Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 14
BREIÐABLIK i58 ■eimreiðarstjóri, — vélarstjóri, sem í tíu ár haföi gegmt þeim störfum á braut vestur í landi. Hann var 45 ára gamall, giftur, átti tvö börn, var reglusamur, duglegur, síviimandi, og í góöu áliti hjá búsbænd- um sínum, þangaö til fyrir skemstu. Mér skildist, aö eitt af daglegum skvldustörf- um bans heföi verið að fara meö eimlest síðdegis frá stórborg til fjöllótts skemti- staðar í nágrenninu. Meö eimlest þess- ari fóru helzt þeir, er sóttu leikhús; margir vfirmanna brautarinnar áttu þar heima og einn eða tveir þeirra voru vana- lega í hópi farþeganna. ,,.\lt haföi gengið vel, þangaö til kveld ei(t í tunglsljósi, þegar ver ð var aö fara fvrir bugðu í skorningi, sem náði alla leið að brautarslöðinni, að vélarstjóranum varð hverft við að sjá mann, gamlan og gráskeggjaðan, í fornfálegum, gömlum hermannakufli, beint fram undan,—gang- andi yfir brautina, eins og ekkert væri. Hann reyndi að stöðva vélina, lét hana reka upp stutt en sterkt gól, svo hjólin yrði stöúvuð. ,,Hann varð samt ofseinn. Lestin náði manninum, kastaði honurn áfram, og til annarrar hliðar og fór svo yfir flat- an líkama hans, þó ferðin væri orðin miklu hægri. En af því farþegavagn- arnir voru þungir og járnin vot og sleip, var lestin komin spölkorn fram hjá, áður hún nam staðar. Vélarstjórinn lét þá lestina fara aftur á bak, en kyndarinn, sem var honum nákunnur, spurði, hvað væri í vegi, og hvað hefði komið fyrir. ,Koniið fyrir!1 kallaði hann; ,koniið fyrir! Við fórum j'fir gamlan mann í blárri yfir- höfn og höfuni orðið honum að bana. ‘ ,, ,Hvar?‘ hrópaði kyndarinn. ,Eg horfði út um gluggann og sá engan, hvorki í yfirhöfn né yfirhafnarlausan. ‘ — ,Lengra aftur‘, sagði vélarstjórinn, ,einmitt þar seni bugðan byrjar. Hann stóð á dálítilli brú við bliðina á brautinni og fór að ganga yfir, um leið og við kom- um að henni. ‘ ,, ,Vitleysa!‘ sagði kyndarinn. ,Þú veizt, að bugðan er í skorningi og að þar er engin brú. Þú hlýtur að vera geggj- aður, eða drukkinn*. — Nú voru þeir komnir á staðinn. Þar var ekkert lík og engin brú, og vélarstjórinn sannfærðist um, að þetta hefði verið eintóniur hugar- burður. Héldu þeir svo leiðar sinnar, án þess að tala frekar urn viðburðinn. ,,En næsta kveld kom hið sama fyrir aftur. Maðurinn í bláu yfirhöfninni þaut afbrúnni, aftur stöðvaði vélarstjórinn lest- ina, enn þá einu sinni lét hann hana fara aftur á bak eftir bugðunni, leitaði áratig- urslaust eftir líkinu, læknuni og brúnni. ,,A heimleiðinni bað kyndarinn vélar- stjórann mjög ákaft um að taka sér eins mánaðar hvíld. Hann minti hann á, að hann hefði enga hvíld fengið í fimm ár, sagði honum, að hann væri yfirkominn af þreytu og bilaður að kjarki. Vélarstjór- inn félst á þetta og í tvær vikur var hann frá störfum. ,,Að hálfum mánuði liðnum tók hann til starfa aftur með nýjuni hug og dug. Tunglsljósið var horfið, nætur voru dimmar, alt sýndist falla í ganilar felling- ar. En er bjart varð af næsta tungli, varð hann aftur mannsins var, sem stóð við brúna. Hann sá hann leggja út á brautina og vissi nú, að það var ímynd- unaraflið, sem gjörði honum þenna grikk. Hann breytti um aðferð, því hann vildi verða laus við þetta. Hann gaf vélinni slakan tauni, notaði alt það gufuafl, sem til var, og lét lestina fara eftir bugðunni með ferð svo óskaplegri, að með naum- indum var unt að stöðva hana, án þess hún færi fram hjá stöðinni. Samt tókst það, en með svo miklutn hristingi, að farþegunum var nóg boðið. ,,Nótt eftir nótt, gjörði hann þetta meðan tunglsskinið entist. Ógnir sálar hans uxu, hann hætti að líta eftir mann- inum, en dvaldi með augun við breyting- ar landslagsins, þangað til hvert smáat- riði var blýfast orðið í huga hans.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.