Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 8
x52 BREIÐABLIK aB félag' til verndar kristindóminum. Kenna þeir það við Kepler, stjörnuspek- inginn fræga, og nefna þaö Keplerfélag. Hreyfing þessi er ekki kirkjuleg hreyfing, heldur er hún að öllu runnin úr garði ver- aldiegra vísindamanna. Það eru kenn- arar í ýmsum greinum náttúruvísindanna og aðrir þýzkir fræðimenn víðs vegar um land, sem tekið hafa höndum saman um þetta. Opinherlega er félag þetta mynd- að 25. og 26. nóv. 1907 í bænum Frank- furt-við-Main og var þá meðlimatala þeg- ar orðin 641. Áskoran hafði verið látin ganga út um land nokkurum vikum áður í tvöhundruð þúsund eintökum og voru 214 vísinda- menn undirritaöir, flestir þeirra nafnkend- ir menn, hver í sinni grein; einungis 30 þeirra voru guðfræðingar, og þar á með- al menn eins og prófessorarnir Katten- busch og Looft í Halle og prófessor Rade í Marbtirg, ritstjóri blaðsins merka, Christ- liche IVelt. Á fundin um flutti prófessor Dennert fvr- irlestur um náttúruvísindin og guðstrúna. Neitaði hann því þar skorinort, að nátt- úrufræðin neyði nokkurn til að neita grundvallaratriðum kristindómsins. And- stæðingarnir nefna sig Monista-félag. Um þá segir próf. Dennert, að þeir staðhæfi hluti, sem engum sé unt að færa vísindaleg rök fyrir. Þeir, sem myndað hafa þetta vísinda- lega bandalag, kristindóminum til stuðn- ings, halda því fram, að kristnir menn hljóti að taka til greina hverja þá niður- stöðu, sem vísindin telja vissa, en þó þetta sé gjört, haggi það ekkert sönn- um kristindómi. Náttúruvísindin geti alls ekki kollvarpað guðstrúnni; hún hafi vísindalega að niinsta kosti eins mik- inn rétt á sér og nokkur heimspekileg lífsskoðan. Þegar þeir gjöra grein fyrir því, að hafa einkent þenna félagsskap sinn með nafni Keplers, segja þeir: Þar sem Kep- ler er, sjáum vér mann með ágæta þekk- ing á náttúrunni og sterka trú; hann sameinar þetta á einkennilegan hátt. Félag vort byggir nú einmitt á þessum grutidvelli og ætlar sér að breiða sanna þekking á núttúrunni út meðal fólksins. Sagt er, að félag þetta breiðíst óðum út, svo að 40 nýir meðlimir bætist við á viku og að fé eigi það þegar í sjóði, er nemi $7,500. Ingólfsmyndin Eftir Einar Jónsson frá Galtafelli, sem ætlast er til að verði sett upp á Arnarhólstúnið í Reykjavík. Leiðrétting'. í síðasta blaði (feb.) stendur í næst síðustu línu í stefinu á bls. 141 : ,,beri o rð hans og mátt“; á að vera beri boð hans og mátt.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.