Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK i57 læknirinn áfram, ,,kom fyrir mig fyrir nokkurum árum og hefir þaö ryfjast upp fyrir mér aftur við dauðsfall hlutaðeig-- anda. Það var rétt eftir að búið var að ráða nafnfrægu máli til lykta, réttarhaldi ylir morðingja, sem með glæpi sínum hafði látið hrylling fara um allan mentað- an heim. Dagblöðin höfðu lagt mikla áherzlu á hið undarlega augnráð hans; þótti þeim það bera vott brjálsemi. Hafði eg því verið ráðinn af stjórn Bandaríkja sem sérfræðingur meðan á málinu stæði. ,,Ein afleiðing þess vár að bréfafjöld- inn,sem mér barst með póstþfór dagvax- andi. Egfór að fá alls konar bréf fráýmis konarfólki. Bréf frá giftum mönnum, sem lýstu svipuðum hugarburði betra helm- ingsins; bréf frá konum, sem kvörtuðu um brjálaðan hugarburð bænda sinna; bréf frá ungum stúlkum, sem hörmuðu yfir dutlungum elskhuga sinna, öll með orða- tiltækjum geðveikislækna, þangað til heilbrigður og sturlaður hugarburður, dularfull vafamál og arfgengi virtist vera orðið alls herjar þrámælgisefni allra þeirra, sem blöð lásu og bréf rituðu. ,,Morgun tímar mínir voru úti, heitan dag í júnímánuði, og eg var seztur niður við að lesa óvanalega þykkan bunka af bréfum um þetta efni, þegar vikadreng- urinn tilkynti mér, að kominn væri mað- ur, sem bæði afsökunar á, að hann kæmi of seint. En þar sem hann væri kominn vestan úr landi í þeim tilgangi að finna mig, en gæti eigi staðið við nema fáeinar klukkustundir, vonaðist hann eftir að fá að tala við mig. Rétt á eftir kom hann inn í skrifstofuna pg eg furðaði mig þeg- ar á útliti hans og háttum. Mér fanst hann líkastur amerískum afltræðingi af skozkum ættum, enda reyndist það rétt. ,,Hann var hægur og gætinn, en bar með sér að eiga heilmikið dulið viljaþrek í sálu sinni, sem var í beinni mótsögn við augljósa hugaræsing, sem hann var í, en reyndi af alefli að halda niðri. Fyrstu spurning minni svaraði hann svo : ,Lækn- ir, mér væri fjarska-mikil þökk á, að þér vildið rannsaka mig sem nákvæmast og grandgæfilegast, en án þess að leggja nokkurar spurningar fyrir mig. Og svo, þegar þér hafið sagt mér álit yðar, skal eg segja yður sögu mína, ef þér kærið yður um að heyra hana. ‘ ,,Eg var í þann veginn að minna hann á þýzka lækninn, sem svaraði líkri bón frá konungssyni með því að segja, að hon- um hefði verið betra að fara til dýralækn- is. En alvaran í andliti mannsins og flóttalegt útlit fekk svo á mig, að eg tók þegjandi að rannsaka hann, nema hvað eg spurði hann fáeinum nauðsynja spurn- ingum um upphafsstafina á spjaldinu. ,,Loks spurði hann með stiltum rómi, hver niðurstaðan væri; en hann kom upp um sig geðshræring'unni, sem hann var í, með snöggum hreyfingum fótanna og handanna. Eg sagði honum, að það gengi alls ekkert að augunum hans, sjón- in væri algjörlega heilbrigð. ,Guði sé lof, ‘ tautaði hann, ,þá hefir það verið heilbrigður hugarburður. ‘ Hann sneri sér með ákafa að mér og sagði hátt: ,Svo þér funduð engan brjálsemisvott?1 ,,Alls engan“, svaraði eg, ,,en þér verðið að muna, að þér getið verið alheil- brigður á geðsmunum og þó verið mjög bilaður á sjón, eða verið geggjaður eins og gaukur á vori með óveikluð augu. En — héltegáfram, því maðurinn hafði þrátt fyrir alt hrifið huga minn svo, að eg hafði gleymt matnum mínum, sem var að verða kaldur —■ við hvað eigið þér með því að tala um heilbrigðan hugar- burð, og hvað hefir komið yður til að ráð- færa yður við mig? ,,Það kom hik á manninn; hann stóð til hálfs upp úr stólnum, en settist aftur og sagði: ,Eg gerði iíklegast réttast í að segja yður alla söguna, ef þér hafið tíma til að hlýða á hana; hún hyrfi þá líklega úr huga mér og þér gætið gefið mér eitt- hvert ráð. ‘ ,,Það kom fram, að sjúklingurinn var

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.