Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK IOI borg-ið og" kristilegu líferni ?“ Tilfinning"arlaus hugfsunarhátt- ur gróðamannsins kemur fram í hinni fyrri spurningu, þar sem mannslífið ogf farsæld þess ekkert er tekin til greina. Hin síðari spurning lítur á málið frá sjónar- miði mannúðarinnar, þar sem far- sæld og hamingja mannsins er lát- in verða efst á baugi, og eftir því munað, að velferð einstaklingsins er um leið velferð alls mannfé- lagsins. Á stjórn bæjanna hafa fast- eignaeigendur miklu meiri áhrif en fjölskyldu-feður. í iðnaðar- bæjum er kolareykurinn eittafþví, sem amar mönnum mest. Hann skemmir sjón manna. Hann er orsök til ýmsra veikinda í andar- dráttarfærunum. Hann margfald- ar vinnu húsmæðranna við þvott og húshreinsan. Fundin hafa verið upp áhöld til að eyða reykn- um. En þau eru ekki notuð, af því það hefði kostnað í för með sér og drægi úr ágóðanum. Ef talað er um að losast við þetta mein, sem sýnist vera svo undur- auðvelt, fær sú ástæða, að þetta hafi skaðvænleg áhrif á heilsu og velferð fjölda fólks, enga áheyrn. En hitt fær algjörlega yfirhónd, að það skaði kaupsýslu, og þeir menn sem hana reka, sé þessum umbótum þess vegna gjörsamlega andvígir. Svona lítið tillit er tekið til mannanna og farsældar þeirra, þegar gróðinn er annars vegar. Vegsemdar-fylgjan. Eg veit, þú sýnist sæll í gæfu byrnum Af sigur-lofi hverri tungu á — Hver mýtrus-kranz er kóróna af þyrnum, Sem kemur við mann þegar líður frá. Oft er snæfra, að verja en að vinna Virðing sína og trúnað vina sinna. Sérhvert einlægt heiðurs-skin sem hýtur Hálkar skeið þitt, hvaða leið sem brýtur. Stephan G. Stephansson. 30-11-07.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.