Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 6
102 BREIÐABLIK 'n,v• ..> SONUR VÍKINGANNA. Eftir Prof. W. F. Osborne. . (Sent Breiðablikum) Kveld eitt í febrúarmánuði fyrir nokk- urum árum var eg bebinn aS mæla fáein orS til endurminning-ar yfir líki ungs ís- lenzks námsmanns. Hann var bjarthærSur og þrekvaxinn eins ogf væri hann af risum kominn. Hann' var fæddur á Islandi, en hafSi fluzt til Kanada meS foreldrum sínum. Þau námu iand á ófrjórri strönd norSlægs stö.Sjvatns og fæ eg ekki ský.rt þaS meS öSru en raunalegu dálæti bóndans á því, sem hairn hefir vanist. Heimþráin yrði ef til vill ekki eins óbærileg þar. Sterkir störrnar myndi. blása^ snjór myndi falla; brestir heyrast í ísnum, — fiskilykt. ver.Sa í fjörum, ekki svo sérlega ólíkt því, sem veriS hafði á fósturjörSi.ini kæru. Pilturinn, sem þarna lá látinn fyrir framan mig, hafSi baft þekkingarþorsta ættfeöra sinna. „Aflágum stigum, leit- aSi hann hærri.“ Fyrir meSfæddan kjark varp hann sér inn í mannfélags- straum næstu stórborgar. Þekkinguna svalg hann, þögull ogf meS áfergju. Kveif- arskap fyrirleit hann, en gékk orSfár á hólm viS risa og forynjur örSugleikanna meS fögnuSi feSra sinna. Hrikalegur sjónleikur eins og Macbeth, og óheilla- vænleg harmasaga eins og Hamlet örfáSi skilning hans og fullnægSi anda hans. Hann var höfSingi að háttum til sálar og jíkama. Alt, semhonum var unt aS ná í hér, tileinkaSi hann sér. En þorstinn var eigi sloknaSur. Hann vildi leita aS auSugri uppsprettum. Aft- ur varp hann sér út í mannfélagsstraum enh vandgæfari. Og jafnvel þarvar hann að sigra. Þegar á fyrsta ári hafSi honum verið klappaS ósvikiS lof í lófa. ÞaS var verið að temja risann, en ekki verið að svipta hann lokkum. MeS stöSugu á- ftamhaldi í þröngum farvegi leit út fyrir, að aflið, sem honum haföi verið gefiS, yrði auSugt til framkvæmda. En í miSju kafi var hann sleginn aS \elli. Og nú lá hann fyrir framán mig— líkiS nærri komiS heim. Þó eg væri hryggur út af dauSa hans, gat eg eigi annað en fundiS, hve alt hæfði hér hvaS öðru. Hve frámunalega vel þaS átti við, úr því hann varð aS deyja, aS hann skyldi fluttur aftur til þessa norSlæga lands ! JörSin var fannhvít. Náttúran sýndist stirSnuS inn aö hjarta; stjörnurhar blik- uðu; loftiS var nístandi. SuSrænt land með blómum og sólskini hafði ekki veriS honum aS skapi. Næsta dag átti að halda áfram méð líkiS. Nálægt þrjátíu mílum átti að fara meS eimlest. Þar bíður líkléga óvand- aður sleði þakinn hálmi, meS einni eSá tveimur ábreiðum. Þögulir, þureygir, sorgbitnir menn og sveinar hlaupa líklega með honum yfir snjóinn, eina mílu eftir aSra. Loks yrSi komið til strjálbygSa þorpsins og fátæklega heimilisins og foreldranna, sem slegin eru ómegin sorgarinnar ! Og svo aftur, daginn eftir átti aS leggja þenna son víkinganna, sem fundið hafði blóS þeirra sjóða í æðum sér og látiS það hrinda sér út á frægða- braut, sem betur hæfir þessarar aldar manni en að brenna borgir eða láta blóS fossa — niður í grunna og óhreina gröf. Og svo myndi sól þessa norðlæga lands varpa fölum geislum á gröf hans; yfir henni myndi stjörnur á norBurloftinu blika hvössum augum. Og nærri henni, svo undur-nærri, myndi þetta norSlæga stöðu- vatn lemja ströndina og stynja.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.