Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 12
156 BREIÐABLIK þörf var að rita eitthvafi um þau. Von- andi verður bráöum bót á þessu. A8 líkindum veröur það mikia ljóðasafn áður langt líður gefið út á prent og erum vér þess fullviss, að talinn verður bókmenta- legur viðburður. En stöðugt er skáldið að yrkja og ekki förlast honum mikið, það sýna ágæt ljóð eftir hann, er vér höf- um ánægju af að birta í þessu blaði og vér spáum, aö einhver, sem ritar um hann á ókominni tíð, muni vitna til. Meginritgjörðin í þessu hefti nefnist Jafnaðarstefnan og er eftir ungan rit- höfund, Ólaf Björnsson, son Biörns Jóns- sonar, ritstjóra. Er þar heppilega og vel úr garöi riðið af ungum manni. Bæði er efnið eitt hið stærsta og hugðnæmasta allra mála, sem nú eru á dagskrá þjóð- anna, og svo er sérlega skipuleg og Ijós grein fyrir því gjör. Teljum vér víst, að úr þeirri átt sé von margrar gagnlegrar hugvekju, enda veitir ekki af. Andleg fæða þjóðar vorrar er ekki of fjölbrevtt fyrir því. Næst er sögukafli ,,Hví hefir þú yfir- gefið mig?“ eftir Sigurjón Friðjónsson, háalvarlegs og trúarlegs efnis, og vel til þess falinn, að vekja hugsanir hjá þeim, er lesa, en það teljum vér ávalt bezta kost ritaös máls. Sumir heimta, að svo sé ritað, að lesandi fallist á alt, sem sagt er. Hitt er eigi síður list, að vekja sjálfstæð- ar hugsanir hjá þeim, er lesa, þó ganga kunni þær að einhverju leyti í aðra átt. Þá er ritgjörð um ungverska skáldiö Alexander Petöfi eftir Stgr. Thorsteins- son skáld, og rektor almenna mentaskól- ans í Reykjavík, með mörgum þýddum sýnishornum af Ijóðagerö hans, sem nú er farin að fyrnast. Er nafn höfundarins eitt fullnóg sönnum þess, aö hvort- tveggja sé vel af hendi leyst. Ritdómar eru hér eftir eina fjóra höf- unda, allir gætilega ritaðir og samvizku- samlega. Er það ekki lítill kostur, því þegar ritdómar eru léttúöarfult fleipur út í bláinn, ritaðir að eins til aö fleygja ónot- um og staðlausum lítilsvirðingar orðum í þann, sem um er verið að dæma, eru þeir eitt ömurlegasta fyrirbrigöi bókment- anna og þeim blöðum og tímaritum til vansa og ófrægöar, sem fiytja. Síðast í þessu hefti, eins og hinum öðr- um, er einkar ljóst og greinilegt yfirlit yfir meiribáttar viðburði meö erlendum þjó?um eftir Björn Jónsson, ritstjóra. Það eru eins konar leyfar af gamla Skírni og koma sér vel fyrir ísl. alþýðu, sem eigin- lega hefir ettn ekki grætt á símanum með útlendar fréttir. Þær hafa verið tninni, ógreinilegri og miður vel valdar, síðan ísland komst í fréttasamband við umheiminn. Þeint mun betra, að fá hér gott og greinilegt yfirlit hins helzta. Vér ráðum Vestur-íslendingum til að lesa Skírni. Nú er Einar Hjörleifsson tekinn viö ritstjórn og er ólíklegt, aö þá fari aftur. HUGARBURÐUR RÆTIST. SÖNN SAGA. JÁ, “ sagði læknirinn, og valdi sér vand- lega vindil með ljósum flekkjum, sem auðsætt var, aö hann áleit sérstakt ágætismerki. ,,Það, sem þér segið, er satt, og enginn getur verið læknir svo nokkurum tíma nemi, án þess að standa andspænis vafamálum, sem engin list né læknisfræði fær úr leyst; vissulega eru margir hlutir á jörðu — um himininn tala eg ekki—sem engan heimspeking dreym- ir um. ,,Eitt markverðasta dæmi þess, “ hélt

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.