Breiðablik - 01.12.1907, Side 13

Breiðablik - 01.12.1907, Side 13
BREIÐABLIK sveitabörnum er tamt. Fólk þóttist hafa hugboð um, aö hann yrði ekki Ianglífur, og gjörði sér síður far um að örfa vonir móður hans um, að hún myndi hafa mikla ánægju af honum, af því hann var ólík- legur til vinnu. II. Eigi er unt á að gizka, hvernig það vildi til, en hvernig sem á því stóð, hafði hann sterka tilhneiging til — hljóðlistar. Hann lagði eyrað við hvert hljóð, og eftir því sem eltist, hugsaði hann æ meir um hljóðfegurð og sönglist. Þegar hann var úti í skógi að gæta kinda, eða í berja- mó með einhverjum stallbróður, kom hann stundum berjalaus og stamaði : ,,Ó, hve dýrlega er leikið á hljóðfæri úti í skóginum!“ ,,Eg skal leika eitthvað á þig, ónytj- ungurinn þinn!“ sagði móðir hans eitt sinn reiðulega og framdi eins konar hljóðfæraslátt á honum með stórum súpu- spæni. Drengurinn æpti og lofaði að hlýða ekki oftar á hljóðfærasláttinn í skóginum, þó hann héldi stöðugt áfram að hugsa um hljómfegurðina dýrlegu milli trjánna. Hver eða hvað gat verið að syngja þar? Hvernig gat hann vitað það? Furutrén, birkitrén, beykitrén, allt hvíslaði og söng, — allur skógurinn. Og svo var berg- mál'ð líka. Á vellinum sungu grasstráin. í litla garðinum bak við kofann sungu spörv- arnir, svo að kirsiberjatrén reglulega skulfu. Á kveldum bárust honum öll þau hljóð, sem unt er að heyra úti á lands- bygðinni; þá fanst honum sem alt þorpið syngi. Þegar hann var látinn breiða úr áburði, fanst honum vindurinn syngja í mykju- kvíslinni; og sæi verkstjórinn hann standa aðgerðarlausan, með hár strokið frá enni, og leggja eyrað við, til að heyra sönginn í kvíslarálmunum, var hann vanur að þrífa ólina sína og gefa litla drenghnokk- IO9 anum fáein högg til endurminningar. En t’l hvers var það? Menn kölluðu hann Jankó fiðlara. Á vorin stalst hann burtu og skar sér hljóðpípu. Á kveldin þegar froskarnir skræktu, þegar kornhænurnar æptu út um engin, þegar drundi í stjörnuhegran- um í náttfallinu, þegar hanarnir skriðu bak við skíðgarðana — gat hann ekki sofið, heldur hlustaði og hlustaði. Guð einn veit, hvaða sönglög þessi hljóð mynduðu í sálu hans. Móðir hans þorði ekki að fara með hann til kirkju, því þegar hljóðöldurnar trá organinu veltu sér sterklega yfir hann eða kjössuðu hann blíðum ómi, komu barninu annað hvert tár í augu eða glampi svo sterkur, að hanu sýndist vera endurskin frá öðrum heimi. Vökumaðurinn, sem gekk fram og aft- ur um þorpið að nóttu til og taldi stjörn- urnar til að sofna ekki, eða átti langt samtal við hundana, kom oftar en einu sinni auga á litlu, hvítu skyrtuna hans Jankó, þegar hann flýtti sér á gestaskál- ann í myrkrinu. Inn fór dreng-greyið aldrei, en hnipraði sig saman upp við vegginn og hlustaði. Inni snerust karlmenn og kvenfólk í kring í kátum dansi og margt gleðiópið hljómaði þar ungum mönnum úr hálsi. Jankó heyrði fótatakið og heimsku-kátín- una í stúlkunum. Frá fiðlunum ómaði angurblítt: „Við erum svöng, við erum þyrst, við látum glösin glamra fyrst. “ Og bass-fiðlan drundi þunglamalega undir: Ef guð lofar! Ef guð lofar! Ljósbirtan glampaði í gluggunum, hver fjöl í herberginu sýndist titra, syngja, vera orðin að hljóðfæri. Og Jankó hlust- aði. Hvað hefði hann ekki viljað gefa til að eiga hljóðfæri, er sungið hefði getað þýðum ómi: Við erum svöng;, við erum þyrst, við látum glösin gflamra fyrst. Og svona söng í fjölum! Hvar skyldi v

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.