Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.12.1907, Blaðsíða 2
g8 BREIÐABLIK þeir gáfu sjálfa sig eins og hann. Hann var þjónn, hlýðinn til dauð- ans. Þeir urðu þjónar, hlýðnir til dauðans. Vér eigum allir að opinbera soninn, eins og hann op- inberaði föðurinn. Þetta er mannanna mikli fögn- uður! Myrkrið. Nú líða yfir oss ársins styztu dagar. Aldrei sýnist myrkrið eins nálægt því að fá yfirhönd og nú. Hvað er myrkrið? Er það nokk- uð verulegt? Er það eitt af var- anlep"um lífsöflum tilverunnar? o Nei. Myrkur er skuggi. Skugg- inn sýnir, hvar ljós ætti að vera. Það er blettur, þar sem enn hefir eigi verið kveikt. Vér göngum eftir stræti á nóttu. Ljóskerin standa þar með löngum millibil- um. Kring um hvert ljósker dá- lítið glóbjart svæði. En mitt á milli ljóskeranna niðamyrkur. Skugginn þeim mun meiri, sem mönnunum varð bjartara fyrir aug- um í ljósinu. Hann er þarna til að sýna mönnunum: Hér er eftir að kveikja. Hver skuggi á að hverfa. Skuggarnir hrópa til mannanna: Komið með ljós ! Myrkrið þráir ljós. Alt annað þráir að lifa, Myrkrið þráir að hverfa. Guð kveikti stóru ljósin. Hann ætlar mönnunum að kveikja ljós á myrku svæðunum, sem eftir eru. Þegar þú sér skuggann á leið þinni maður, mundu þá: Hingað varst þú sendur til að kveikja. Kuldinn. Það er naumast unt að tala um kulda í vetur. Svo mikil er veð- urblíðan og óvanaleg. En vana- lega ætlar kuldinn alt að nísta um miðjan vetur. Sjaldan kaldara en um jólaleytið. Hvað er kuld- inn? Er hann eitthvað varanlegt? Eða verulegt? Nei, kuldinn er að eins skortur á hita. Þar sem sólarylurinn nær ekki til að verma nema að litlu leyti, þar er kalt. En kuldanum er ætlað að hverfa. Um kaldasta vetur gjöramennirnir heitt í híbýlum sínum. í kaldasta loftslagi klæðast þeir svo hlýjum fötum, að kuldinn verður þeim ekki að meini. En kuldinn á að hverfa. Manninum er ætlað að flytja með sér eld og eldfæri hvert sem hann fer—gjöra heitt í kring um sig. Það er erindi, sem guð hefir gefið honum að reka. Hann verðurlíkaað því, þangað til kuld- inn er horfinn og kominn er nýr himinn og ný jörð. En þegar þú ert að hugsa um kuldann og gjöra hlýtt í kringum þig, mundu eftir hjartakuldanum. Hann er skaðlegastur. Honum er eigi síður ætlað að hverfa. Hver maður getur náð í eld og eldfæri til að eyða honum. Hungrið. Mikið er af hungri í heiminum. Aldrei meir en um þetta leyti árs. Hungur líka hér í þessu allsnægt- anna landi, þessari allsnægtanna borg. Sæll hver saddur, sem ein-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.