Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 10
154 BREIÐABLIK KONGO-HNEYKSLID. AUMAST er um nokkurn konung' lakar talað eins og stendur en I.eo- pold Belgiu-konung' fyrir nieöferð hans á málum Kongó-ríkis í Suðurálfu. Ríki þetta var tnvndað í febrúarmánuði árið 1885 með samningum milli stórveldanna, sem gjörðir voru með hátíðlegum hætti í Berlín og er þetta upphaf þeirra: ,,í nafni almáttugs guðs takast stórveldin öll, er fullveldis réttindi hafa eða áhrif í þessum löndum, á hendur að vaka yfir verndan hinna innfæddu þjóðflokka og koma fram umbótum í siðferðislegum og hagsmunalegum lífsástæðum þeirra“. Ekki vantar orðgnótt og dýra eiða. Þeim kom saman um að gjöra Leopold að konungi ríkis þessa. Hann gjörði há- tíðlega yfirlýsing um, að henn ætti þang- að ekkert erindi sem konungur annað en siðmenningarinnar. Hann hefir reynzt einn argasti og samvizkulausasti harð- stjóri, sem nokkurar sögur fara af. Kristniboðar hafa um langan tíma flutt þaðan sögur svo hrtdlilegar af pynding- um, blóðsúthellingum og ofbeldisverk- um, sem hann lætur hafa í frammi við þessa aumingja blökkunienn, að enginn skvldi trúa, að grimdarverk svo óskap- leg væri framin nokkurs staðar í heimi á þessari öíd í nafni kristins konungs. Helzta afurð landsins er eins konar rauð- ur guttaperka (rubberj, sem mikil eftir- spurn er eftir og selst við háu verði. Þetta pínir hann út úr þessari blökku- mannaþjóð með áfergju svo mikilli, að sagt er, að harðstjórn Neró keisara og hryðjuverk hafi verið barnaglingur í sam- anburði við þetta. Hvað lítið sem þeir ætla að þrjóskast við þeirri þrælavinnu, sem þeir eru miskunnarlaust píndir við, eru hermenn látnir brytja þá niður eins og fé. Stundum koma þeir heini með af- högnar hendur ættingja sinna, sem þá hafa myrtir verið, til sannindamerkis. Konum þeirra hefir verið haldið í gisling í hlekkjum og járnum, þangað til menn þeiria skiluðu eins miklum guttaperka og' til er ætlast. Hvað eftir annað eru þeir niiskunnarlaust hýddir. Konur liggja næringarlausar og einmana marga daga eftir barnsburð, sökuni tjarveru mann- anna. Svo mikið eru menn búnir að hevra af hryðjuverkum þessum, að á Englandi hefir hver stórfundurinn verið haldinn á fætur öðrum til að skora á stjórnina að skerast í leikinn. Hún hefir hingað til verið að bíða þess, að Belgir sýndi rögg af sér og tæki í taumana. En það hefir hingað til strandað á konungi, sem nú er orðinn svo auðugur, að hann getur boðið byrginn. Grey lávarður hefir nú lýst vfir því í parlamentinu, að England sjái sér nú fært að skerast í leik óháð ölluni öðrutn. Bandaríkin ætla sér að hafa hönd í bagga með, svo vonandi er, að þessi óskaplegi ósórni verði látinn falla niður hið bráðasta. Það er oflengi búið að ganga í nafni kristindóms og sið- menningar. Síðustu fréttir eru þær, að Belgir ætli að taka stjórn Kongó-ríkis úr höndum konungs síns; tryggja hana stórveldun- með föstum samningum um, að gagn- gerðar umbætur skuli verða á högum blökkumannanna og bætt úr þessu Kongó-hneyksli að fullu. NÝTT KIRKJUBLAD. O TT breyting er þar á orðin, að síra Jón Helgason er hættur sem rit- stjóri, en síra Þórhallur Bjarnarson, lekt- or, tekinn við. Síra Jón langar að beina ritstörfum sínum í aðra átt. En síra Þórhallur nú laus við störf við land- búnaðarfélagið, þar sem öllum kemur saman um, að hann hafi unnið stórvirki.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.