Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 2
146 BREIÐABLIK þegar mennirnir áttu við ömurlegf- ustu kjör að búa, sem mannkyns- sag-an kann frá að segja, þeg"ar of- beldið réð lög'um og lofum og réttur aumingjans var fyrir borð borinn, þá var það orð talað : guðs ríki er í nánd. Dýrleg-asti fagnaðarboðskapur, sem unt var að flytja ! En menn- irnir börn og misskildu. Sjálf- krafa, fallandi af himni ofan, á yfirnáttúrlegan hátt, áttu þeir von á, að það kæmi. Svo bráð var barnslundin. En það var ekki vegur vizkunnar. Alt varanlegt er lengi verið að byggja. Ekkert, sem standa á um aldur og æfi, kemur sjálfkrafa, heldur með löng- um tíma og miklum harmkvælum. Framhaldið er torsótt, en þeim mun traustara. Gamalmenni stendur örþreytt á grafarbarmi. Viljinn og viðleitn- in og stritið hefir alt miðað til um- bóta, lagfæringar. Á því grettis- taki hefir hann slitið öllum krött- um. Var það til einskis ? Hefir ekkert orðið ágengt ? Brátt legst hann þarna fyrir. A hann enga hilling í huga ? Annað líf. Eilíft starf. Eilíft áframhald. Hann tekur aftur til starfa þar sem hann hætti. Nýj- ar hillingar koma í huga hansþar. Á landinu ókunna verður hann enn á leið til hillinganna. Líf hvers manns fer eftir hilling- um anda hans. Sé þær lágar og litiar, stefnir hann ekki hátt. Sé þær háar og djarfmannlegar verða tilþrifin eftir því. Allir erum vér á leiðinni í áttina til hillinganna. Enginn draumur hefir verið svo djarfur, að mannkynið hafi eigi farið að þokast í áttina, úr því hann eitt sinn var fram kominn í huga þess. Löngu fyrir fram sjá- um vér í hillingum það, sem á fram við oss að koma, — leiðina, sem oss er ætlað að fara. Það eru sigurhæðir, þar sem oss eitt sinn er ætlað að standa. _SVJt'h_SVJt'h SAMVINNA OG SAMKEPNI. LíFID er samkepni. Hvað þýðir það ? Að hver hrifsar frá öðrum og að lítilmagninn er fyrir borð borinn. Sá, sem mestan hefir máttinn, krafsar til sín, en hinir fá ekki neitt. Það er svona í dýraríkinu. En er það mann- eðlinu samboðið ? Samkepni hefir komið miklu góðu til leiðar með mönnum ekki síður en dýrum. Þegar þeir eru að reyna að komast hver fram úr öðrum í hverju sem er, taka þeir bezt á öllu, sem til er. Þeirdraga þá ekki af sér, en neyta allrar orku. Mikið af framförum mann- anna hefir til orðið við slíka sam- kepni, bæði í verklegum og and- legum efnum. En er það göfugasta hvötin ? Ættum vér sífelt að vera að bera oss saman við aðra ? Ætti ekki hver maður að vinna verk

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.