Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 1
BREIDABLIK.
Mánaöarrit til stuönings íslenzkri menning.
FRIÐRIK J. BERGMANN
II. Ar.
DESEMBER 1907.
Nr. 7.
MANNANNA MIKLI FÖGNUÐUR
NN fagnar heimur-
inn jólunum. Nú
eru þeir allir börn
og bræður. Og
aldrei jafn-sælir!
Hver jól fyrirheit um friðarins og
kærleikans ríki ájörðu. Konung-
urinn kemur. Hver jól eru boð-
skapur um komu hans. Fyrir
nítján hundruð árum fæddist hann
á afviknum stað. Nú að einhverju
leyti um heim allan. Síðan fyrstu
jól stöðug fæðingarhátíð um heim-
inn. Hugsanir guðs stöðugt að
fæðast í fleiri og fleiri mannssál-
um -- hugsanir, sem hann færði
oss, mannanna dyrlegi bróðir.
Faðir hans — faðir vor. Eðlið
hans—eðlið vort. Arfleifðin hans
— a.fleifðin vor. Köllunin hans
—kóllunin vor. Sigurlaunin hans
—sigurlaun vor.
Hann erekki eins og vinur, sem
heima á í fjarlaegu landi—eðafjar-
læg'im heimi. Hann er eins og
sá, sem lifir í hvers manns sál, er
lært hefir að nefna nafnið hans
rétt. Hann kom fram á Gyðinga-
landi fyrir nítján hundruð árum.
Hann kemur fram í hvers manns
sál, sem kemst til fullrar meðvit-
undar um sjálfa sig. Traustið
hans á að verða traustið vort.
Trúin hans -- trúin vor. Bænin
hans—bænin vor. Samfélaghans
við föðurinn samfélag vort.
Fórnarkærleikurinn hans—fórnar-
kærleikur vor. Sannleiksástin
hans—sannleiksást vor.
Hann sýndi oss föðurinn. Vér
eigum að sýna soninn. Hanu
þýddi fyrir oss hugsanir föðursins.
Vér eigum að láta hugsanir sonar-
ins lifa með oss og þýða þær fyrir
öðrum. Hann sýndi oss hjartalag
föðursins. Vér eigum að eignast
og sýna hjartalag sonaríns. Svo
elskaði guð heiminn, að hann gaf
son sinn. Svo elskuðu þeir son-
inn, er honum veittu viðtöku, að