Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK 107 .... Yður boðið heyri eg. Mörg’uin finst ofsókn- arandinn hafa komið hér upp um sig. Einn mað- ur ofsóttur oddi og egg fyrir skoðanir,svo honum er ekki vært. Öðrum boðið mcð nákvæmlega sömu skoðanir. Gaman væri að fá yður hingað vestur sviptúr. . . .Stór missión, ef þér gætuð komið á sáttum með heiðarlegum skilmálum. Því miður finnast mér líkindin lítil... . Aðvörunin bróðurlega ( í N.Kbl.) ti) “Sam.“ flokksins hefir mælzt vel fyrir með sanngjörnum mönnum. En líklega litlu til leiðar komið með að sefa ofstækið,—enda á einskis mann valdi. Drottinn einn getur látið tímann og rás viðburð- anna gjöra það. III Síra Björn B. Jónsson ritar í sept. .... Vita þykist eg,að tíðindin frá síðasta kirkju- þingi voru þyki yður nokkurs verð. I því sam- bandi vildi eg allrabróðurlegast segja: ,,Dæmið ekki fyrir tímann. “ Svo óteljandi margt þyrfti að koma til greina, svo sanngjarn dómur yrði feldur í ágreiningsmálinu. Enginn sá, sem ekki veit nákvæmlega um það alt, er fram kom utan þingfunda þá þrjá daga, sem kappsamlega var að því unnið að ná samkomulagi milli flokkanna, getur til hlítar skiliðgang málsins. Raunar er ágreiningur þessi í kirkjufélagi voru eldri og yfirgripsmeiri en á yfirborði sýnist. Ekkert gæti verið sannleikanum fjær en það, að hér væri einungis að deila um bókstafs-innbléstur ritningarinnar. Hér er að deila um gagn-ólíkar kristindómsstefnur í nær öllum greinum. Og þá vita það líka allir nákunnugir, að deilan er að sumu leyti runnin af félagslegum og persónu- legum rótum. Margt býst eg eg við að í bráð verði misskilið við samþyklir kirkjuþingsins og ekki sízt ,,mið- lunartillaga“ vinar okkar síra Friðriks Hall- grímssonar. Gott gekk honum til og ekkert annað, en þó hlauzt fremur ólán en hitt af tillögu hans.... Þá er líka verið að viWa mönnum sjónir með því að halda því fram, að menn eða skoðanir manna hafi orðið fyrir burtrekstri, af því burt hafi verið látin falla þau orð í tillögu Hjálmars Bergmans, er tilgreindu skoðanir George Pet- ersons ! Þinginu virtist óþarft að tilgreina nokkurar sérstakar skoðanir, heldur taka fram, að engum manni og engum skoðunum hafi verið vísað úr félaginu með samþykt þeirri, er þegar hafði verið gjörð. Rökfærsla þeirra, er burt- rekstri eru að halda fram, hlýtur að hljóða þann- ig : Af því enginn var rekinn, þá var eg rek- inn: af því engin skoðan var gerð ræk, þá var mín skoðan gerð ræk. Ekki er enn hægt að segja með vissu, hverjar afleiðingar verða af því, sem gert var á kirkju- þingi. Tjaldbúðarsöfnuður í Winnipeg og prest- ur hans hafa sagt sig formlega úr kirkjufélaginu. Gardar-söfnuður í Dakóta er klofinn í tvent. Auk þess hafa einir fjórir smáir og afskektir söfnuðir á sinn hátt sagt sig úr sambandi við kirkjufélagið, en flestir eða allir á óformlegan hátt. Síra Friðrik Bergmann er nú að ferðast um meðal safnaðanna í ýmsum bygðum og reynt er til á allar lundir að fá söfnuði til að ganga úr kirkjufélaginu og segja prestum sínum upp þjón- ustu. Ekki er samt búist við að meiri skaði verði að tilraunum þeim, en þegar er orðinn. Skeð getur, að nú verði leitað til íslands til að fá þaðan presta handa þeim safnaðabrotum, sem nú eru sprengd út úr kirkjufélaginu. Kemur það í ljós, hvort prestastéttin á fslandi, sem nær ávalt daufheyrðist meðan prestaskorturinn var svo lilfinnanlegur í kirkjufélaginu, sé nú fús að koma til þess að vinna í opposition við kirkju- félagið. BIBLÍURANNSÓKN OG BRÉFIÐ TIL GARDAR-SAFNADAR. (Niðurlag). LESTIR, sem eitthvað hafa esið, kannast við heimspekinginn mikla, Immanuel Kant, sem uppi var með ÞjóSverjum á 18. öld (1724—1804). og' einna vitrastur maður er talinn þeirra, er uppi hafa verið í nýrri tíð. Það var taiað eitthvað um biblíurannsókn á hans dögum, ekki síður en vorum. Og þá voru uppi menn, sem létust halda biblíu- rannsókn sjálfsagða fyrir fordildarsakir, en ætluðu að ganga af göflunum, ef nokkur biblíurannsókn haggaði við ein- hverri skoðan þeirra eða eftirlætiskreddu, Hann leggur þeim orð í munn, til að sýna fram áeinlægnisskort þeirra,og er súsetn- ingfræg orðin: ,,í öllum bænum,farið þið í biblíuna, en gætið þess, þið megið ekkert finna þar, sem við finnuni ekki; ekkert, nema það sem eg finn; því ef þið gjörið það, farið þið vilt“. Það er alveg eins og Kant gamli hafi

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.