Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK 103 ÁFRAM EÐA AFTUR. Meö nýju ári kemur mönnum ósjálfrátt í hugf spurning’tn gámla, sem vakað hefir méð mönnum frá aldá ööli: Er heimin- um aö fara fram eða aftur? Ymsir halda því fram, að mönnunum sé þrátt fyrir alt að fara aftur. Framfara- sporin, sem stigin sé, og menn sé svo undur hróðugir yfir, sé tái. Oll lífs- þægindi, sem hver maður, er vetling'i ‘getur valdifl, leitast nú við að veita sér, og enginn þekti á fvrri tímum, gjöri mann- inn hóglífan, munaðargjarnan, latan, og' dragi úr honum dug og dáð með að bjarga sér. Og þá sé hitt eigi síður varhugavert, hve dýrt verður að lifa vegna þeirra og tor- veidara og torveldara að sjá hag sínum borgið. Þeir, sem eigi geta fylgzt með tízkunni og veitt sér þessi lífsþægindi, sökkva niður í eymd og örvilnan. Það er oft lidð niður á þá eins og einhverja aumingja, s@m ekki geta lifað viðunan- legu lífi og sé því að verða undir í lífs- baráttunni. Og sjálfum er þeim gjarnt tí[ að hugsa eins og glata trausti á sjálf- uni sér, mönnunum kring um sig og lífinu yfirleitt. Hættunni, sem hér er, ætti enginn að gleyma. Með lægri dýrategundum verð- ur það lögmál stöðugt upp á tening, að í báráttunni fvrir tilverunni vérða hin þrótt- mínni út undan og veslast upþ. En í mannheimum ætti æðra Íögmal að ríkja. Þar æfti'enginn að verða fyrir borð bor- inn. Hinn sterkari ætti ávált að rétta þfóttminni bróður hönd sína, svo hann geti orðið samferða, en þurfi ekki að drag- ast aftur úr. Aðalsmerki mánnsins ætti að koma í Ijós á þann hátt, að þeim sem lakar stendur að vígi í lífsbaráttunni, væri ávalt hjálpað. Mjög rnikið vantár einlægt á, að þetta sé gjört til fullnustu. En það höfum vér þó fyrir satt, að stöðugt sé verið að gjöra þetta betur og betur. Enda ætti fram- farir mannkynsins lang mest að rhiðá í þessa átt. Um aðraf' framfarir getúr verið svo og svo mikils vert. Þær stytta leið milli Iandá. Þær flytjá mennina svö nærri hver öðrum. Jörðin fer áð vérða svo lítil. Allir menii fara að verða ná- gránnar. Að fara í aðra heimsálfu er nú ekki meira en áður að skreppá bæjarteið. Og bráðum geta menn talast við um alla veröldina án þess að fara neitt. Vísindamaðurinn Haeckel segir oss, að ef vér látum tilverutíma veraldarinnar jafngilda tólf klukkustundum, þá liafi maðurinn ekki komið til sögunnar fyrr en klukkan var gengin 55 mínútur til tólt. Hann er eftir þeim útreikningi að einsbú- inn að vera starfandi í heiminum svo sem fimm mínútna bil. En nú er hverri mínr : útu skift í 60 sekúndur. Frá þeim tíma, að hægt er að rekja fyrstu spor maunsing, hér á þessari plánetu erti því 5 sinnum bo. sekúndur eða- 300 sekúndur, En sé nú tillit til þess tekið, hve framþróunarsaga mannkynsins er löng, sé sá kafli sög.u þess, er sú memúng nær yfir, er vér nú, þekkjum, eigi nenta svo sem 5 sekúudur. Með öðrum orðum: Sú heimsmenning,. sem vér eigum í fullu ljósi mannkyns-. sögunnar, er eftir þessari áætlan :tð eins 5 sekúndur að aldri. Ef nú þetta er nokktirn veginn rétt, ér enn óralangt fram að nónbili heimsmenti-t ingarinnar. Mannkynið á þá enn óra- langan tíma til að vaxa og þroskast; og taka alls konar framförum. Þafij, sem vér höfum séð, er. þá að eins dagrenn- ingin. En ef hún varpar svo dýrlegum geislum á himininn, hve óumræöilega fögur verða þá dagmálin, bádegið pg nónbilið ? , ; En stærsta framförin er í því fólgin, að hjá'pa þeim, sem minni máttar er. Að láta sér ekki nægja að lifa fullkommt lífi sjálfur, hlaða lífsþægindum kringum sig, ferðast um fjarlægar álfur, eða láta bif- reiðina bruna með sig áfram eftir braut-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.