö- ur. Töfrar, sannarlegir töfrar ! Stöð- ugur andvari lék í trjátium og hreyfði þau lítið eitt; vaftiingsviðurinn hvíslaði og Jankó heyrði hann greinilega segja: ,,Far þú, Jankó ! Það er engin lifandi sál í kjallaranum. Farðu !“ Nóttin var björt og fögur. Niður við tjörnina í listigarði höfuðbólsins tók næturgali að syngja og segja, stundum lágt og stundum hátt: „Áfram, Jankó. Taktu’ana !“ Ráðvandur næturhrafn flaug í hring yfir höfði barnsins og krunkaði: ,,Gerðu það ekki, Jankó ! Gerðu það ekki !“ Hrafninn flaug burt, næturgalinn varð eftir og vafningsviðurinn hvíslaði greini- legar en áður: „Fnginn er þar !“ Fiðlan kom enn í ljós áveggnum í dýr- legri birtu. Varlega rendi raunalegi drengurinn sér hálfboginn nær, en næturgalinn söng: ,,Áfram, Jankó! Taktu ’ana!“ Litla hvíta skyrtan kom nú í ljós nær dyrunum. Svörtu viðarleggirnir huldu hana ekki lengur. Á þrepskildinum mátti heyra þungan andardrátt barns, sem ilt var fyrir brjósti. Augnabliki síðar var litla hvíta skyrtan horfin; að eins einn ber fótur var eftir á þröskuldinum. Það var árangurslaust að hrafninn flaug aftur fram hjá með sama aðvörunarhróp: ,,Gerðu það ekki, Jankó; gerðu það ekki!“ Jankó varþegar kominn inn í kjallar- ann ! Froskarnir í tjörninni fóru alt í einu að skrækja eins og þeir hefði orðið hræddir við eitthvað. Svo þögnuðu þeir aftur. Næturgalinn hætti að syngja og vafnings- viðurinn að hvísla. Jankó smáþokaðist nær og nær. með dæmalausri varfærni. Alt í einu kom einhver skelfing yfir hann. Á meðan hann lá í leyni á bak við viðarhríslurnar fanst honum hann t vera heinia hjá sér, álíka og villidýri í skógar- bæli sinu ; nú fanst honum hann vera eins og villidýr, sem komið er í gildru. Hreyfingar hans urðu nú örar, andar- drátturinn kom í gusum; hann var allur í myrkri. Breitt, þrumulaust leiftur lék um himininn frá austri til vesturs og varp skyndiljósi inn í herhergið, sem gjörði Jankó litla sýnilegan, þar sem hann var að hoppa yfir til fiðlunnar, nærri því á fjórum fótum, en höfuðið reigt á bak aftur. Fftir leiftrið niðamyrkur aftur. Ský dró fvrir tunglið; ekki var unt að sjá neitt né hevra. En alt í einu kom viðkvæmt, angurblítt vein gegn um myrkrið, eins og einhver hefði óvart snortið streng. Og alt í einu kom klunnalegt hljóð úr svefn- rofum úr horni herbergisins og grenjaði reiðulega: ,,Hver er þar ?“ Jankó stóð á öndinui, en klunnalega röddin tók upp aftur: ,,Hver er þar?“ Ljós á eldspýtu flögraði upp við vegg- inn. Það varð bjart í herberginu, og svo — ó guð minn góður! — svo kom blóts- vrði, högg, barnshljóð, hróp og köll, hundgá, karlmenn á hlaupum, — alt hús- ið í uppnámi. IV Á öðrum degi eftir þetta var vesalings Jankó leiddur til réttarhalds fyrir bæjar- dómaranum. Átti að sakfella hann eins og þjóf? Vissulega! Dómarinn og aðstoðarmenn hans horfðu á hann standa þarna, með fingurinn í munninum, starblínandi augu, hræddan, veimiltítulegan, holdlausan, ^kitinn, meiddan, án þess að gjöra sér grein fyrir hvar hann var eða til hvers menn ætluðust af honum. Hvernig getur nokkur fengið sig til að

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.