Breiðablik - 01.12.1909, Síða 8

Breiðablik - 01.12.1909, Síða 8
104 BREIÐABLIK meö því aö álíta og yfirlýsa sinn skilning' einan réttan, heldur fráfalliö áfram, ömurlegt og sárgrætiiegt þótt það sé. Þaö er bein afleiðing af þessarri fráleitu og skaðlegu kenningu um óskeikula biblíu, sem er eitt hið versta haft, er nokkuru sinni hefir verið reynt að leggja á frjálsan mannsandann. Baráttan, sem nú stendur yfir í heim- inum út af þessarri óskeikulleika-kenn- ingu, er þess vegna eftir mínum skilningi þýðingarmesta baráttan og örlaga þrungti- asta, sem nú á sér stað. Undir úrslitum hennar er öll framtíð kristninnar komin. Fái menn eigi að tiieinka sér sannleikann í fullu frjálsræði, en verði að lúta honum fyrir j'tra valdboð, verður öllu því steipt af stóli, sem slíku vald- boði heldur fram, hverju nafni sem nefn- ist,—kirkjunni líka með öllum gæðum hennar og gögnum. Margt gott og göfugt í fari hennar verður þá látið gjalda þessarrar einu stór-syndar. Hvoru megin menn skipa sér í þessarri baráttu hefir því óumræðilega mikla þýð- ingu. Engum þarf að dyljast, hvar hann, sem forðum braut kenninguna um óskeikult lögmál á Gyðingalandi sterkri hendi á bak aftur, myndi skipa sér í þeirri baráttu, væri hann í heiminum nú á sama hátt og á holdsvistardögum sín- um. Lögmálið skipaði fyrir marg-endur- tek ar föstur á tilteknum tímum. Jesús leyfði lærisveinum sínum að brjóta þetta föstulögmál, af því það kendi mönnum að fara með ósannindi og brýtur bág við mannlegt eðli. Sá, sem segist ætla að verða hrvggur einhvern tiltekinn mánað- ardag, getur á þeim degi fengið eitthvert sérstakt fagnaðarefni, sem gjöra myndi hrygðina að ósannindum. Skipan lög- málsins um hreina og óhreina fæðu gerðj hann að hlægilegri heimsku, er hann benti á, að það gerði manninn eigi óhrein- an, sem inn um munninn færi og út aftur að eðlilegri rás, heldur hitt, sem innan að k æmi úr hugskoti mannsins. Það væri ekki fæðan, sem hefði áhrif á siðgæði mannsins, heldur hugsanir, orð og gjörð- ir. Musterið gæti hann rifið niður í skyndi og reist aftur á þrem dögum. Enda kæmi sá tírni, að guð yrði hvorki dýrkaður í Jerúsalem né á Garizim, held- ur á hverjum þeim stað, er hugurinn lyfti sér til hans. Ur öllu þessu höfðu mannsandanum verið smíðaðir ativirðilegir hlekkir, sem hömluðu honum að dýrka guð í anda og sannleika. Ei g- um þarf að dyljast hugur um, sem þetta og margt annað tekur til greina, hvar frelsarinn hefði skipnð sér í þeirri baráttu fyrir andlegu frelsi í trúarefnum, sem tiú á séi stað í heiminum. Og vér vitum fullri vissu, að hann, konungurinn og lávarðurinn í ríki sann- leikans, lætur það eigi til lengdar hepn- ast, að settur sé upp í stað hans nokkur jarl hér á jörðu, hve fögru natni sem nefnist, og látinn skyggja á dýrð hans,— pappírspáfi, sem tnenn nota til stuðnings hverri heimsku, sem þeim kann að hug- kvæmast. 8. Ætlunarverk kirkjunnar nú sem stendur virðist mér þá líka vera í því fólgið að leita hins sameiginlega grui d- vallar, bak við þref og þráttanir liðinna alda út af bókstafs-skilningi óskeikullar bókar, — sem að svo undur-miklu leyti er eintómt hégómaverk. Og hinn sameig- inlegi grundvöllur er og verður ávalt í mínum huga freslsarinn sjálfur, — trúin hans, traustið hans, kenningin hans, lífið hans. En alt þetta finst niér hann með heilögum einfaldleik hafa fólgið í orðunum: Faðir vor, þú sem ert á himnum ! Það er heilög sannfæring mín, að hver sem af hjarta tekur undir þau orð nteð honum með hugarfari hans og trúnaðar- trausti, eignist alt, sem frelsarinn kom til að gefa heiminum. Hvern sem taka vill undir þau orð og gera að sínunt, bið eg hjartanlega velkominn í þenna söfnuð, hverja grein sem hann að öðru leyti kann

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.