Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 4
IOO BREIÐABLIK MANNÚðARLEYSI. ITT af því, sem nú á tímum veldur alvörug'efnum mönn- um mestrar áhygfgju, eru mannfélagsmeinin margfvíslegu. Þau blæða meir og meir í augum. Eigi vegna þess þau hafi ekki ver- ið eins mikil eða meiri fyrr á öld- um. Á ýmsum liðnum tímum hafa þau eflaust verið margföld við það, sem nú eru þau. En sið- ferðisleg meðvitund manna verður stöðugt næmari. Alls konar böl gengur mönnum meir og meir til hjarta. Forfeður vorir klufu menn í herðar niður, hve nær sem þeim kom til hugar, og fundu lítið til eða alls ekki. Og færist það hreystilega, var sá sem það gjörði ekki álitinn maður að minni. Nú er slíkt álitinn glæpur svo mikill, að þeim er ekki vært, sem veldur, enda finna oftast slíkir menn svo sáran brodd sitja eftir í samvizkum sínum, að það gjörir þá uppvísa á einhvern hátt. En þeir, sem óðastir verða, er slíkt morð er framið, eru oft næsta tilfinningarlitlir í ýmsu, sem ekki er betra. Auðmenn og iðnaðar- félög virðast oft enga samvizku hafa, þegar ræða er um hagi fólks þess, er vinnur að fyrirtækjum þeirra. Þá er oft betur farið með skepnuna en manninn. Skepnan er dýr og öll áherzla þá lögð á, að hún fái allar þarfir, sé í bezta á- sigkomulagi, svo hún endist sem lengst. En um manninn er lítið hugsað- Honum eru goldin dag- laun. Gefist hann upp, verði veik- ur, eða ófær til vinnu, er hætt að borga, og annar óðar ráðinn í stað hans. Hesturinn er þveginn úr sápuvatni og kembdur á hverjum morgni. En á svæði einu í New York, þar sam verkalýðurinn á heima, átti 1321 fjölskylda fyrir skemstu að eins þrjú baðker. Og um vélarnar er hugsað með dæmafárri nærgætni. Þær eru dýrar. Þær verða að endast sem allra-lengst. Annars fer fyrirtæk- ið á höfuðið. Þær standa fágaðar og skínandi og nóg olía er á þær borin. En þó sá, sem vélinafæg- ir, sé hungraður, eða sé að hugsa um hungraða konu eða hungruð börn eða fái naumast á fótum stað- ið fyrir þreytu, er ekkert um það hugsað. Honum er goldið eins lítið og unt er, svo ágóðinn verði sem mestur. Mannslífið er ekk- ert, ágóðinn er alt. Presturinn Stöcker á Þýzka- landi, sem flestum mönnum meir hefir ritað og rætt til að vekja meðvitund heimsins í þessum etn- um, sagði ekki alls fyrir löngu á ríkisþinginu : ,,Vér höfum haft endaskifti á þessu máli. Vér höf- um spurt: Á hve mörgum börnum og konum þarf iðnaðurinn að halda, til þess að blómgast, borga háa vexti, selja vörur sínar erlend- is ? En vérhefðum átt að spyrja: Hvernig á að koma iðnaðinum svo fyrir, að heimilislífið sé friðað og verndað, hverjum einstakling

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.