Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.03.1908, Blaðsíða 7
B R E I Ð A B L I K 151 Líka Jóns í ljóöum Lít eg núna! IV. lig hefi’ Braga Björgfum stuölað Að þér illa, Islending'ur! Kveifar eru í kvæði — Kuml er hlaðið Uti um öndvert nes Erlends héraðs, Vesturvíkingi, Verr en skyldi! I2—3— 08. Stephan G. Stephansson. RANNSÓKNARFRELSID. L'RSTI kafli erindis Einars Hjörleifs- sonar hér fyrir vestan um avdlegt frelsi, hefir birzt á prenti í Nýju Kirkjubl. Og síðar í ísafold. Efnið er eitt af göfug- ustu umhugsunarefnum mannsandans og ávalt tímabært, en eigi sízt nú um þessar mundir. Lítið hefir verið um það ritað á vora tungai, eins og flest önnur rnikil- vægefni, og ætti það því heldur að vera lesið með athyg’li. Enda vitum vér, að svo hefir verið. Alt, sem Einar ritar, er þess eðlis, að það biður mann að lesa, hvort sem efnið er tiltölulega lítið oglétt- vægt, eða stórt og háfleygt. Vanalega eru það að eins háalvarleg efni, sem hann er um að hugsa og rita. Hann minnist á kirkjuþingsumræður fyrirmörgum árutn um et'nið: Er kirkjan með eða mót frjálsri rannsókn? Þar hafi verið tekið fram, að mergurinn málsins í því efni sé, hvort kirkjan vilji kannast við niðurstöðu vísindanna, jafnvel þegar sú niðurstaða brýtur bág við gamlar skoð- anir, sem unnið hafa einhverja hefðar- helgi í hugum matina. Vitaskuld hlýtur hún að taka hverja vísindalega niðurstöðu til greina. Þeg- ar þekkingin hefir aflað sér órækra sannana á einhverju svæði fyrir því að eitthvað sé svo, en geti ekki veriö öðru vísi, hljóta allir á endanum að taka það til greina og lagfæra gamlar skoðanir, sem þá er auðsaút, að sé rang- ar. En oft er barist með hnúum og hnef- um móti hverjum nýjum skilningi, sem er að rvðja sér til rúms, eins og sannleik- urinn myndi kollvarpast, ef hann kæmist að. Það liggur í rauninni í hlutarins eðli, að kirkjan sé varasöm gagnvart hinu nýja. fhaldsöftin vinna líka stórt og þýðingarmikið verk fyrir mannfélögin og kirk|an er eitt hið helzta þeirra. En íhaldið má aldrei verða að ófrelsi og of- sókn. Þegar hver sá, sem ryðja vill skiln- ingi mannanna einhverjar nýjar brautir, eða leiðrétta gamlan hugsunarhátt með nýjum þekkingartriðum, er út hrópaður fyrir að vilja falsa sannleikann, er lökustu og ókristilegustu vopnum beitt, sem unt er að lnigsa sér, — vopnum, sem valdið hefir kirkjunni meira tjóns og trega á liðnum tímum en með orðum megi lýsa. Erindi Einars er alt háalvarleg aðvör- un gegn þeim vopnum og ætti hann að hafa hvers ntanns þökk fyrir. VÍSINDIN OG KRISTINDÓMURINN. H VERGI ganga vísindin jafn-langt í því að neita kristindóminum al- gjörlega og á Þýzkalandi. Þar hafa vís- indamenn myndað félag undir forustu hins nafnfræga próf. Haeckel í Jena til að útbreiða aðra lífsskoðan en lífsskoðan kristindómsins. Þetta hefir orðið til þess, að aðrir vís- indamenn, sem fylgja hinni kristnu lífs- skoðan jafn-eindregið, hafa myndað ann-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.