Breiðablik - 01.03.1908, Síða 5

Breiðablik - 01.03.1908, Síða 5
BREIÐABLIK engin tæki til að lifa neinu andlegu lífi; þaö kulnar út í fátækt og’ vesaldómi og enginn gefur öörum það, sem hann á ekki sjálfur. Það verður að bæta kjör prestanna, segja velviljaöir menn. Gefum þeim góöa mentan, látum þá ferðast erlendis, drekka í sig andlegt líf annarra þjóða—búa við kjör, sem sé svo góð, að þeir þurfi ekki að gefa sig við búsýslu,—og alt þetta lagast. En er til þings og þjóðar kemur, er sagt, nei; við getum það ekki, höfum engin efni á þv. Svona er hugsanaferillinn rakinn ár eftir ár, og alt situr við sama keip. Síð- asta þing fækkaði prestaköllum um 37. Hér eftir eiga að vera 105 prestaköll á landinu; áður vora þau 141, en einu bætt við í sumar. Með öðrum orðum: ekki fjarska langt frá, að þjóðkirkjan hafi að þessu levti fært kvíarnar saman um einn þriðjung; tullan fjórðung að minsta kosti. En alt er þetta gjört í góðum tilgangi, aðallega til að bæta launakjör prestanna, sem mönnum kemur saman um, að sé lítt viðunandi og þjóðinni hniesa. Laun þeirra eiga hér eftir að vera 1300, 1500, 1700, krónur eftir aldri. Auðvitað er þetta gjört í þeirri von, að prestsstaðan verði þeim mun betur rækt og þjóðin hafi hennar þeim mun meiri andleg not. En búast menn við, að það verði.-' Lítið verður þess vart. Flestir búast víst við, að alt muni sitja við sama keip. Sinnuleysið er magnað og rótgróið. Þjóðinni finst hún lítið eða alls ekkert gagn hafa af kirkjunni. Henni sé haldið uppi að eins fyrir siðasakir. Sé öllu haldið í sama horfi, er ekki með öllu ólíklegt,að brauðum kunni að verða fækkað um ann- an þriðjung eftir svo sem tíu til tutt- ugu ár. Og þó er enginn vafi á því, mikill meiri hluti þjóðarinnar er kristinn og vill vera kristinn. Enn sem komið er, eru þeir tiltölulega fáir, sem í alvöru hafa snúið baki við kristindóminum í hjarta sínu. 149 Menn eiga ekki gott með það, meðan ekkert betra er að setja í staðinn. Að öllu samanlögðu, er ef til vill hjarta- lag og hugsunarháttur þjóðar vorrar ekki mikið fjarlægari hugsjón kristindómsius en annarra þjóða. _S'WT/n_S'Wt>,'n SAMNINGAR VID DANMÖRK. T^U er millilandanefndin, sem skipuð var af konungi í sumar til að semja um sambandið milli íslands og Dan- merkur, tekin til starfa. Ekki er éig- inlega hægt að segja, að vænlega líti út til samkontulags. íslendingar í mlkl- um minna hluta, og sá minni hluti tví- skiftur. Vonandi er nú samt, að föður- landsástin sameini hugi þeirra, þegar á hólminn er komið, að allur flokkarígur þá hverfi, líkt og þegar ein þjóð á í hern- aði við aðra. Sé sú þjóð eigi með öllu heillum horfin, stendar hún þá uppi eins og einn maður gagnvart óvininum, sem svifta vill dýrmætustu eigninni—frelsi og sjálfstæði. Allur skoðanamunur og flokkarígur er þá gleymdur og horfinn. Menn muna að eins eftir, að hér er verið að tefla um líf og velferð fósturjarðarinn- ar um ókomnar aldir. Hér er nú eigi um neinn blóðugan bar- daga að tala, heldur um samninga með friðsamlegum hætti. En í raun og veru er það sama taflið. Hættan erenguminni og sama í veði. Hér þarf engu síður á göfugustu tegund föðurlandsástar að halda. Fullviss erum vér þess, að þjóð vor horfir fast á eftir þessum nefndar- mönnum með þá ósk eindregna í hjarta, að hvernig sem fara kann með samning- ana, verði eigi dregið úr fylstu réttar- kröfum þjóðar vorrar með einu orði af neinum þeirra. Líklega bj'st enginn við árangri sérlega miklum af nefndarstarfi þessu. Þó getur

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.