Breiðablik - 01.01.1908, Qupperneq 2
Hvert þjóðfélag þarf að skoða
sig- sem eina fjölskyldu. í þeirri
fjölskyldu eru margir, sem illa
standa að vígi í samkepni lífsins.
En þeir eru bræður og systur.
Þeir eiga ekki að hrekjast út í
horn og lifa við sult og seyru,
fyrirlitning og harmkvæli. Þeir
eiga að sitja við sama borð og fá
öllum lífsnauðsynjum fullnægt.
Svo breyta góð systkini ávalt við
fatlaða barnið.
Rithöfundar um allan heim
hugsa meir um þetta efni en lík-
lega nokkurt annað. Alvaran
verður meiri og meiri. Sannfær-
ing um, að hér sé böl, sem menn-
irnir gæti bætt, ef þeir vildi. Það
er farið að tala um þann hugsun-
arhátt sem lökustu tegund heiðni,
að fátæktin, sem er því valdandi,
að æfisaga miljóna manna, verður
átakanleg harmsaga, sé óhjá-
kvæmileg og sjálfsögð. Það sé
sama og að halda því fram, að
vald myrkurs og ranglætis ríki
yfir heiminum. Það sé vantrú og
guðlast, sem geri gys að tilgangi
drottins með líf mannanna.
Kristnir menn ætti að sýna
kristindóm sinn með því að leitast
við að útrýma fátæktinni og af-
leiðingum hennar. Trúarbrögðin
ætti ekki einungis að gefa mönn-
um hugmynd um, hvernig lífið
ætti að vera. Þau eiga að sýna
mátt sinn með því að kenna mönn-
um sífelt, að breyta heiminum,
sem er, í heim eins og hann á að
vera. Kenni þau ekki þá list, eru
þau að litlu eða engu gagni.
Daglega er beðið: Verði þinn
vilji, til komi þitt ríki. En hve
lengi kristnin hefir gengið út og
inn með þá bæn á vörunum, og
horft á fátækt og bágindi aum-
ingjanna, sult og nekt, sjúkdóma
og neyð, húsakynni, sem ósjaldan
eru naumast skepnum bjóðandi,
skaðræði bæði heilsu og siðferði,
- án þess nokkur viðunanleg bót
hafi á þessu orðið.
Er ekki tími til kominn, að
tekið sé hér í tauma af alvöru
miklu meiri en hingað til hefir átt
sér stað? Er ekki tími til kominn,
að kristnir menn sýni, að þeir
kunni að fara með faðir vor, eigi
að eins í herbergi sínu, heldur
einnig í lífinu? Það eru þeir, sem
eiga að gjöra heiminn allan að
guðs ríki.
Merkjalínan, sem dregin er milli
þess, sem veraldlegt er og andlegt
eða guðlegt, er í rauninni ram-
fölsk. Tilveran öll er andlegt
fyrirtæki. Hún er leit eftir rétt-
læti og kærleika. Hún leitast við
að leggja alla landareign sína
undir vald kærleikans og réttlæt-
isins. Hún á ekki að vera heiðin
að hálfu og kristin að hálfu, eða
réttlát í sumu og ranglát í öðru.
Aöll um svæðum ætti lífið að bera
þess vitni, að mennirnir sé synir
réttláts föður.
Þeir sýna það ekki fyrr en ráðið
er fram úr fátækramáium heimsins
á viðunanda hátt. nrangurinn af