Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK 153 LÆGRA EN ÞEIR LÆGSTU — HÆRRA EN ÞEIR HÆSTU. I907. Ef heyrnarlaus er eg- — en heyri frá huga mér sífeldan nið af sjálfsfórnarlindum, er sækja til sálna, sem vantar írið — Og heyri’ hann, svo fátæklings feg-inn, sem fjársjóðu voldugs lags: að sviðann úr sálunni tekur af syndum hins g’lataða dags—: Pá hevri eg betur en hinir, sem heyra betur en eg til gáleysis-glaumsins — er bannar grátstunum aumingjans veg. Og sé eg blindur — en sjái í sál minni blómgarða-röð, og viljann að garðverði gerðan, sem gleðst við hver nýsprottin blöð — E11 flýtir sér jafnan að flvtja hin fölnuðu garðinum úr, og sér um að sáðlandið búi við sólskin og vorgróðrarskúr — og ef þangað illgresi kemur, en óðara visnar og deyr, og sjái eg garðinn minn sælan—: Pá sé eg betur en þeir — Er sjá alt með sjónhvössum augum, er sól hefir birtuna léð. . . en andinn á engin, svo jafnvel þeir auðnir hans fá ekki séð. Og gangi eg haltur — en gangi á guðs vegum hvar sem eg fer: þá götu, sem alt hið góða er gengið á undan mér — Og svo — ef mér særist fótur, en sárið er mjúklega grætt og hreinsað af kærleiks-höndum, sem hafa mér ungum mætt — / Óheltri geng eg en aðrir, sem ávalt hræðast þá braut, er liggur til sigursælu um sannleikans stundar þraut. Og beygi’ eg mig lægra’ en þeir lægstu, sem ljá hverjum smælingja hönd: Pá teygi’ eg mig hærra’ en þeir hæstu, sem horfa’ yfir sælunnar lönd. Guðmundur Jónsson.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.